Fara í efni

MANNRÉTTINDASIGUR: BÆTUR FYRIR LANDAKOTSBÖRN

Landakotskirkja
Landakotskirkja


Í dag var samþykkt á Alþingi frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu alvarlegu ofbeldi sem börn í Lanadakotsskóla á sínum tíma. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi stóðu að frumvarpinu og úr þingnefnd sem fékk frumvarpið til umfjöllunar, var einhugur um að mæla með samþykkt þess.

http://www.althingi.is/altext/144/s/0999.html

Málið er búið að vera all lengi í fæðingu en mestu skiptir að það skuli nú farsællega til lykta leitt. Forsagan er sú að til mín leituðu einstaklingar á fyrstu mánuðum mínum í embætti dómsmálaráherra haustið 2010. Fékk ég þar að heyra ófagrar lýsingar. Ég kom því til leiðar að málið var kært til lögreglu sem tók skýrslu sem ég síðan fékk í hendur. Ég kallaði þá til mín biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Viðbrögð hans voru daufleg. En eftir nokkra umræðu í fjölmiðlum var engu að síður skipuð nefnd til að fara í saumana á málinu. Það dapurlega var að Kaþólska kirkjan var ekki tilbúín að axla ábyrgð á grundvelli fyrrnefndrar skýrslu og var þá ekki um annað að ræða en að snúa sér til íslenska ríkisins sem hlaut að taka ábyrgð á málinu þar sem Landakotsskóli var hluti af íslenska skólakerfinu þegar brotin áttu sér stað.

Þau sem eiga þakkir skilið í þessu máli er það hugrakka fólk sem steig fram til að bera sannleikanum votni eins hræðilega erfitt og það var.   

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/12/03/reynt_ad_retta_theirra_hlut/ .