Greinar Janúar 2016
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.01.16.
Ef í ljós kæmi í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fram kæmu sannfærandi
vísbendingar í skoðanakönnunum, að tiltekið lagafrumvarp stríddi
gegn meirihlutavilja þjóðarinnar, öll almannasamtök sem tjáðu sig
um frumvarpið væru því andvíg, fagaðilar og sérfræðingar vöruðu við
því, það kæmi óvéfengjanlega til með að bitna á ríkissjóði og þar
með skattgreiðendum, það myndi koma illa við neytendur í verðlagi
og vöruúrvali - hvað mynduð þið kalla það ágætir
lesendur ef um helmingur þingmanna tæki sig til við slíkar
aðstæður og ákvæði að virða lýðræðislegan vilja að
vettugi, hunsa þá sem hefðu mesta þekkingu á málinu, blása á allar
rannsóknarskýrslur og lögfesta frumvarpið? Ég gleymdi einu
...
Lesa meira

Bjarni Benediktsson,
fjármálaráherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti í
Kastljós Sjónvarps í kvöld ... Rætt var um auðgunarmálið sem kennt
er við Borgun og tengist
Landsbankanum ... Bjarni sagði að málið hefði
fengið vonda umræðu og væri því slæmt mál - klúður.
Einhverjir kynnu að vilja snúa röksemdinni
við og segja að málið væri vítavert og hneyksli enda hafi
umræðan verið í samræmi við það ... Rætt var um framtíð
Landsbankans ... Nær allir markaðsfræðingar - sem ekki eiga
persónulegra hagsmuna að gæta - telja að sala banka nú væri óráðleg
fyrir utan það glapræði að afsala okkur eign sem gefur milljarða í
ríkissjóð. Þjóðin verður að leita ráða til að sporna gegn
því að Landsbankinn verði frá henni tekinn. Eðlilegt væri að
...
Lesa meira

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður
efnahags- og viðskipanefndar Alþingis, hafði í dag í heitingum við
formann þessarar sömu nefndar, framsóknarmanninn Frosta
Sigurjónsson. Brynjar finnur Frosta það til foráttu að hann hafi
gagnrýnt Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann
Sjálfstæðisflokksins, fyrir að skuldbinda íslenska skattgreiðendur
um 2,3 milljarða í stofnfé til svokallaðs innviðabanka Asíu.
Röksemdirnar eru í rýrara lagi en gamalkunnar: Allir eru að gera
það! ... Bjarni hefur svarað því til að óeðlilegt sé að ríkið sé að
vasast í bankastarfsemi. Nema náttúrlega austur í Asíu!
Tvískinnungur? Miklu verra en það! Hér er ríkisstjórnin að ...
Lesa meira

Forstjóri verslunarkeðjunnar Haga, Finnur
Árnason
, segir fyrirtæki sitt styðja frumvarp sem liggur fyrir Alþingi
um bann við aðkomu ríkisins að sölu áfengis. Hugmynd flutningsmanna
þessa frumvarps er sem kunnugt er að loka ÁTVR og færa
áfengissölunna inn í matvöruverslanir á borð við verslanir Haga ...
Andinn í þessari yfirlýsingu kemur eflaust fáum á óvart
enda kappsmál helstu verslunarkeðjanna að komast yfir
áfengissöluna. Það kann hins vegar að vekja undrun hve ævintýralega
ósvífin yfirlýsingin er. Þrjár grundvallar rangfærslur eru í
þessari einu setningu sem vísað er til ...
Lesa meira

... Þar til þessu fyrirkomulagi hefur verið komið á hér á landi
er málskotsréttur forseta mjög mikilvægur. En vel að merkja
forsetinn er hér aðeins milliliður. Hann tekur vissulega ákvarðanir
um hvaða mál þjóðin fær til úrskurðar. Endanleg niðurstaða liggur
hins vegar hjá þjóðinni sjálfri. Forseti Íslands getur haft mikil
áhrif beiti hann sér af viti og hyggindum en að mínu mati á hann að
hafa mjög takmarkað vald á hendi enda kjörinn sem einstaklingur en
varla á grundvelli afstöðu til þeirra pólitísku málefna sem brenna
á samtímanum hverju sinni. Þess vegna er ekki nauðsynlegt
að forseti hafi meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.
Deila má um það hvort það einu sinni er æskilegt. Forseti sem kynni
að skírskota til þess ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
09/10.01.15.
Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum væru sænskir
frjálshyggjumenn allra manna fúsastir að taka á móti flóttamönnum
og innflytjendum. Svíþjóð ætti að vera öllum opin. Mér þótti þetta
aðdáunarverð afstaða en lagði við hlustir þegar spurt var hvað yrði
um gjaldfrjálst velferðarkerfi; risi það undir hundruðum þúsunda
snauðra aðkomumanna hvað sem síðar yrði þegar þeir væru komnir til
starfa og orðnir bjargálna. Þá væri að sönnu enginn munur á þeim og
hinum sem fyrir voru. En í millitíðinni? "Hver segir að kerfið eigi
að vera gjaldfrjálst", var þá spurt á móti. "Við ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 08.01.16.
... Hin fyrri verðlaun læt ég að sinni liggja á milli hluta að
öðru leyti en því að áhöld þykja mér vera um það hvort ekki hefði
verið nær að sæma hrægammana verðlaunum fyrir hagstæðustu viðskipti
ársins fremur en ríkisstjórnina. Það er hins vegar
skammarútnefningin sem ég staðnæmist við ... þykir mér
sýnt að lífeyrissjóðirnir þurfa að taka upp gagnrýna umræðu um
hvernig farið er með það vald sem eitt hundrað milljarða
fjarfestingargeta á ári veitir. Almennt tel ég að ...
Lesa meira

Sveinn Rúnar Hauksson
, læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína,
hefur verið gerður að heiðursborgara í Palestínu. Þetta þykja mér
góðar fréttir og viðurkenningin afar verðskulduð. Sveinn Rúnar
segir þetta vera viðurkenningu fyrir framlag Félagsins
Ísland-Palestína og íslenska ríkisins til sjálfstæðisbaráttu
Palestínumanna. Undir þetta tek ég ... En að öllum ólöstuðum
stendur Sveinn Rúnar Haukssn þarna í fararbroddi ... Það var vel
til fundið hjá Fréttablaðinu að skrifa leiðara af
þessu tilefni og leyfi ég mér að gefa hér slóð á afar góðan
leiðara Óla Kristjáns Ármannssonar...
Lesa meira

Fátt er eins fallegt og Ísland í góðu skapi. Og þrátt fyrir rysjótt
veður víða um landið í aðdraganda áramótanna, hafa áramótin sjálf
verið falleg víðast hvar á landinu, snjór yfir öllu kalt og stillt.
Ísland upp á sitt besta! Nákvæmlega svona er æskuminning
mín af nýársdegi og upphafi nýs árs. Snjór, kuldi og stilla.
Á seinni árum hafa blandast inn í þessa björtu mynd vonir um
gott komandi ár. Vinum og öllum þeim sem ég hef átt samstarf
og samskipti við á árinu sem nú er liðið sendi ég þakkarkveðjur og
öllum lesendum síðunnar sendi ég óskir um gott og farsælt komandi
ár!
Lesa meira

... Ég get upplýst að á fyrri stigum mun hafa verið velvilji
gagnvart þessari ráðagerð frá aðilum sem tengdust NATÓ en eftir því
sem á leið varð ég var við efasemdir úr þeirri átt ...
Þrýstingur innan úr NATÓ kann að hafa að einhverju leyti skýrt
áfergjuna í að fá þessa "fjárfesta" hingað til lands en mestu hygg
ég að hafi valdið von um auðfenginn gróða ... ECA er
ágæt áminning um annað: Mikilvægi þess að hafa hér vakandi
fjölmiðla ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum