Greinar Maí 2016
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28/29.05.16.
Kál er ekki sama og kál. Til er kál til manneldis og það er
misjafnt að gæðum. Síðan er til kál til fóðureldis fyrir svín.
Einnig það er misjafnt að gæðum. Og þarna er náttúrlega skörun á
milli. En eflaust má koma öllu þessu káli fyrir í búðarhillum. Og
þar gefst neytendum kostur á að velja á grundvelli verðlags og
gæða. Efnalitlir munu neyðast til að sætta sig við lökust gæði
vegna verðlagsins en efnameira fólkið skiptir verðlagið minna máli.
Eins er það með aðra matvöru. Kjöt er ekki sama og kjöt. Til er
...
Lesa meira

Ég hef stundum hugsað til þess hve magnaður vinnustaður
Ríkisútvarpið var lengst af, á öldinni sem leið. Örugglega ekki
alltaf auðveldasti vinnustaður í heimi með öllum þeim stórveldum
sem þar var að finna. Á Ríkisútvarpinu hafði nefnilega verið safnað
saman eða kannski höfðu þar bara safnast saman um segulinn sem
þessi menningarstofnun var, margir sterkir persónuleikar, gáfað
fólk og hæfileikaríkt, skaphitafólk með metnað og miklar skoðanir -
og miklar kröfur. Óhætt er að segja að á Ríkisútvarpinu hafi
starfað kröfuhart fólk sem vildi aðeins það besta. Allt þetta var
einkennandi fyrir Margréti Indriðadóttur ...
Lesa meira

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar pistla á
heimasíðu um menn og málefni. Mér virðist hann þar leggja
meira upp úr stílbrögðum en sannleiksgildi orða sinna. Það er hans
val. En þegar Jónas fer rangt með er það jafnframt val annarra
að leiðrétta rangfræslur hans. Ég hef fram til þessa tekið þann
kost að gera það ekki þótt stundum hafi verið tilefni til,
einfaldlega vegna þess að stílistum á að leyfast ákveðið
skáldaleyfi. Mér finnst það í góðu lagi. En jafnvel skáldskap eru
takmörk sett ...
Lesa meira

Í gær var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tengist losun
gjaldeyrishafta. Umræður urðu nokkrar og sumt fróðlegt sem þar kom
fram - bæði um málið og ekki síður um málflytjendur. Margir vildu
vita hverjir væru hinir raunverulegu aflandskrónu-eigendur sem nú
skal forgangsraðað umfram innlenda handhafa fjármagns sem vilja út
úr kerfinu. Þetta er réttmæt ósk. Þess vegna hljóma undarlega
áhyggjur Pírata um "persónuverndarsjónarmið" í þessu samhengi og er
illskiljanleg mótsögnin, sem alla vega mér virðist vera, í kröfu
þeirra um allt upp á borðið suður í Panama en lok og læs á Íslandi.
Björt framtíð sagði losun hafta eitt mikilvægasta verkafni
"stjórnmála í samtímanum". Nóg um það. Samfylkingin sagði ...
Lesa meira
...
Lýsandi þykja mér þau orð dóttursonar í minningaroðrum hans um
ömmu sína, að þótt hún hefði "ávallt sterkar skoðanir á
málefnum líðandi stundar og þótti gaman að ræða þjóðfélagsmálin"
... þá var þó " alltaf ró og yfirvegun sem lá í loftinu þegar
maður kom á heimili hennar." Það er þessi andlega
kjölfesta sem allir sakna og hugsa til, að tengdamóður
minni genginni. Saman fóru yfirvegun og ró annars vegar
og miklar skoðanir hins vegar. Sennilega hefur það verið svo að
allir hafi fundið fyrir lífinu innra með sjálfum sér í
návistinni við hana! Það er ekki öllum gefið að framkalla
slíkt í umhverfi sínu ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
14/15.05.16.
Samtök Iðnaðarins segjast gjarnan vilja hlaupa undir bagga með
ríkissjóði og kosta framkvæmdir við hafnir, flugvelli og vegi. Alls
staðar þurfi að taka til hendinni og vilji samtökin leggja sitt af
mörkum. En bíðum við, er ekki eitthvað ósagt í þessu
tilboði? Varla ætla Samtök iðnaðarins að gefa okkur
vegina, flugvellina og hafnirnar. Nei, svo er að sjálfsögðu ekki.
Hugmyndin er sú, að fyrirtæki sem aðild eiga að SÍ, taki lán og
leggi síðan út fyrir framkvæmdunum. Þá komi að okkur,
notendunum að taka upp veskið, borga framkvæmdina, vaxtakostnaðinn
og síðan arðsemisþóknun til ...
Lesa meira

Samtök iðnaðarins minna eina ferðina enn á stærð sína eða smæð -
eftir atvikum. Í grein í helgarútgáfu Morgunblaðsins kveðst
framkvæmdastjóri SÍ vilja fá samgöngukerfi landsmanna afhent í
hendur félagsmönnum sínum til að hagnast á.
Í stað þess að styrkja við frumlega hugsun og nýjungar í
framleiðslu og þjónustu, staðnæmast samtökin við það sem þegar er
búið að skapa eða þar sem kúnninn er færður þeim nánast í fjötrum.
Þannig vilja Samtök iðnaðarins ...
Lesa meira

Það er misskilningur hjá Fréttatímanum að ég hafi sérstöðu um
það í stjórnarandstöðunni að telja heppilegra að kjósa næsta vor en
að kjósa með hraðupphlaupi í haust. Ég studdi eindregið tillögu
stjórnarandstöðunnar að efna til vorkosninga núna og talaði og
skrifaði í þá veru innan þings sem utan. Vorkosning var hugsuð sem
viðbrögð við aðstæðum sem kölluðu á viðbrögð ... Svo fór að
tillagan um vorkosningar var felld sem kunnugt er. Eftir
standa þá tveir kostir haust- eða vorkosningar. Hvað ræður þar
úrslitum í mínum huga? Stjórnarandstaðan hlýtur að ...
Lesa meira

Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram í næstu þingkosningum.
Komið er að því að breyta um umhverfi. Uppáhaldsdagurinn minn, 1.
maí, baráttudagur verkalýðsins, þykir mér góður fyrir þessa
ákvörðun. Á þessum degi líta menn yfir farinn veg en fyrst og
fremst er horft fram á veginn. Það geri ég fullur tilhlökkunar um
leið og ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig til verka á
þingferli mínum. Annars er ég ekki alveg hættur á þingi. Ég stend
að sjálfsögðu mína vakt til loka kjörtímabilsins, hvenær sem nú
ákveðið verður að láta því ljúka. Þá taka við ný verkefni. Ég
ráðgeri ekki að ....
Lesa meira

... Þörf er á baráttumarkmiðum verkalýðshreyfingarinnar nú sem
fyrr. En verkalýðshreyfingunni er um margt meiri vandi á höndum en
áður þegar allar átakalínur voru skýrari. Sem stjórnendur
lífeyrissjóða og þátttakendur atvinnurekendamegin í atvinnulífinu í
gegnum þá sjóði, þarf hreyfingin að vera á tánum. Hún þarf líka að
gæta sín á stofnanaveldinu, að ánetjast því ekki, fara ekki að
finnast allra meina bót að fá stuðning við stofnanir hreyfingarinna
en gleyma þeim sem raunverulega bera þessa hreyfingu uppi og hún á
að þjóna, hinum almenna launamanni. Verkalýðshreyfingin þarf að
vera róttæk og herská í þágu almenns launafólks, í þágu jafnaðar og
í þágu lýðræðis. Þessi dagur er til að minna á þá staðreynd.
...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum