Greinar 2015
Grein með sama titli birti ég í Morgunblaðinu í árslok árið 2000
og er hana að finna hér á síðunni... Ábendingar mínar - sem þó
margoft voru ítrekaðar- vöktu lítinn áhuga. Ungir
sjálfstæðismenn héldu uppi hugsjónabaráttu sinni um að hjúpa
skattskrárleynd og höfðu ekkert við leyndarhyggju auðmanna að
athuga ...Síðan varð hrun af völdum þeirra sem leituðu í
skjólin - ekki síst skattaskjólin.Okkur bjóðast nú til kaups
upplýsingar um skattundanskotin - sem á íslensku má einnig kalla
þjófnaðinn. Ríkisstjórnin virðist vera að taka afstöðu með sínum
málstað, sínum mönnum ...
Lesa meira

... Ef til vill skiptir ekki höfuðmáli hvort stjórnmálamennirnir
voru aðeins á myndum sem teknar voru til hliðar því þeir voru þrátt
fyrir allt mættir til að sjást og tengjast samstöðufundinum. En ef
þetta er aukaatriði þá gildir það varla um þögn fjölmiðlanna og
samvinnu (samsekt?) þeirra í að klippa saman í eitt, fjöldann og
forystumennina, og láta líta svo út að þeir hafi staðið í
farabroddi fólksfjöldans. Þetta virðist nefnilega hafa kallað á
natni og yfirlegu að láta ...
Lesa meira
... Þórólfi Matthíassyni
, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mislíkaði pistill
sem ég skrifaði í helgarblað Morgunblaðsins fyrir skömmu um
mismunandi vægi atkvæða við rektorskjör og færi vægið eftir
prófgráðum. Þórólfur vildi vita hvort það væri ekki örugglega rétt
sem fram hafði komið hjá Ólafi Þ. Harðarsyni,
prófessor í stjórnmálafræði og álitsgjafa í fjölmiðlum um
nýafstaðið rektorskjör, að atkvæði þeirra starfsmanna háskólans sem
væru án háskólagráðu hefði þegar upp er staðið haft meira vægi en
atkvæði hinna sem hefðu háskólamenntun. Hinu gagnstæða hefði ég
haldið fram. Þórólfur beindi því spurningu um þetta efni til
Vísindavefs Háskóla Íslands ...
Lesa meira

Í vikunni var mér boðið að sækja, og reyndar einnig stjórna,
ráðstefnu sem haldin var á vegum Institute of Cultural
Diplomacy í samvinnu við Alþjóðadómstólinn í Haag í
Hollandi en ráðstefnan fjallaði um mannrétti og alþjóðarétt:
"An Interdisciplinary Analysis of the Role of
International Law in Promoting Human Rights." Á
fjórða tug mjög áhugaverðra fyrirlestra voru haldnir á ráðstefnunni
en fyrirlesarar voru þingmenn víðs vegar að úr Evrópu sem hafa
látið mannréttindi til sína taka, fræðimenn frá nokkrum
Evrópulöndum, að ógleymdum dómurum bæði við Alþjóðadómstólinn í
Hag, þar á meðal forseti og varaforseti dómstóldins og
dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn og aðrir aðilar innan
þessara stofnana.Dómararnir sem töluðu á ráðstefnunni komu frá
öllum heimshornum ... Hér að neðan er erindi mitt á ráðstefnunni
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði
Morgunblaðsins 01.02.15.
Nýlega
kom ég í Colosseum, fjölleikahús Rómverja til forna. Það rúmaði á
sinni tíð sjötíu þúsund áhorfendur. Þeim var skipað á bekk eftir
þjóðfélagsstöðu, keisarinn og aðrir ráðamenn í bestu
sætum en efst voru þeir sem neðst stóðu í
þjóðfélagsstiganum. Boðskap sýninganna í Colosseum var þó ekki síst
beint að þeim. Leikarnir stóðu að jafnaði
...
Lesa meira

Á þingi Evrópuráðsins sem situr þessa dagana í Strasbourg hefur
að venju verið rætt um velferðarmál og er þetta þing þar engin
undantekning. Í dag bar Velferðarvaktina íslensku á góma. Hennar
var getið í skýrslu sem danski þingmaðurinn Nikolaj
Villumsen vann fyrir Evrópuráðið. Skýrslan fjallar um
efnahagsþrengingar og viðbrögð við þeim og er talsvert vikið að
Íslandi í henni, fyrst og fremst á lofsamlegun notum ...Þá hefur
verið rætt um fjölmiðla og frelsi þeirra í ljósi voðaverkanna í
París. Ég var talsmaður vinstri flokkanna hér á þinginu í
umæðu um voðaverkin í París og er ræða mín hér að neðan
...
Lesa meira
...
Auðvitað má færa rök fyrir því að Alþingi hafi rétt á að breyta
ákvörðunum fyrri þinga. Þetta mál snýst hins vegar ekki um það
eitt. Málið er miklu stærra. Það snýst um það hvort
stjórnarmeirihlutinn ætli að hafna aðferðafræði sem reynt hefur
verið að þróa á undanförnum árum í því augnamiði að ná breiðri sátt
um ákvarðanir sem á undaförnum árum hafa skapað illvígar deilur með
þjóðinni. Getur það virkilega verið að ríkisstjórnin og
stjórnarmeirihlutinn gefi ekkert fyrir sjónarmið Landverndar
eða annarra náttúruverndarsamtaka? Ætlar ríkisstjórnin virkilega að
stefna ákvörðunum um landnýtingu og náttúruvernd í gamalkunnan
átakafarveg? Ég hélt að menn hefðu fengið nóg af slíku og vildu
þróa fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð við ákvarðanatöku....
Lesa meira
Birtist í DV 27.01.15.
... Lekamálið hefur vakið ýmsar spurningar
um ábyrgð stjórnmálamanna, stjórnsýslunnar og fjölmiðlanna. Við
hljótum að spyrja hvort fjölmiðill sem býr yfir upplýsingum um að
heimildarmaður segi ekki rétt frá og varpi þar með grun á saklaust
fólk, hafi skyldur gagnvart honum á kostnað sannleikans.
...
Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem hafa aðhalds- og
eftirlitshlutverki að gegna standi sína vakt. Það er vissulega
áhyggjuefni hvernig eignarhaldi á fjölmiðlum er háttað og virðist
enn sækja í einokunarfarveg. Á sama tíma og ...
Lesa meira

Umboðsmaður Alþingis hefur nú kynnt niðurstöður sínar í
svokölluðu lekamáli sem í haust leiddi til afsagnar
innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Umboðsmaður hefur
haft málið til rannsóknar frá því í júlílok í sumar og hefur
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis haldið að sér höndum á
meðan rannsókn hans hefur staðið yfir. Áður hafði verið fært til
bókar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að málið væri
alvarlegt og hlyti að koma til kasta nefndarinnar. Á fundi sínum í
gær ákvað Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að rita
fyrrverandi ráðherra bréf og og bjóða ....
Lesa meira

Fjölmiðlar greina nú frá 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi
GreenEnergy. ... Í ábendingu til þingmanna frá sívakandi
manni um íslensk þjóðfélagsmál er vakin athygli á þessu máli sem
víti til varnaðar og er það vel. Í ábendingunni er látið að því
liggja að þegar Geysir Green, Magma Energy og önnur braskfyrirtæki
í orkubransanum fóru mikinn fyrir fáeinum árum með stuðningi
ráðandi stjórnmálaafla,hafi lítið verið um gagnrýni -
"enginn sagði neitt".
Ég ætla að leyfa mér að segja að sú staðhæfing stenst
ekki ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum