Fara í efni

Á SPJALLI VIÐ ÓÐIN

Óðinn Jónsson Rás 1 - mynd 2
Óðinn Jónsson Rás 1 - mynd 2

Mér þótti ágætt að heimsækja Óðinn Jónsson, á morgunvakt hans í RÁS 1 Ríkisútvarpsins, á þriðjudag fyrir tæpri viku en þar fékk ég tækifæri til að koma á framfæri ýmsu úr starfi mínu hjá Evrópuráðinu þar sem ég hef verið einn þriggja fulltrúa Íslands frá vorinu 2013. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/morgunvaktin/20161018
Ég hef reynt að miðla því sem þarna hefur farið fram í ræðum á Alþingi og síðan í skrifum í blöð, að ógleymdri heimasíðu minni, en hér hef ég reglulega gert grein fyrir störfum mínum hjá Evrópuráðinu.
Annars eru störf Evrópuráðsins og skýrslur unnar á þess vegum mjög auðveldlega aðgengilegar á heimasíðu ráðsins: http://www.coe.int/en/ og hvet ég áhugafólk um málefni líðandi stundar að leita sér fanga í skýrslum sem unnar eru fyrir þing Evrópuráðsins því iðulega liggur þar gríðarleg vinna að baki.
Í samræðu okkar Óðins ræddum við mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og þá hvering ég hefði komið að slíku starfi á starfsferli mínum. Þá ræddum við muninn á þeirri tegund þjóðarhyggju sem byggði á virðingu fyrir margbreytileika og menningarlegri arfleifð sögunnar annars vegar, og hins vegar þeirri hrokafullu sýn að mitt væri best en þitt einskis vert.
Þá fjölluðum við um nýlega ferð mína til Suður-Afríku en þar var ég í boði embættis sem er helst sambærilegt við umboðsmann Alþingis hér á landi, Public Protector heitir embættið þar á bæ. Thuli Madonsela heitir sú mæta kona sem bauð mér í krafti formennsku minnar í Stjórnskipunar og efirlitsnefnd Aliþngis en þó ekki síður vegna þess að hingað til lands hafði hún komið á ráðstefnu sem ég skipulagði ásamt Eddu, rannsóknarsetri Háskóla Íslands og Institute of Cultural Diplomcy í Berlín undir heitinu Reykjavík Round Table on Human Rights: https://www.ogmundur.is/is/greinar/reykjavik-round-table-on-human-rights
Um þessa för mína hef ég farið nokkrum orðum hér á síðunni: https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-heimsokn-til-sudur-afriku