Greinar Febrúar 2016
Birtist í DV 26.02.16.
... Annars hef ég grunsemdir um að hótanir um lokun beinist að
fleirum en skipulagðri verkalýðshreyfingu. Afkoma álversins ræðst
af markaðsverði á áli, rekstrakostnaði og síðast en ekki síst af
raforkuverði. Gæti verið að þegar allt kemur til alls þá sé það
ekki bara verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda sem Rio
Tinto vilji koma á hnén? Getur verið að á endanum sé það einn aðili
til viðbótar sem ætlast sé til að knékrjúpi? Þar er ég að
sjálfsögðu að tala um seljanda orkunnar, íslenska ríkið. Það má
aldrei ...
Lesa meira

Fréttablaðið og Eyjan í kjölfarið, greina okkur frá áhuga
formanns Félags íslenskra heimilislækna á því að fara út í bisniss.
Hann vill jafnframt að heilsugæslustöðvar verði einkavæddar og geti
greitt út arð eins og "önnur heilbrigðisfyrirtæki." Haft
er eftir formanninum, Þórarni Ingólfssyni að "ungir,
velmenntaðir læknar hefðu áhuga á að standa í eigin rekstri."
Gott og vel. Það bannar þeim enginn að gera það! Ef þeir hins vegar
ætlast til þess að ...
Lesa meira

Þessa dagana er ég staddur í Moldovíu á vegum Evrópuráðsins. Á
þingi ráðsins í janúar var ég ásamt Valentínu Leskaj, þingmanni frá
Albaníu, settur til þess að gefa þinginu skýrlsu um stöðu
mannréttindamála í Moldóvíu. Í heimsókn okkar
höfum við átt viðræður við dómsmálaráðherra Moldóvíu,
ríkissaksóknara, fangelsisyfirvöld, fulltrúa allra stjórnmálaflokka
og almannasamtaka og heimsótt fanga sem Evrópuráðið telur að sæti
ekki eðlilegri málsmeðferð í réttarkerfi Moldóvíu.
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.02.16.
... Þá er komið að minni spurningu. Útilokar önnur staðsetningin
hina? Ef við nú leyfum okkur þann munað að hugsa langt fram í
tímann, svona fimmtíu til hundrað ár, sem reyndar er ekkert
óskaplega langt, ef út í það er farið, má þá ekki vel framkvæma
hvoru tveggja: Byggja upp aðstöðu við Hringbraut sem þjóni okkur
næstu áratugi en halda jafnframt Keldnalandinu óspjölluðu fyrir
framtíðaráform um heilbrigðismiðstöð allra landsmanna?Til
umhugsunar er að hin glæsilega gamla höfuðbygging Landspítalans
...
Lesa meira
... Látum hugmyndir um samfélagslaun verða okkur tilefni til að
taka þessa grundvallarumræðu. En yfirborðsleg má hún ekki verða.
Þannig gætu orðið til varasöm kosningamál. Píratar segjast vilja að
menn setjist yfir hugmyndina um samfélagslaun. Gerum það fyrir alla
muni. En Píratar verða þá líka að horfast í augu við að
tillaga þeirra er engin alvöru tillaga fyrr en hún byggir á
alvöru útfærslu. Annars er hún bara: Við leggjum til að allir
hafi það miklu betra ...
Lesa meira

... Guðlaugur Þór lagði ríka áherslu á það í málflutningi
sínum að vaxtakostnaður væri þriðji hæsti útgjaldaliður ríkissjóðs
og væri afar nauðsynlegt að ná honum niður. Mikið rétt. Því er ég
sammála. En inni í hvaða röksemdafærslu skyldi þessa athugasemd
hans hafa verið að finna? Jú, þetta var réttlætingin á því að selja
bankana og verja andvirðinu til að ná niður skuldum. Með öðrum
orðum, skammtímahugsun á kostnað langtíma skynsemi. Það er alla
vega mín skoðun. Til framtíðar skiptir máli að ...
Lesa meira
Birtist í DV 16.02.16.
... Í erindi sínu
staðnæmdist Ellen Brown við þekktasta samfélagsbanka Bandaríkjanna,
ríkisbankann í Norður-Dakota. ... þessi banki slapp óskaddaður
úr bankakreppunni 2008 enda bannað að taka þátt í hvers kyns
braski. ... Sparikassarnir þýsku eru ein meginstoðin í þýska
fjármálakerfinu .... Í þessu kerfi tíðkast engir bónusar, sem
eru, þegar öllu er á botninn hvolft, fyrst og fremst siðlausir
fjárhagshvatar til að ganga hart að viðskiptavinum
... Allt þetta minnir okkur á hverju Íslendingar
fórnuðu í aðdraganda hrunsins. Í fyrsta lagi voru sparisjóðirnir
eyðilagaðir. Þeir höfðu marga eiginleika samfélagsbanka þar til
Alþingi lét undan gróðafíklum þar innandyra sem
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
06/07.02.12.
... Gæti komið til greina að í Leifsstöð væri tekin ákvörðun um
að hægja á stækkun og fjölgun afgreiðslusvæða? "Því miður, allt
uppbókað! Það er opið á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði, en hér
er fullt." Í stað þess að loka Þingvöllum og selja aðgang
að Gullfossi, þá væri hemlað í Reykjanesbæ. Ef til vill
þykir mörgum goðgá að hugsa á þennan veg. Ferðafyrirtækjunum
verði skilyrðislaust að þjóna. En eiga duttlungar þeirra og
gróðamöguleikar að ráða för, jafnvel á kostnað ...
Lesa meira

Sem betur fer virðist fólk vera að vakna til vitundar um hve
mikilvægt er að fylgjast með TiSA viðræðunum og aðkomu Íslands að
þeim. Ég hef ítrekað tekið TiSA upp á Alþingi frá því að
viðræðurnar hófust formlega sumarið 2013. Þá hef ég á þingi fjallað
um forvera þessara alþjóðlegu viðskiptasamninga, sem Gunnar
Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, telur vera hefðbundna
samninga sem óþarfi sé að æsa sig yfir! Þetta kom m.a. fram í
utandagskrárumræðu um málið á Alþingi á fimmtudag ...
Lesa meira

Að vísu eru það svolítið seint nú að spyrja hvort
Nóbelsverðlaunahafinn í frjálshyggjuhagfræði og ráðgjafi
Pinochets einræðisherra í Chile, Milton
Friedman, væri velkominn í Pírataflokkinn
íslenska væri hann íslenskur þegn. Friedman andaðist nefnilega
fyrir tíu árum. Það veit líka Elín Hirst,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem beindi þessari spurningu
til Helga Hrafns Gunnarssonar, kapteins Pírata.
Markmiðið var augljóslega að varpa ljósi á pólitíska afstöðu
Pírataflokksins. Og það tókst. Milton Friedman væri velkominn til
Pírata, sagði Helgi Hrafn, ef hann ...
Lesa meira
Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars!
Jóel A.
Lesa meira
Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega?
Sunna Sara
Lesa meira
Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar.
Jóel A.
Lesa meira
Spillingin klæðist hér sparifötum
spásserar um alþingi og á götum
á peninga orga
ríkið má borga
og auðvalds Elítu ávallt mötum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum