VILJUM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLL!

Kjörkassar II

Ljóst er að meirihluti þingmanna styður að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tuttugu og fimm þingmenn eru flutningsmenn þingsályktunartillögu þessa efnis og enn aðrir styðja málið. Má þar nefna flesta ráðherra ríkisstjórnarinnar og fleiri þingmenn.
Þingmálið er hér: http://www.althingi.is/altext/145/s/1603.html

Tillagan er sú að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði ráðgefandi og er það gert að yfirveguðu ráði. Ef einhver atkvæðagreiðsla á að vera ráðgefandi þá er það í þessu máli á þessu stigi. Bæði ríki og Reykjavíkurborg koma nefnilega að ákvörðunartöku um flugvöllinn og umgjörð hans. Ekki er tillagan sú með þessu þingmáli að svipta annan aðilann - hvorki ríkið né borgina -  forrræði sínu heldur setja siðferðilegan þrýsting á báða aðila að leysa málið samkvæmt vilja þjóðarinnar.

Gott markmið og göfugt? Já, það þykir mér. 

Fréttabréf