Greinar Júní 2016

... Hann segir að kaþólska kirkjan eigi að biðja samkynhneigða
fyrirgefnigar á framkomu í þeirra garð. Líka marga aðra, konur í
nauðum og börn í þrælkun. Einnig á hún að iðrast fyrir að blessa
vopnin. Fréttaskýrendur telja að skírskotun til vopna hafi verið
til fylgispektar ýmissa kirkjunnar manna við stríðsrekstur almennt.
Ég held ekki. Prestar í Bandaríkjunum (sumir hverjir, ekki allir!)
blessuðu sprengjuflugskeyti á níunda áratugnum, með upplyftum
örmum í átt til himins og báðu fyrir því að skeytin mættu ná
markmiðum hönnuða sinna! Í alvöru, þá var þetta svona. Ég man þetta
vel frá fréttamannsferli mínum og notaði ég ...
Lesa meira

Niðurstaðan í forsetakosningum liggur fyrir. Hún er afgerandi og
við sameinumst nú um nýjan forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.
Vegni honum sem best, megi hann verða farsæll í starfi og hafa
áhrif til góðs. Þannig á foresti að vera, áhrifamikill af eigin
verðleikum, en ekki valdamikill samkvæmt stjórnarskrá eða
kosningaúrslitum. Í því samhengi var það engan veginn slæmt að mínu
mati að hann skyldi ekki fá hreinan meirihluta á bak við sig.
Forsetaembættið á ekki að vera eða verða valdaembætti. Sjá fyrri
...
Lesa meira

... Annars fer starf á vettvangi Evrópusambandsins að mestu
leyti fram í nefndum líkt og á Alþingi Íslendinga. Þar eru drög
lögð að skýrslum og álitsgerðum og stefnumótun rædd. Ég vinn nú að
rannsóknarskýsrlu um orsakir misskiptingar og stöðu
verkalýðshreyfingar. Spurt er hvort þverrandi áhrif
verkalýðshreyfingar kunni að einhverju leyti að skýra vaxandi
misskiptingu og þá einnig hvort eðli verkalýðsbaráttunnar kunni að
hafa breyst. Og ef svo er, hvað sé þá til ráða til að styrkja
réttindabaráttu launafólks. Áform mín höfðu verið að ljúka
verkefninu fyrir næsta vor áður en kjörtímabilinu lyki. Áform um að
stytta kjörtímabilið setja hins vegar strik í reikninginn og kalla
á kapphlaup við tímann ...
Lesa meira

... Svo eru það skýringar úr gagnstæðri átt, nefnilega
andstaða við sívaxandi miðstýringu innan Evrópusambandsins og
markaðshyggju sem aðildarríkjunum er þröngvað til að undirgangast.
Þá er nefnd þjónkun við fjármálakerfi og peningavald og andstaða
við stofnanaveldið almennt. Sjálfur hefði ég kosið
með útgöngu á síðari forsendunum. Ég tel að tími
sé kominn til að setja niður hælana gegn langvarandi og sífellt
ágengari markaðshyggju Evrópusambandsins. Ef
Evrópusambandið hefði borið gæfu til að þróast sem lausbeislaðra
tollabandalag, nær gömlu Efta hugmyndinni og síðan lagt rækt við
mannréttindaþáttinn á vettvangi Evrópuráðsins þá værum við á betra
róli. Auðvitað eiga Íslendingar erindi í náið samstarf Evrópuríkja
á ýmsum sviðum. Öðru máli gegnir um fyrirskipanir um hvernig við
skipuleggjum innviði okkar. Slíkar kvaðir eru hluti af EES
pakkanum. Því miður. ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
25/26.06.16.
... Og er þar komið að tilefni þessara hugleiðinga. Í vikunni
las ég um ákvörðun bandarísku flugumferðarstjórnarinnar að heimila
notkun vélflugna í viðskiptum. Stærðarmörk eru sett en almennt
dregið úr hömlum. Þó er gerð sú krafa að stjórnandinn geti fylgst
með flugu sinni öllum stundum og eru þar með settar skorður við
vélrænu póstsendingarkerfi sem Amazon og fleiri eru að þróa. Hvað
sem öllum hömlum líður er ljóst hvað bíður okkar. Verið er að
greiða leið vélflugunnar - ekki bara einnar eða fárra heldur gerinu
öllu - inn í tilveru okkar. Ekki er þetta sérstaklega skemmtileg
tilhugsun. En það er náttúrlega einn kostur í stöðunni ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 22.06.16.
Ég þykist vita að skipulagsferli Útvarpsreitsins í
Efstaleiti í Reykjavík sé á síðustu metrum. Enn er þó auglýst eftir
athugasemdum við skipulagið. Mín athugasemd birtist hér. Hún felur
jafnframt í sér andmæli gegn vaxandi verktakaræði. Ef mig ekki
misminnir þá var upphaflega gert ráð fyrir þremur stórum RÚV
byggingum á reitnum, þ.e. fyrir Útvarpið og Sjónvarpið og síðan
upptökusali. Aldrei voru þó byggðar fleiri byggingar en ein á
reitnum, sem ég hygg að hafi teygt sig frá Bústaðavegi að
Listabraut. Hugsunin var sú að byggja þyrfti yfir margvíslega
þjónustu og menningarstarfsemi sem þessi fjölmiðill þjóðarainnar
sinnti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sagði ...
Lesa meira

Í nýjustu útgáfu Verndarblaðsis, sem
félagasamtökin Vernd gefa út, birtist
grein eftir mig sem ber sömu fyrirsögn og þessi pistill. Ég færi
rök fyrir því að refsidómar yfir fólki eigi að byggjast á
uppbyggilegum forsendum og eigi ekki undir neinum kringumstæðum að
mótast af hefnigirni af neinu tagi. Siðað réttarríki byggi meðal
annars á því að sækjast eftir réttlæti en ekki hefnd, svo vitnað sé
í titil frægrar bókar. Í greininni vík ég að breytingum sem gerðar
voru á lögum um fullnustu dóma í tíð minni sem innanríkisráðherra á
síðasta kjötrtímabili og má þar nefna rafrænt efirlit og aukna
áherslu á samfélagsþjónustu. Greinin er hér að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 15.06.16.
Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin vilji gera kýr að
flugvélafarþegum. Hún vill senda heilar hjarðir í heimsreisur. Og
ekki bara nautgripi heldur líka kjúklinga og svín. Að vísu ekki
lifandi, heldur dauð. Steindauð, tilbúin á
steikarfatið.Heimsreisur? Mér er sagt að ódýrustu kjúklingar á
markaði í Evrópu séu komnir alla leið frá Austur-Asíu, Kína og
Taílandi. Þetta er inntakið í ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
11/12.06.16.
Í aðdraganda hrunsins var ofsaþensla í flestum geirum
atvinnulífsins. Byggingakranar gnæfðu alls staðar við himin. Og
flutningaskip voru yfirfull af stórvirkum vinnuvélum á leið til
landsins. Líkt og nú, var auglýst um allar álfur eftir starfsfólki
að taka þátt í dansinum. Svo kom hrunið. Nýbyggðu húsin stóðu
auð og ónotuð, heilu hverfin. Talsmenn aðgerðalausra vinnuvéla voru
að vonum miður sín og kröfðust verkefna. Vildu virkja, fá
margbreiða vegi, ef skattgreiðandinn borgaði ekki beint, mætti
rukka hann í veghliðum. Þarfir skurðgröfunnar og hagsmunir skyldu
með öðrum orðum hafðir í fyrirrúmi. Móður jörð ...
Lesa meira

Á laugardag fyrir réttri viku, sótti ég í Brussel ráðstefnu
evrópskra þingmanna sem beina sjónum að pólitískum föngum í Ísrael,
einkum unglingum. Samtökin heita European Alliance in
Defence of Palestinian Detainees. Í forsætisnefnd
samtakanna situr Annette Groth sem kom til Íslands
síðastlið sumar að fjalla um stöðu mannréttindamála í Ísrael og
Palestínu. Fróðlegt var að hlýða á Feliciu Langer,
ísraelskan gyðing, sem í áratugi hefur staðið í fararbroddi
mannréttindabaráttu og hlotið ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum