Greinar 2016

... Ég sagði í ávarpi mínu að ég minntist umræðunnar á síðasta
aðalafundi Dómarafélagsins. Þar hefði verið varað við sviptivindum
í samtímanum þegar réttarkerfið væri annars vegar; að dómstólar
mættu ekki láta almenningsálitið ná inn í réttarsalinn. Nú,
á nýjan leik færi fram á síðum dagblaða umræða um hina "illu"
dómara, stjórnmálamenn og jafnvel embættismenn sem létu stjórnast
af illviljuðu almenningsáliti. Mig langaði hins vegar nú að taka
upp hanskann fyrir "almenningsálitið" eða "tíðarandann",
og spyrja hvering við fórum við að því að komast frá Drekkingarhyl
og inn í mannréttindaákvæði stjórnarskrár og laga sem kveða á um
frelsi einstaklingsins til orða og athafna? Ætli það sé ekki
...
Lesa meira

... Þar staldra ég að sjálfsögðu við
einstaklingana tvo, sem fengu eins konar allsherjar viðurkenningu
fyrir framlag sitt til íþrótta á löngum og farsælum ferli sínum.
Það voru sundkappinn Guðmundur Gíslason og
handboltamaðurinn Geir Hallsteinsson, nöfn sem
stöðugt voru í fréttum áratugum saman ... Það var dæmigert fyrir
báða þessa menn af hve mikilli hófsemd og lítillæti þeir höfðu orð
á eigin framlagi við athöfnina í gær enda minnist ég þeirra beggja
einmitt alveg sérstaklega fyrir slíka framkomu, jafnvel þegar þeir
höfðu unnið sín mestu afrek ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu
28.12.16.
Ef einhver skyldi halda að lægst launuðu stéttirnar séu
óhamingjusamastar yfir launakjörum sínum og kvarti sárast þá er það
mikill misskilningur. Sennilega eru vansælastir forstjórarnir og
forstöðumennirnir sem síðustu árin hafa heyrt undir Kjararáð. Hvers
vegna skyldu þeir hafa verið vistaðir þar? Það var til þess að
tryggja að naflastrengur væri á milli þeirra og annars launafólks
sem starfaði á vegum hins opinbera. Reynslan kenndi að nauðsynlegt
væri að hafa hemil á þeim. Ég fullyrði að ein meginástæða þess að
þessir aðilar voru margir hverjir á sínum tíma þess mjög fýsandi að
stofnanir þeirra yrðu gerðar að hlutafélögum, hafi verið sú að
...
Lesa meira

...Nú vill annar auðkýfingur, að þessu sinni Indverji, eignast
vatnslindir í Borgarfirði eystra ... eignarlandi fylgja
auðlindir í jörðu þar með talið vatnið sem við hefðum að
sjálfsögðu átt að vera búin að þjóðnýta, hvern einasta dropa í
samræmi við anda íslenskrar hefðar frá örófi alda. Það er
ekki fyrr en líður á 20. öldina að einkaeignarrétturinn fer að færa
sig upp á skaftið. En nóg um það að sinni og spyrjum
hvað beri nú að gera og það þegar í stað! ... Nú vill
annar auðkýfingur, að þessu sinni Indverji, eignast vatnslindir í
Borgarfirði eystra ...
Lesa meira
Um
miðjan desember sótti ég ráðstefnu á vegum Institute for Cultural
Diplomcy, ICD, í Berlín ... Ég flutti erindi á ráðstefnunni
..., Democracy in an Age of Uncertainty,
Lýðræði á Öld Óvissunnar ... Þar kom Bogesen við sögu...
The Icelandic Nobel Prize winner in literature, Halldór
Laxnes in his books dealt with the realities of life. One such book
is called Salka Valka and tells the story of a poor working class
girl and her relationship with the big wealthy merchant, Mr.
Bogesen who ... had the life of the entire community in his hands.
But he was there and he was visible. And the fate of the
people was visible to him. Not any more
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
24/25.12.16.
...
Sú gleði varð mér nefnilega umhugsunarefni, svo áleitin varð
hún á aðventunni. Hámarki náði Þórðargleðin þegar brúneggjamálið
svonefnda gaus upp. Eðlilega urðu þeir neytendur foxillir, sem
keypt höfðu hin brúnu egg með auka álagi á verðlagið, í þeirri trú
að framleiðslan væri vistvænni en almennt gerðist og umhyggjan
fyrir dýrunum sér á parti; hæna og maður væru undursamlega
hamingjusöm í brúneggjaframleiðslunni, færandi okkur í
búðarhillurnar vistvæna afurðina, sérmerkta sem slíka. Að því marki
sem þetta var gabb, þá var reiðin réttmæt. Á hinum endanum var svo
Þórðargleðin. Hún veitti mörgum mikla fró þessa dimmu
skammdegisdaga. Auk þess að geta glaðst yfir ...
Lesa meira

... Veruleikinn er sá að nú hefur sá draumur ræst að færa
lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna niður samkvæmt gammalli
kröfu Samtaka atvinnurekenda og því miður Alþýðusambands Íslands -
það er hin napra staðreynd eins ömurlegt og það er að þurfa að
segja það. Alþingi rekur nú smiðshöggið á verkið með því að
styðja á atkvæðistakkann. Það er afreksverkið sem þingmenn gumuðu
af í umræðu um málið. Alingi hefði getað
stöðvað þetta ólukkans mál - það hefði ekki þurft fjölmenna sveit
til þess. En til þess hefði þurft vilja, öflugri en þann sem gengur
út á það fyrst og síðast að ...
Lesa meira

Einstaklingur hlýtur dóm fyrir áreiti. Hann er sagður hafa tekið
í buxnastreng drengs í heitum potti sundlaugar og haft við hann
óviðurkvæmileg ummæli. Þau ummæli hafa nú verið rækilega tíunduð í
fjölmiðlum - alls ekki öllum þó - undir myndbirtingu af viðkomandi
einstaklingi. Svívirðilegt ofbeldi viðgengst. Stundum er dæmt
og stundum sýknað. Umrætt brot fellur tæpast undir alvarlega
ofbeldisglæpi. Fjarri því. Samt refsar dómstóll með tveggja mánaða
fangelsi skilorðsbundnu og milljón í miskabætur! Síðan kemur
fjölmiðill með sína refsingu, myndbirtingu af hinum dæmda manni.
Hvaða viðmið skyldi viðkomandi fjölmiðill setja sér hvað varðar
...
Lesa meira

... Ég var enn á þingi þegar samkomulagið var kynnt í október
sl.. Þau sem að kynningunni stóðu áttu eitt sameiginlegt,
nefnilega að ekki yrði skert hár á höfði þeirra! Bara þeirra sem á
eftir koma!! ... En hvað skyldi Alþingi gera? Ég
neita því ekki að um mig fer svolítill hrollur þegar ég hugsa til
umræðunnar sem fram fór á milli þingmanna við kynningu
frumvarpsins. Hún var ekki traustvekjandi og yrði seint talin hafa
verið vel upplýst. Vonandi hefur þetta nú færst til betri vegar. Um
það verða fjölmiðlar að fræða okkur. Ég tel tvímælalaust að
stöðva beri málið í þinginu. Margt er þar óljóst en það
hins vegar eitt ljóst að um stórfellda kjaraskerðingu yrði að ræða
nái þetta frumvarp fram að ganga.
Lesa meira

... Þetta mál er stærra en virðist við fyrstu sýn. Annars vegar tel
ég það vera grundvallaratriði að halda eignarhaldi á landi innan
landsteinanna, að það verði í eigu aðilja sem búa á Íslandi.
Tilteknir eigendur kunna að vera í góðu lagi eins og sagt er. En
þeir eru dauðlegir sem kunnugt er og að þeim gengnum tekur
markaðurinn við eignum þeirra. Í annan stað þarf að koma í veg
fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. Í þriðja
lagi þarf að tryggja eignarhald á náttúrudjásnum Íslands hjá
þjóðinni. Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til
marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt
það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra
viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum