Greinar Október 2016

Eftir þessar kosningar hefur pólitíkin í íslenskum
þingsal færst langt til hægri. Við sem héldum að hinn
pólitíski pendúll væri að byrja að snúa aftur til
vinstri-félagshyggju höfðum rangt fyrir okkur því nú tók hann
afturkipp til hægri-sinnaðrar sérhyggju ... Allt þetta sá
ég einhvers staðar frammákonu í Sjálfstæðisflokknum kalla sigur
frjálslyndra afla! Hvílíkur brandari. Þessi öfl hafa ekkert
með frjálslyndi að gera. Miklu fremur einsýni ... Píratar
fagna griðarlega og verð ég að játa að ég skil ekki vel þann mikla
fögnuð. Píratar þóttu góð hugmynd, sem mældist upp á þrjátíu
prósent í fjarlægð, en í nálægð fór hún niður ... Stjórnmálamönnum
verður tíðrætt um hinn mikla fjölbreytileika á nýju þingi.
Vissulega sjáum við þar nú marga flokka en ég sé ekki betur
en að flestir tali þeir einni röddu ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
29/30.10.16.
Ég held að ekki hafi verið fluttar margar lélegar ræður á
Alþingi á nítjándu öld og að hið sama hafi átt við um fyrstu
áratugi hinnar tuttugustu aldar. Skýringin er margþætt. Margir
orðsnillingar voru á þingi á þessum tíma og síðan er það hitt hvort
menn kunni að hafa vandað sig betur en síðar varð, því þeir hafi
borið meiri virðingu fyrir "orðinu", hinu talaða og þá ekki síður
hinu skrifaða. Og það er náttúrlega mergurinn málsins. Hið talaða
orð var skrifað. Ræður, grundvallarræðurnar, sem fluttar voru á
Alþingi á fyrri tíð voru flestar skrifaðar frá orði til orðs,
framtíðarsýn eða úthugsaðar vangaveltur um þau mál sem brunnu á
samtímanum. Síðan líður tíminn ...
Lesa meira

Mig langar til að vekja athygli lesenda á tónleikum þeirra
Judith Ingólfsson, fiðluleikara og
Vladimir Stoupel, píanóleikara, en þau koma hingað
frá Berlín, til að flytja okkur tónlist eftir Fauré, Vierne og Rudi
Stephan.í Sal Norræna hússins þriðjudaginn, 25. október kl.
20:00-21:30.
Lesa meira

...Þá ræddum við muninn á þeirri tegund þjóðarhyggju sem byggði
á virðingu fyrir margbreytileika og menningarlegri arfleifð
sögunnar annars vegar, og hins vegar þeirri hrokafullu sýn að mitt
væri best en þitt einskis vert. Þá fjölluðum við um nýlega ferð
mína til Suður-Afríku en þar var ég í boði embættis sem er helst
sambærilegt við umboðsmann Alþingis hér á landi, Public Protector
heitir embættið þar á bæ. Thuli Madonsela heitir sú mæta kona sem
bauð mér í krafti formennsku minnar í Stjórnskipunar og
efirlitsnefnd Aliþngis en þó ekki síður vegna þess að hingað til
lands hafði hún komið á ráðstefnu sem ég skipulagði ásamt Eddu,
rannsóknarsetri Háskóla Íslands og Institute of Cultural Diplomcy í
Berlín undir heitinu Reykjavík Round Table on Human Rights ...
Lesa meira

Mikill hugaræsingur hefur blossað upp út af yfirlýsingum Evu
Joly í Kastljósi Sjónvarpsins. Það er ekki í fyrsta sinn. Þeir sem
áður löstuðu hana bera nú sumir hverjir á hana lof og öfugt. Sumir
standa staðfastlega við hennar hlið enda trúir hugsjónum sínum og
nefni ég þar sérstaklega Jón Þórisson, nánasta samstarfsmann Evu
Joly hér á landi.
En hvað hefur breyst? Ekki Eva Joly. Eva Joly er að segja það sama
og hún gerði þegar hún fyrst kom hingað til lands og ráðlagði okkur
um hvernig taka bæri á hruninu. Þá svitnaði undir mörgum
hvítflibbanum. Svo varaði hún við Icesave. Þá var röðin komin að
öðrum að svitna. Svona er lífið. En hvernig væri nú að
...
Lesa meira
Sannast sagna hélt ég að Ómar vinur minn Ragnarsson, sá góði
maður, skildi gráglettinn húmor, öðrum mönnum fremur. Meistari
slíks húmors var Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri. Í
sjónvarpsþætti um sögu íþróttafrétta í Sjónvarpi segir Ómar þá sögu
að Andrés hefði einhvern tímann sagt að allar framfarir væru til
ills! Þessu virðist Ómar hafa trúað sem nýju neti og segir að þarna
sé eflaust komin skýring á því að útvarpsstjórinn þáverandi hafi
lagst gegn beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Enda maðurinn á
móti framförum!!! En svona til vara bætti Ómar því við,
að kannski hafi verið slökkt á heyrnartæki útvarpsstjórans og
hugsanlega því einhver misskilningur uppi. Ætli það ekki.Nema að
eftir situr, að í þætti sem ætlað er að verða söguleg heimild um
Ríkisútvarpið, erum við skilin eftir með þá tilfinningu ...
Lesa meira

Fréttin
frá ársfjórðungsþingi Evrópuráðsins sem ég sat fyrir hönd
Alþingis í Strasbourg í síðustu viku, þótti mér vera ákall þeirrar
nefndar þingsins sem fjallar um félagsmál, að
Evrópusambandið skrifi að sinni ekki undir CETA samninginn
... Markverð þótti mér umræðan um skattaskjól og
leynihreiður fyrir peninga.... Sú umræða sem kynnti mest
upp í tilfinningum á þinginu að þessu sinni var umræða um
staðgöngumæðrun.... Spennandi verður að
fylgjast með umræðu sem hófst á síðasta ári um að reynt verði
að blása nýju lífi í samstarf Evrópuríkja á sviði
mannréttindamála með nýjum leiðtogafundi sem þá yrði hinn fjórði í
sögu Evrópuráðsins. Þar kæmu saman ... ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15/16.10.16.
... Stjórnmálamenn halda þó stundum að þeir ráði meiru en þeir
gera í reynd. Þegar til lengri tíma er litið snýst spurningin um
það hvað samtíð þeirra lætur þá komast upp með. Tíðarandinn fjötrar
eða auðveldar stjórnmálamönnum lífið eftir atvikum. Og í mótun
tíðarandans taka miklu fleiri þátt en stjórnmálamennirnir einir.
Það gerir fjölmiðlafólk, skáldin, rithöfundarnir,
kvikmyndagerðarmenn og aðrir listamenn, námsmannahreyfingar, hvers
kyns baráttusamtök, verkalýðshreyfing, umhverfissamtök, áhugasamir
einstaklingar, pabbi og mamma, afi og amma. Já,
umhverfisverndarsamtök. Þegar ég kom fyrst inn á þing fyrir rúmum
tuttugu arum ...
Lesa meira

Hvað sem segja má um sósíaldemókrata eru þeir þó illskárri en
Viðreisnarkratar. Nú heyrum við að Viðreisnarkratar vilji
selja aðgang að náttúruperlum. Skyldu þeir líka vilja einkavæða
velferðarþjónustuna og selja aðgang að henni?Þegar
Samfylkingin var stór hýsti hún frjálshyggjukratana og
sósíaldemókratana. Það var hennar styrkleiki en um leið veikleiki.
Viðreisnarkratar hafa tekið yfir hægra fylgið frá Samfylkingunni.
Hægri kratar hafa aldrei reynst heilsusamlegur
kokteill. Skyldi þjóðin vilja bergja á þeim kokteil?
Vonandi ekki.
Lesa meira

... Frá því er skemmst að segja að Thuli Madonsela bauð mér til
Suður-Afríku til að halda erindi og taka þátt í umræðu um leiðir
til að veita framkvæmdarvaldinu aðhald og var þá m.a. horft til
þess að ég er formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis
sem í bland hefur þetta hlutverk með hendi. Ég þáði þetta boð með
þökkum og sé ekki eftir því. Umræðan og erindin á ráðstefnunni voru
í senn fræðandi og vekjandi. Þarna voru saman komnir umboðsmenn frá
nokkrum Afríkuríkjum og fræðimenn á þessu sviði víðs vegar að, þó
einkum frá Suður-Afríku. Mín aðkoma var úr heimi stjórnmálanna og
fjallaði ég um mikilvægi þess að stuðla að samspili milli þeirra
stofnana sem sinna aðhaldi og eftirliti annars vegar og
þjóðþinganna hins vegar. Úr hinni síðarnefndu áttinni væri sú nefnd
sem ég hef veitt formennsku gott dæmi um. Ég ætla ekki að
rekja þau erindi sem voru flutt á ráðstefnunni en þar voru óspart
látin fljúga ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum