NÁNASTI SAMSTARFSMAÐUR EVU JOLY Í FRAMBOÐ

Eva og jón

Hvorki er ég Pírati né stuðningsmaður Pírataflokksins. Ég fagna því hins vegar þegar inn á hinn pólitíska vettvang - og gildir þá einu hvort það er innan Píratahreyfingarinnar eða annars staðar -  stíga einstaklingar sem ég tel líklega til að láta gott af sér leiða.
Það á svo sannarlega við um Jón Þórisson, nánasta samstarfsmann Evu Joly hér á landi til margra ára. Jón Þórisson hefur flestum mönnum fremur kappkostað að færa fram í dagsljósið upplýsingar úr heimi fjármála og stjórnmála sem dult hafa farið, en erindi eiga inn í upplýsta þjóðmálaumræðu.
Þótt ég styðji ekki Párata þætti mér fengur að því fyrir íslensk stjórnmál að fá Jón Þórisson þar til starfa.
Þetta segi ég af því tilefni að fram hefur komið að Jón hefur ákveðið að bjóða fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar. Oft hefur verið minnst á störf hans á þessari síðu og er hér ein slóð til dæmis þar um: http://ogmundur.is/annad/nr/6104/ 

Fréttabréf