SINFÓNÍAN, GAMMA OG VIÐ

SINFÓ

Greint hefur verið frá því að fjárfestingarfyrirtækið Gamma sé "aðalstyrktaraðili" Sinfónuíuhljómsveitar Íslands.

Á vefsíðu GAMMA segir: "Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár. Meginmarkmið samningsins er að styðja við öflugt starf hljómsveitarinnar, efla kynningu á fjölbreyttu verkefnavali ..." Þetta er flott og kannski hægt að kynna svoldið GAMMA í leiðinni einsog Hið íslenska bókmenntafélag sem einnig nýtur ástríkis GAMMA.

Auðvitað getur það verið göfugt að styðja við göfuga starfsemi. En á því eru líka ákveðin velsæmismörk. Í blaðagrein var fjallað um þessi mörk nýlega þegar lyfjafyrirtækið Alvogen sem styrkir KR, vildi láta kalla KR völlinn Alvogen-völlinn!

Ekki er vitað til þess að GAMMA vilji láta endurskíra sinfóníuna.

Eitt þarf þó að leiðrétta. Það er rangt að GAMMA sé aðalstyrktaraðili Sinfóníunnar. Því það erum við, skattgreiðendur og erum stolt af því.

Nettó framlag ríkisins og Reykjávíkurborgar til Sinfóníuhljómsveitar Íslands var á síðasta ári eitt þúsund eitt hundrað, þrjátíu og þrjár milljónir og þrjátíu þúsund krónur. Þar af rúmar tvö hundruð milljónir frá borginni. Sértekjur námu í fyrra eitt hundrað níutíu og átta milljónum og sjö hundruð þúsund krónum. Gamma sem fyrr segir leggur fram tæpar níutíu milljónir á fjórum árum og verður fyrirtækið því tapast talið aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

http://www.gamma.is/frettir/nr/1641

Fréttabréf