FANGELSIÐ Á HÓLMSHEIÐI OPNAÐ

Ólöf Nordal - Hólmsheiði 06 2016

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, opnaði í dag fangelsið á Hólmsheiði og markar það tímamót í sögu fangelsismála í landinu. Tilkoma þessa nýja fangelsis gerði kleift að loka Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík sem lengi hefur verið talið með öllu óviðunandi.

Í nýja fangelsinu verður unnt að aðgreina fanga, ekki aðeins konur og karla, heldur einnig þau sem hljóta fangelsisdóm innan átján ára aldurs. Eftirlitsaðilum Evrópuráðsins í mannréttindamálum þótti stríða gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna eða ekki væru til fangelsisúrræði fyrir yngsta fólkið. Við höfum hins vegar leyst þessi mál með því að vista yngsta fólkið sem hlotið hafa fangelsisdóm á meðferðarheimilum sem sennilega var betri lausn en fangelsislausnin þegar allt kemur til alls. En hvað sem því líður þá er kröfum formalista í þessum efnum svarað með tilkomu hins nýja fangelsis þótt ég telji líklegt að "meðferðarheimilislausnin" verði áfram úrræðið fyrir unga refsifanga.

Fyrsta skóflustungan að Hólmsheiðinni var tekin í byrjun apríl 2013 en þá hafði fangelsið verið hannað og útboð farið fram. Aðdragann þekki ég vel sem innanríkisráðherra á þessum tíma. Talverðar deilur höfðu lengi staðið um þetta fangelsi, bæði um staðarval og fjármögnun. En það er önnur saga - en talsverð saga þó!

Innanríkisráðherra mæltist vel í á ávarpi sínu við vígsluna svo og öðrum sem til máls tóku, fangelsismálastjóra, ráðuneyitsstjóra sem rakti nokkuð byggingarsöguna fyrir hönd framkvæmdanefndar og formanni félags fangavarða.
Sjá frásögn á ráðuneytisvef: https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/fangelsid-a-holmsheidi-tekid-formlega-i-notkun

Fréttabréf