Greinar 2015
... Ef ég ætti að lýsa Árna Steinari Jóhannssyni með einu orði
myndi ég velja lýsingarorðið skemmtilegur. Árni Steinar var
með allra skemmtilegustu mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Frásagnargáfu hans var viðbrugðið. Venjulegir og að jafnaði
heldur óspennandi atburðir, fundir og ferðalög, urðu að
litríkum og stórskemmtilegum ævintýrum í frásögn Árna Steinars.
Reyndar varð allt skemmtilegt í hans návist en ekki versnaði það í
vel kryddaðri frásögn að hætti sagnameistarans. Árni Steinar skar
sig úr hópnum enda ekki gefinn fyrir að fara troðnar slóðir. Hann
stendur mér fyrir hugskotssjónum á skjannahvítri skyrtu og
með bindi, svellfínn á frakkanum og gljáfægðum skóm,
þegar við hin ...
Lesa meira

Dómarafélag Íslands
bauð mér að ávarpa aðalfund félagsins sem formaður
Stjórnskipunar- og eftirliitsnefndar Alþingis ... Formaður
félagsins, Skúli Magnússon ... flutti
athyglisverða ræðu um dómskerfið og boðaðar breytingar á því ...
Hvatti hann til vandaðra vinnubragða og að þær breytingar á kerfinu
sem ráðist yrði í þyrfti að hugsa alveg til enda ... Ólöf
Nordal, tók í reynd undir með Skúla Magnússyni að þessu
leyti... Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags
Íslands flutti ræðu sem mér þótti bæði skemmtileg og vekjandi ...
Ég kunni að meta hve eindregið hann talaði fyrir mildi í dómum og
vitnaði í ýmsa heimspekinga máli sínu til stuðnings. Nietzsche
hefði jú sagt að í baráttunni við skrímslin yrðum við að gæta okkar
á því að verða ekki sjálf að skrímslum .... Erindi mitt náði ekki
þessari dýpt en er eftirfarandi...
Lesa meira

... En Guðalugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var ekki einn um að brillera sl þriðjudag.
Það gerði leiðarahöfundur Morgunblaðsins líka. Ég
hvet alla til að nálgast þennan leiðara þó ekki væri nema til að
kynna sér hverjum hæðum unnt er að ná í firringu hugans. Það verður
að vísu að segjast að í ferðalagi leiðarhöfundar víða um völl
er ymprað á ýmsum áhugaverðum þáttum enda segist höfundur vilja
"upp úr hjólförunum". Það tekst þó ekki betur en svo að
þegar hann fjallar um framtíð bankakerfisins á forsendum
viðskiptavina fremur en fjárfesta, að hann steinliggur í því
hjólfari sem hann segist vilja upp úr ...
Lesa meira

Í morgunþætti Bylgjunnar átti ég í morgun orðastað við formann
Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, Stefán Matthíasson,
um tvöfalt heilbrigðiskerfi. Stefán telur slíkt kerfi ekki
vera í fæðingu en ég er því mjög ósammála.
Tvöfalt heilbrigðiskerfi væri í fullkominni mótsögn við
margstaðfestan vilja þjóðarinnar í ítrekuðum könnunum...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 06.11.15.
Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur
yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti, 8.
nóvember. Tildrög þessa er samstarf sem við áttum á árinu 2009
þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem
beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á
markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við
eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu.
Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án
efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar. Ef leitað er
eftir samanburði aftur í tímann leikur enginn vafi að ...
Lesa meira
... Tvennt er óskandi að gerist í þessu máli: Í fyrsta lagi, úr
því sem komið er, að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Í öðru
lagi að málið verði ekki fordæmisgefandi að því leyti að íslenska
réttarkerfið haldi innreið sína í heilbrigðiskerfið með þessum
hætti. Þegar eitthvað fer alvarlega úrskeiðis á sjúkrahúsi er það
yfirleitt vegna samverkandi þátta sem sjúkraúsinu ber að taka á en
ekki réttarkerfinu með fangelsunum eða hótunum um fangelsi og
sektir. Það er ranglátt og líka óskynsamlegt því það getur haft
afleitar afleiðingar ...
Lesa meira

Ríkisstjórnarflokkarnir og helstu fjölmiðlar landsins hafa nú
hafið stórsókn gegn Ríkisútvarpinu. Fjölmiðlar í eigu
stórfyrirtækja og fjármálamanna krefjast þess að RÚV verði skorið
niður við trog. Þetta eru sömu stjórnmálaflokkar og gerðu
Ríkisútvarpið að hlutafélagi illu heilli og sömu fjölmiðlar og
alltaf hafa viljað sitja einir að auglýsingamarkaði. Það
sem breyst hefur frá því að Ríkisútvarpið var ohf-vætt er að
Framsóknarflokkurinn er nú kominn í lið með frjálshyggjumönnum sem
vilja að peningaöflin ráði öllum fjölmiðlum í
landinu ... Annað hættumerki ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 31/10.01/11.
...Þessir hagsmunir skarast iðulega við persónulega
hagsmuni stjórnmálamannanna sjálfra. Augljóst er að þingmenn og
bæjarfulltrúar greiða skatta, kaupa bensín á bílinn, aka á vegunum,
nota heilbrigðisþjónustuna og borga af húsnæðis- og námslánum. Um
þessa skörun er ekkert nema gott eitt að segja. Varla vildum við
þingmenn eða bæjarfulltrúa sem væru geymdir í formalíni, með öllu
ótengdir umhverfi sínu ... Ekki heillar sú sýn. Betra að vettvangur
ákvarðana sé lifandi og vel tengdur lýðræðislegum naflastrengjum út
í þjóðfélagið. Það þýðir ekki sátt við
sérhagsmunapot. En ef við gefum okkur
Lesa meira

... Fregnir frá Sýrlandi herma að árásir Rússa á andstæðinga
Assads séu illvígar með afbrigðum, árásir á sjúkrahús og aðrar
viðkvæmar stöðvar. Bandarikjamenn eru sagðir ekki hótinu betri í
árásum sínum og hefur Bandaríkjastjórn leikið tveim skjöldum
í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst að ógleymdum
drónaárásum í Jemen, Afganistan og víðar. Það veldur ónotum að
heyra forsvarsmenn Bandaríkjanna og Rússlands tala um baráttu sína
gegn hryðjuverkum án minnsta votts um sjálfsgagnrýni ... En
nánast allt er til þess vinnandi nú að blóðbaðið og villimennskan í
Sýrlandi verði stöðvuð þótt illt sé til þess að hugsa að það verði
á forsendum hryðjuverkaríkja.
Lesa meira
Aldrei hef ég hitt mann sem ekki talaði af hlýju um Guðbjart
Hannesson. Ekki svo að skilja að skoðanir hans hafi verið
óumdeildar. Það voru þær ekki - sem betur fer! En maðurinn sem bar
þær fram var hins vegar hvers manns huglúfi. Þess vegna syrgja
allir fráfall þess góða drengs eftir stutta en erfiða glímu hans
við óvæginn sjúkdóm. Alltaf gátu menn vitað hvar þeir höfðu
Guðbjart og þeir voru ófáir sem fengu að reyna góðvilja hans, ekki
síst úr röðum þeirra sem á einhvern hátt áttu við erfiðleika að
stríða ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum