FYRSTA SJÁLFTÖKUMYNDIN!

Bylgjan - fyrsta selfie

Það er ekki seinna vænna að nútímavæðast. Í morgun bauðst mér að sitja fyrir á sjálftökumynd - hinni margrómuðu SELFIE - og er það í fyrsta skipti sem ég er myndatökumaður á slíkri mynd!

Þetta var að loknu útvarpsspjalli í Bítinu á Bylgjunni með þeim Þorbirni Þórðarson og Hugrúnu Halldórsdóttur þar sem umræðuefnið var markaðsvæðing innan heilbrigðisþjónustunnar með sérstakri tilvísan til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og sjá má eru þau Þorbjörn og Hugrún fullkomlega slök en ég - myndatökumaðurinn sjálfur - heldur flóttalegur á að líta.

Hvað umræðuefnið áhrærir þá er ég er mjög gagnrýnin á áform stjórnvalda þótt ég gefi Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, prik fyrir að banna arðtöku úr slíkum rekstri en það er meira en áður hefur verið gert.

Að öðru leyti er ekki annað að skilja en að hann sé staðráðinn í að innleiða markaðsvæðingu kerfisins og var það umræðuefni okkar í þættinum með hvaða hætti ég ætla að hann hyggist framfylgja þeirri stefnu.

Umræðuna má hlýða á hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP47113
Bylgjan - ÖJ í settinu

Fréttabréf