YFIRLÝSING AÐ LOKINNI PALSTÍNUFÖR: BILAL KAYED VERÐI LÁTINN LAUS ÞEGAR Í STAÐ!

BILAL - PALESTÍNA
Yfirlýsing ad hoc nefndar fyrir Bilal Kayed og gegn beitingu stjórnsýsluvarðhalds, í Palestínu 14. - 16. ágúst 2016

Við undirrituð, þingmenn og stjórnmálafólk frá þremur ólíkum Evrópulöndum, svöruðum neyðarbeiðni frá mannréttindasamtökum og samþykktum að taka þátt í Ad hoc alþjóðlegri sendinefnd til Palestínu til stuðnings kröfunni um að Bilal Kayed verði þegar í stað látinn laus.

Bilal Kayed er 35 ára gamall og hefur setið af sér 14 og hálfs árs dóm. Hann átti að losna úr fangelsi þann 13. júní 2016. Bilal var hins vegar i staðinn beittur handahófskenndri stjórnsýslu og fangelsun hans framlengd með varðhaldi án ákæru og án réttarhalda. Bilal Kayed hóf mótmælasvelti til að krefjast síns frelsis og er nú á 64. degi í því. Hann hefur verið lagður á sjúkrahús og er haldið þar hlekkjuðum á höndum og fótum og er nú í lífshættulegu ástandi.

Við, sem höfum unnið að virðingu og vernd mannréttinda í okkar eigin löndum og á alþjóðavísu, litum á það sem skyldu okkar, ekki einungis að styðja kröfu Bilals Kayed, heldur líka að mæla gegn beitingu stjórnsýsluvarðhalds, sem felur í sér brot á grundvallar mannréttindum og frelsi einsog viðurkennt er af öllum sem hafa með alþjóðleg mannréttindalög og mannúð að gera.

Við lítum jafnframt svo á að skylda okkar sé að mæla gegn því hvernig fangelsun Bilal Kayed hefur verið framlengd, sem felur í sér beint og sjálfstætt brot á mannréttindum.

Við óskuðum eftir að fá að heimsækja Bilal Kayed á sjúkrahúsið og fylltum út formlega beiðni þar að lútandi með tilvísan í okkar stöðu. Við hörmum þá staðreynd að okkar beiðni hafi ekki einu sinni verið svarað, staðreynd sem í sjálfu sér eykur margfaldlega á áhyggjur af vernd á lífi hans.

Við áréttum hér með ákall okkar um að Bilal Kayed verði þegar í stað látinn laus og að bundinn verði endir á þá andstyggilegu meðferð sem stjórnsýsluvarðhald er.

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrum ráðherra, meðlimur á þingi Evrópuráðsins
Fra McCann, á sæti á Löggjafarþingi Norður-írlands
Paul Gavan, þingmaður í Öldungadeild Írlands
Zoe Konstantopoulou, leiðtogi "Leiðar til frelsis", nýstofnaðs vinstri flokks í Grikklandi, fyrrum forseti gríska þingsins, mannréttindalögfræðingur

(þýðing: srh)
Yfirlýsingin hefur birst víða í dag. Hér er slóð á ein helstu mannrétindasamtökin í Palestínu, Addameer, sem fylgjast með málefnum pólitískra fanga í ísraelskum fangelsum: http://www.addameer.org/news/following-visit-palestine-european-parliamentarians-call-release-bilal-kayed-and-end

ruv: http://www.ruv.is/frett/vid-daudans-dyr-eftir-motmaelasvelti-i-62-daga-0

mbl.is:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/16/reynir_ad_hitta_palestinskan_fanga/

Kvennablaðið: http://kvennabladid.is/2016/08/17/yfirlysing-fyrir-bilal-kayed-og-gegn-beitingu-stjornsysluvardhalds-i-palestinu-14-16-agust-2016/

Fréttabréf