Greinar 2015
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
18.01.15.
Ég er einn þeirra sem gladdist mikið við lok læknaverkfallsins.
Við rekum ekki spítala án lækna. Og góða spitala viljum við hafa
með færustu læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, sem völ er
á. Ég trúi því að hefði ekki samist á forsendum sem læknar töldu
ásættanlegar hefði straumur þeirra legið úr landi. Læknar höfðu
þjóðina með sér. Eða eigum við að segja að heilbrigðiskerfið
hafi haft þjóðina með sér. Og þannig held ég að það verði áfram svo
lengi sem okkur tekst að varðveita ...
Lesa meira

Umræðan um hryðjuverk, tjáningarfrelsið og öfgafulla
múhameðstrú, er lífleg þessa dagana. Hér á landi skamma menn
Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra,
ótæpilega fyrir að hafa ekki farið til Parísar ... Það er margt
gott að segja um samstöðufundinn í París. Þarna fengu t.d.
hófsamir forsvarsmenn Múhameðstrúar vettvang til að sverja
tjáningarfrelsinu hollustu sína. Og - eins og það var svo ágætlega
orðað af íslenskri stúlku í París - samstaðan bægði óttanum
frá. Að þessu leyti voru fjöldafundirnir í Frakklandi og
víðar mikilvægir og merkilegir og jákvæður vitnisburður um vilja
almennings til að verja frelsi og lýðræði.... Og mér fannst líka
gott að heyra af grasrótarfundinum í Iðnó á
laugardag. Þar mun hafa farið fram góð umræða og góðviljuð. Enginn
að pirrast út í allt það fólk sem ekki kom ...
Lesa meira

Á laugardag kl. 13 verður haldið málþing í Iðnó í Reykjavík
undir yfirskriftinni, Stafar hætta af múslimum á Íslandi? ...
mig langar til að þakka fyrir þetta frumkvæði að umræðu um
málefni sem brennur á allra vörum. Fordómar þrífast vegna
vankunnáttu og misskilnings og stundum blöndu af þessu tvennu. Með
opinni umræðu og skoðanaskiptum má forðast slíkt. Það góða við
samstöðufundina í Frakklandi og víðar í kjölfar hryðjuverkanna í
París, var meðal annars að skapa mörgu velviljuðu fólki af öllum
trúarbrögðum og skoðunum vettvang til að viðra sjónarmið sín og
skiptast á skoðunum við aðra. Fundurinn í Iðnó er tilraun til
slíkra skoðanaskipta ...
Lesa meira
Undanfarna daga hef ég verið á viku ferðalagi suður í Evrópu með
viðdvöl í tveimur löndum, Ítalíu og Þýskalandi. Ég hef líka ferðast
aftur í tímann. Það gerði ég með hjálp Péturs Gunnarssonar,
rithöfundar. Aðgangsmiðinn að því ferðalagi er nýjasta bók
hans, Veraldarsaga mín. Fyrir okkur sem munum og lifðum
umrótið í lok sjöunda áratugarins og byrjun hins áttunda,
sérstaklega kennt við árin ´68-´69, hefur bókin aukið gildi því hún
rifjar skemmtilega upp hughrif og stemningu þess tíma. Pétur lagði
...
Lesa meira

Ýmsum - þar á meðal mér- þótti ekki boða gott þegar
heilbrigðisráðherra þjóðarinnar, Kristján Þór
Júlíusson, mætti við kynningu þeirra Ásdísar
Höllu Bragadóttur og viðskiptafélaga hennar á nýjum
bisnissáformum "á velferðarsviði" fyrir rétt rúmu
ári ... Fyrr á árinu, í júní 2013, höfðu þær Ásdís Halla
Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir, sem
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur nú skipað nýjan formann
Fjármálaeftirlitsins, birst gaðhlakkalegar eftir að lífeyrissjóðir
höfðu gengið til liðs við þær í viðleitni til að taka yfir
heilbrigðiskerfið...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04.01.15.
... Þeim okkar sem hafa fulla vinnu og búa við sæmileg
launakjör væri hollt að hugleiða hvað okkur finnist um þá tilhugsun
að búa við 178 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og þurfa síðan að
sæta skerðingu eins og gerðist um þessi áramót hjá allstórum hópi
fólks. Ekki nógu stórum til að ógna einni ríkisstjórn nema að við
verðum nógu mörg sem sættum okkur ekki við tíðaranda þröngrar
eigngirni og svörum herhvöt Þorleifs Gunnlaugssonar til varnar
tekjulægsta fólkinu á Íslandi. ...
Lesa meira

Ég minnist þess að sem ungum dreng þótti mér áramótin í bland
vera þrungin trega. Nú árið er liðið í aldanna skaut, var sungið og
barnið sat eftir með þá hugsun að hið liðna væri okkur á einhvern
hátt gengið úr greipum, glatað - kæmi aldrei til baka. Þessu fylgdi
óútskýrð eftirsjá. En um leið var nýr forvitnilegur tími að
hefjast. Áramót voru því í senn tími eftirsjár og eftirvæntingar.
KK sagði einhverju sinni í áramótaspjalli um nýliðið ár, að það
hefði verið gott ár. Verst hve illa hefði verið talað um það! Eftir
því sem árin líða finnst mér það ...
Lesa meira

Ég sendi landsmönnum öllum kveðju á nýbyrjuðu ári um leið og ég
þakka kynni og samstarf á því ári sem nú er liðið. Megi árið
2015 færa ykkur öllum gleði og gæfu!
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum