Greinar September 2016

Á miðnætti í kvöld held ég alla leið til Suður-Afríku en
mér var boðið að halda fyrirlestur á ráðstefnu í Jóhannesarborg í
næstu viku um aðhalds- og eftirlitshlutverk Alþingis. Í
framhaldinu sit ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg þannig að sýnt
er að ég verð ekki viðstaddur þinglokin. Þess vegna þakkaði ég
fyrir mig og kvaddi þingið á þingfundi í gær, flutti þar mín
lokaorð. Vænt þótti mér um orð forseta Alþingis í kjölfarið. Hér er
slóð á þessar umræður en þar vakti ég athygli á mikilvægi þess að
...
Lesa meira

Á vinnsluborði Alþingis er frumvarp sem, ef samykkt, hefði í för
með sér stórkostelga skerðingu á kjörum hinna efnaminni að námi
loknu og þýðir í reynd að verið að takmarka að fólk geti farið í
nám sem ekki er öruggt að skili miklum tekjum ... Og viti menn,
nánast sameinuð námsmannahreyfingin íslenska sendir eftirfarandi
frá sér í gær.... Við erum með ríkisstjórnina eins og hún er. Í
ofanálag fáum við nú námsmannahreyfingu sem eru rústir einar
miðað við það sem áður var ... Þarf ekki að endurreisa
pólitíkina í stúdentapólitíkinni? Og þá er ég að sjálfsögðu að tala
um pólitík sem byggir á félagslegri
sanngirni.
Lesa meira

"Einkavæðing bankanna, hin síðari"
er orðalag úr ranni Hrunverjanna, sem um aldamótin einkavæddu
íslenska bankakerfið og komu því í hendur pólitískra vina sinna.
Siðferðisbrot frá þessum tíma voru ófá og úr þessu ferli er enn
verið að rannsaka að hvaða marki saknæmt atferli hafi átt sér stað.
Fáir deila um það - opinberlega alla vega - að rannsókn hafi verið
réttlætanleg og nauðsynleg af hálfu réttarkerfisins og þeirra sem
eiga að standa vörð um regluverkið og siðferðið. Stjórnmálamenn úr
sakbitnum stjórnmálaflokkum, sem stóðu fyrir ...
Lesa meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom fram á
ráðstefnu síns flokks og í kjölfarið í fjölmiðlum og sagðist tala
fyrir einföldum lausnum. Ég sperrti við eyrun og fór síðan að hugsa
... Formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist vilja
"almannavæða" bankana. Þetta orð er nýtt úr munni formanns
Sjálfstæðisflokksins. Dulmálsaðferðin er þó ... Formaður
Sjálfstæðisflokksins sagðist vilja heilbrigðiskerfi sem
ekki mismunar sjúklingum á grundvelli ...
Lesa meira

Slæmt er að vera fjarri þinginu þessa daga þegar stórmál eru til
umræðu, lífeyrismálin, almannatryggingar, LÍN og fleiri stórmál.
Nánast þykir mér það vera siðlaust af hálfu ríkisstjórnarinnar að
ætla sér að afgreiða stórmál af þessu tagi með því að vinna þau með
hraði á handarbakinu ... Þannig hljómar það ævintýralegt,
eða eigum við að segja hrollvekjandi, að ætla sér að leggja niður
lífeyriskerfi opinberra starfsmanna rétt sisona! ... Ég
virði það að sjálfsögðu að samtök opinberra starfsmanna hafi lengi
setið yfir málinu og hér er vissulega um að ræða kjör sem þau eiga
að semja um. En jafnframt þarf að virða rétt þingsins og
samfélagsins alls. Ef aðstandendur málsins eru eins vissir
í sinni sök og þeir segjast vera, þá hlýtur málið að þola almenna
umræðu ... En hvers vegna er ég fjarri þingsal
Alþingis?...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 22.09.16.
Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn
fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði.
Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn
fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði.
Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni
til ... "Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin
alvara í þessi áform," segir Elías Pétursson, sveitarstjóri
Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að
skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði ... Ég
þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði
blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl.
Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn
...
Lesa meira

Á fundi fulltrúa fjármálaráðuneytisins með stjórnarandstöðunni á
Alþingi í dag, var okkur kynnt nýtt samkomulag, um lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna. Sagt var að samkomulagið væru gleðileg
tíðindi því ekki hafi þurft að "fórna neinum
réttindum." Þetta er rétt. Það er að segja ef
átt er við samningafólkið beggja vegna borðsins. Það fórnar engu.
Það er hins vegar fórnað á kostnað komandi kynslóða og hlýtur að
teljast nokkur nýlunda. Á móti lífeyrisskerðingunni - sem
enginn deilir um að er gríðarleg og talin í milljarðatugum - eiga
að koma vélrænar kauphækkanir til opinberra starfsmanna til að
jafna stöðu þeirra á við það sem gerist á almenna markaðnum. Ekki
hef ég trú á slíku vélgengi. Vandinn er svo sá ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
17/18.09.16.
... Vinnuheiti þessara áforma er SALEK. Þegar SALEK verði að
raunveruleika, er vonast til að öll verkföll verði úr sögunni enda
verði nú allt ákveðið af fagmönnum á miðstýrðu borði. Talsmenn
atvinnurekenda, með úttroðin prívatveskin sín, eru spenntir og
fjármálaráðherra telur að hér með verði vandi allra
fjármálaráðherra úr sögunni - engin verkföll framar enda allur
mannskapurinn hlekkjaður og blóðlaus í þokkabót eins og vélar
náttúrlega eru. Svo fýsandi eru opinberir starfsmenn að fá aðgang
að vélrænum kauphækkunum, að þeir bjóðast til að semja niður
lífeyrisréttindi - að vísu ekki sín eigin - heldur þeirra sem á
eftir koma. Þetta var reynt á níunda áratug síðustu aldar en var
afstýrt á síðustu stundu. Fyrir vikið ...
Lesa meira

Norski þjóðfélagsrýnirinn Asbjörn Wahl hefur gert mjög góða
úttekt á ástæðunum fyrir niðurstöðunni í Brexit
þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi síðastliðið vor. Sjálfur hef
ég fagnað niðurstöðunni á mjög svipuðum forsendum og Asbjörn Wahl
telur að alltof fáir vinstri sinnar hafi gert, nefnilega andstöðu
við markashyggjudekur Evrópusambandsins.... Asbjörn Wahl telur
það vera félagshyggjunni stór varasamt að láta hægri vængnum eftir
ganrýni á Evróupsambandið. Þar með skekkist öll myndin og hætt við
því að gagnrýni, af gerólíkum rótum sprottin, verði grautað saman.
Jafnaðarmannaflokkar séu haldnir þeirri ranghugmynd að ...
Lesa meira

Mikill hugaræsingur er víða vegna nýgerðra búvörusamninga.
Brigslyrði og ásakanir ganga á víxl. Fjölmiðlar, sumir hverjir,
krefja þingmenn sagna um afstöðu eða afstöðuleysi eftir atvikum og
er sérstaklega til umræðu að margir hafi setið hjá við
atkvæðagreiðslu. Sumir eru gamansamir. Forstjóri Haga, skrifar
þannig grein til að útskýra hvernig hjásetumenn hafi brugðist
bændum! Ekki standast allir þessa ágjöf sem er þó skopleg í bland.
Þannig sjást þess dæmin um hjásetumenn sem ákaft iðrast og skrifta
opinberlega í von um syndaaflausn. Enda stutt í
kosningar ...
Lesa meira
Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars!
Jóel A.
Lesa meira
Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega?
Sunna Sara
Lesa meira
Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar.
Jóel A.
Lesa meira
Spillingin klæðist hér sparifötum
spásserar um alþingi og á götum
á peninga orga
ríkið má borga
og auðvalds Elítu ávallt mötum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum