SIGUR BILALS KAYEDS!

Bilal - Palestína 2

Palestínski hungurfanginn Bilal Kayed hefur nú ákveðið að hætta svelti sínu eftir rúmlega 70 daga föstu. Ísraelsk yfirvöld, sem hafa haldið honum í fangelsi undanfarna mánuði án dóms og réttarhalda, hafa fallist á að láta hann lausan 12. desember næstkomandi. Það sem meira er, honum verður ekki þröngvað að yfirgefa Pelstínu eins og hafði legið í loftinu að yrði gert.
Við svo búið hætti Bilal sveltinu. Hann hafði setið af sér fjórtán og hálfs árs fangelsisdóm hinn 13. júní síðastliðinn, þegar fjölskylda hans var mætt til að samfagna frelsi hans.
Þá kom á daginn að yfirvöldin höfðu alls ekki í hyggju að láta hann lausan. Hóf hann þá sveltið og var krafan sú að verða látinn laus úr fangelsi. Nú liggur yfirlýsing þar að lútandi fyrir og þessi mikilvægi áfangasigur í mannréttindabaráttu í Palstínu því í höfn.
Ég hef látið mig mál Bilal Kayed skipta eins og ég hef greint frá á síðunni; fór ég til Palestínu gagngert til að styðja baráttu hans. Eftir að ég kom heim hefur fjöldi Íslendinga lagt lóð á vogarskálar með því að vekja athygli á hlutskipti þessa unga manns í fjölmiðlum og með því að sækja samstöðufund sem haldinn var honum til stuðnings.
Er ástæða til að þakka öllum sem lagt hafa sitt af mörkum um leið og samfagnað er með Bilal Kayed og fjölskyldu hans. 
http://ogmundur.is/annad/nr/7895/ 
http://ogmundur.is/annad/nr/7893/ 
http://ogmundur.is/annad/nr/7887/
http://ogmundur.is/annad/nr/7886/
http://ogmundur.is/annad/nr/7885/

Fréttabréf