Greinar Mars 2016

Til eru þeir í heimi fjölmiðlunar sem reyna að skilja hvað liggi
að baki hryðjuverkunum í Evrópu að undanförnu. Dæmi um slíkt eru
nýlegar fréttir á RÚV annars vegar og umfjöllun
Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra
Morgunblaðsins í laugardagsútgáfu síns gamala blaðs hins vegar
... Því meira ofbeldi sem samfélag er beitt þeim mun meiri
hljómgrunn fá hinir hefnigjörnu ... Ég get vel ímyndað mér
að hefði ég verið teymdur nakinn á fjórum fótum um fangelsið í Abu
Graib af Vesturlanda-sadistum, hýddur og pyntaður, þá efast ég um
að sálarró mín væri sú sem hún þó er ....
Lesa meira
... Í Puerto Rico mun ég flytja erindi og taka
þátt í umræðu, m.a. um alþjóðaviðskiptasamninga, ágengni
vogunarsjóða gagnvart auðlindum og sókn þeirra í að eignast þá
samfélagsinnviði sem gefa eitthvað af sér. Puerto Rico minnir um
margt á Ísland í aðdraganda hrunsins. Meira um það síðar. Þessar
línur eru hins vegar fyrst og fremst skrifaðar til að þakka henni
Heiðu, Ragnheiði Eiríksdóttur, fyrir skemmtilegan þátt að kvöldi
skírdags. Í þættinum, Skírdagskvöld með
Heiðu lék hún lög sem hittu beint í hjartastað gamals
blús/beat aðdáanda sjöunda og áttunda áratugar aldarinnar sem leið
...
Lesa meira

Ég minnist þess þegar þeir komu hingað til leiðtogafundarins,
Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbachev, Sovétleiðtogi, haustið 1986.
Ég var fréttamaður Sjónvarps og sagði fréttir af fundinum.
Fylgdi þessum höfuðkempum hvert fótmál frá því þeir lentu á
Keflavíkurflugvelli. Það kom mér á óvart að sovésku
öryggisverðirnir voru slakari en bandarískir starfsbræður þeirra.
Þeir síðarnefndu voru á taugum eins og sagt er. Gekk á með stöðugri
leit, heilu húsin og bílar rifin í sundur ef þar skyldi vera að
finna árásarvopn. Allir grunaðir um græsku. Eftirfarandi tilgáta
var sett fram
Lesa meira
... Í baráttu gegn þessum ósvífnu lögbrotum hafa
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum staðið í fararbroddi. Þau
hafa gert það með kærum og ábendingum til ákæruvaldsins, til
lögreglu, til stjórnmálamanna; reynt hefur verið að höfða til
ábyrgðarkenndar ... Ekki reyndist vilji á Alþingi til að veita
málinu brautargengi en talsverður vilji hins vegar til að þvælast
fyrir ... En þrautseigja Árna Guðmundssonar, hins
gamalreynda félagsmálamanns úr æskulýðsstarfi og verkalýðsbaráttu,
og félaga hans í Foreldrasamtökunum gegn
áfengisauglýsingum lætur ekki að sér hæða.
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
19/20.03.16.
... Vel má vera að hjá einhverjum ráðist upphæðin af því hve
stimamjúkt þjónustufólkið er, hve mjög það krjúpi greiðanda sínum
en yfirleitt er þetta nú ekki rishærra en svo, að menn láta sig
hafa það að borga það gjald sem þeir telja að reiknað sé með.
Einhverjir sem hafa mikil efni kunna að vilja borga ríflega til að
fá enn meiri þjónustu og enn meira beygt og bukkað. Ekki mikil
reisn þar, hvað þá jafnræði með þeim sem þjónar og hinum sem þjónað
er ...
Lesa meira
Fyrir nokkru fengum við í þingflokki VG athyglisverða heimsókn
tveggja kvenna. Reyndar held ég að allir þingflokkar hafi fengið
þessar ágætu konur í heimsókn. Þær voru að kynna okkur félagið
HUGARFAR en það er félag fólks sem orðið hefur fyrir heilaskaða,
aðstandenda og áhugafólks um málefnið. Talskonur félagsins sögðu að
fólk sem yrði fyrir slíkum áföllum bæri skaðann ekki utan á sér og
önnur þeirra greindi okkur frá bílslysi sem hún varð fyrir með þeim
afleiðingum að hluti heilans varð óvirkur, sjónin hefði skerst,
lyktarskynið horfið, minnið ekki sem áður og stöðug og viðvarandi
þreyta ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðið 15.03.16.
...Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún
trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú,
ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkilesarhæll síðustu
ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa
verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin
á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir.
Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur
gefist.
Það þarf að skilja það að ...
Lesa meira
Birtist í DV 15.03.16.
... Útgöngubann er mjög harkaleg kúgunaraðgerð. Strangt
útgöngubann þýðir að fólki er með öllu bannað að fara út af heimili
sínu til að afla matar, lyfja og annarra nauðsynja. Slíkt
útgöngubann hefur til dæmis verið í höfuðstað Kúrdabyggðanna í
Tyrklandi, Diyarbakir, að meira eða minna leyti í þrjá mánuði.
Þessu hefur fylgt takmörkun á rafmagni og einnig vatni. Hvað gerir
fólk við slíkar aðstæður? Einhverjir reyna að sæta færis og fara á
milli húsa án þess að eftir verði tekið. Þá eiga þeir það hins
vegar á hættu að verða fyrir skothríð hersins. Frá því ofbeldið
gegn Kúrdum hófst nú í haust hafa tvö hundruð og níutíu
einstaklingar verið drepnir með þessum hætti- skotnir á færi! Ekki
nóg með það ...
Lesa meira

Unnendur klassískrar gítartónlistar eiga góða daga framundan því
í hönd fer Midnight Sun Guitar Festival, sem er
alþjóðleg gítarhátíð sem mun fara fram í fjórða sinn á Íslandi
vikuna 17 - 20 mars 2016.
Í fréttatilkynningu segir að listrænir stjórnendur hátíðarinnar
séu Ögmundur Þór
Jóhannesson og Svanur
Vilbergsson. Hátíðin samanstendur af tónleikum,
masterklössum og námskeiðum ...
Lesa meira

Rétt öld er nú liðin frá stofnun Alþýðusambands Íslands. Hinn
12. mars árið 1916 var sambandið stofnað samhliða Alþýðuiflokknum
en ASÍ og Alþýðuflokkurinn voru eitt fram til ársins 1940 þegar
klippt var á þetta samband.
Síðar um haustið á stofnári ASÍ, var Framsóknarflokkurinn stofnaður
en hann áti eftir að hafa náin tengsl við samvinnuhreyfinguna. Bæði
verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin voru í burðarleiðnum
undir og uppúr aldamótunum 1900. Þegar AlÞýðusambandið var stofnað
voru félagsmenn fimmtán hundruð talsins í allnokkrum félögum sem
þegar voru starfandi og samvinnuhreyfingin sem átti rætur norður í
Þingeyjarsýslu hafði þá einnig verið að þróast í allnokkur
ár. Jónas Jónsson frá Hriflu síðar ...
Lesa meira
Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars!
Jóel A.
Lesa meira
Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega?
Sunna Sara
Lesa meira
Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar.
Jóel A.
Lesa meira
Spillingin klæðist hér sparifötum
spásserar um alþingi og á götum
á peninga orga
ríkið má borga
og auðvalds Elítu ávallt mötum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum