Greinar Desember 2015

Samningur íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Gilead um að
útrýma lifrarbólgu C á Íslandi er í mínum huga frétt ársins.
... Á Íslandi er áætlað að um 800 til 1000 manns séu smitaðir
af lifrarbólgu C en árlega greinast á bilinu 40 - 70 einstaklingar.
Fréttin er að sjálfsögðu mikilvægust þeim sem bera þennan
erfiða sjúkdóm en hún er líka mikilvæg íslenska
heilbrigðiskerfinu ... Metinn í krónum og aurum má ætla að
verðmæti þessa samnings sé allt að 12 milljarðar
króna. Til samanburðar má geta þess að deilurnar á Alþingi
undir þinglok snerust um þrjá milljarða ...
Lesa meira

Ég sendi öllum lesendum síðunnar jólakveðjur og óskir um farsæld
á komandi ári. Megi það verða ykkur gæfuríkt. Takist okkur að
stuðla að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu mun
hamingjusólin rísa því öllum mun líða betur. Þannig virkar
réttlætið! Öllum líður betur í réttlátu þjóðfélagi en ranglátu
...
Lesa meira
... Gunnar Skúli hefur fylgst vel með fjölþjóðlegum
viðskiptasamingaviðræðum á borð við TiSA - Trade in Services
Agreement, sem fram fara nú um stundir og hefur iðulega verið vikið
að hér á þessari síðu nú síðast í sambandi við
lofstslagsráðstefnuna í París. Á sama tíma og hún var haldin sátu
samningamenn ríkustu þjóða heims - þar á meðal Íslands - á
TiSA viðræðufundi í Genf til að ræða hvernig mætti þrengja að
lýðræðinu þegar orkumálin væru annars vegar! Um þetta skrifar
Gunnar Skúli Ármannsson í ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 23.12.15.
Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau
ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar,
alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í
þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama
varninginn - má ekki sameina? Og hvað með olíu- og
bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau
lítið sem ekkert á grunvelli verðlags - heldur fyrst og fremst
hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um ...
Lesa meira

Ævar Kjartansson er án efa einn ástsælasti útvarpsmaður
samtímans - reyndar er sá samtími að verða nokkuð langur því hann
hefur verið rödd Ríkisútvarpsins um nokkra áratugi. Þættir Ævars
skipta orðið hundruðum og kennir þar margra grasa. Undanfarna
mánuði hefur hann flutt hlustendum örstuttar hugvekjur á
síðkvöldum. Þeim fylgir góð tilfinning. Ævari er lagið að koma
hugsun á framfæri á áhrifaríkan en knappan hátt. Dæmi um það er
hugvekja hans í kvöld ...:
Lesa meira
Birtist í DV 18.12.15.
Það var sérkennilegt andrúmsloft á Alþingi í vikunni, bæði
utandyra og innandyra ... Innandyra fór fram umræða um fjárlög sem
stjórnarmeirihlutanum þótti dragast um of á langinn ...
Það var á þessum punkti sem Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra, opnaði sig í míkrófón Alþingis. Hann var
ósáttur við hve langan tíma umræðan hafði tekið ...
Hvers vegna eyða tíma í "rifrildi um það að við eigum að
skipta einhvern veginn öðru vísi?" Það er von að spurt sé.
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.12.15.
... Hið rétta er, að þótt Heilsugæslan heyri undir
ráðherra þá er það forstjóri hennar sem ræður lækningaforstjórann
en ekki ráðherrann. Þetta er rétt ábending ... þótt
þetta hafi ekki snert kjarnann í málflutningi mínum einsog ég mun
hér gera grein fyrir. En rétt skal vera rétt og
mikilvægt er að leiðrétta allar rangfærslur, óháð því hvort þær eru
notaðar eins og Brynjar Níelsson gerir, til að ýja að því að
undirritaður hljóti að vera ómerkingur um allt sem frá honum kemur
fyrst hann misfari með staðreynd í "einföldu máli" ...
Lesa meira
... Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng hinn látna heiðursmann og
mæltist honum vel sem endranær. Hann sagði gamansögu af því að
Valgeir hefði einhverju sinni sagt við sig, er hann handlék bókrit
nokkurt, að það væri svo undarlegt að þegar þetta rit kæmi út, og
væri það árlegur viðburður, færi þjóðfélagið nánast á
hliðina. Væri hver útgáfa þó lítt breytt frá fyrra ári. Þetta voru
að sjálfsögðu fjárlögin. Séra Hjálmar sagði að nú fengjum við ekki
að vita hverju Valgeir Sigurðsson hefði viljað fá breytt í nýjasta
árgangi frumvarps til fjárlaga. Ég sagði ... að ég þættist geta
fullyrt um einn þátt sem Valgeir Sigurðsson hefði örugglega viljað
breyta. Hann hefði ekki tekið því þegjandi að framlög til RÚV yrðu
skert eins og tillaga er nú uppi um ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.12.15.
...Ég heyrði litla stúlku, fimm ára gamla, syngja þetta ljóð
Jónasar Hallgrímssonar fyrir ömmu sína án þess að reka nokkurn tíma
í vörðurnar. Ég heyrði líka samtal þeirra að söngnum loknum.
"Finnst þér þetta ekki fallegt amma? Þetta er eftir Jónas
Hallgrímsson. Hann fótbrotnaði í Kaupmannahöfn þegar hann datt í
stiga og þetta er kveðja heim til Íslands." Ég spurði ömmuna hvort
hún vissi hver hefði kennt barninu ljóðið og nestað það með þessum
fróðleik. "Hún lærði þetta í leikskólanum, hún lærði þetta í
Hagaborg." Það er ekkert sjálfgefið að ...
Lesa meira

... Kristján Þór endurómaði þessar áherslur - lágtóna að vísa -
hann nánast hvíslaði því eitt kvöldið í Sjónvarpsfréttum, að nú
ætti fjármagn að fylgja sjúklingi. Kristján veit að best er að tala
á lágum nótum því vitað er að markaðsvæðing heilbrigðiskefins
stríðir gegn þjóðarvilja. En Fréttablaðið gerði þeim
félögum óleik að því leyti sl. miðvikudag að þar var engu hvíslað.
Sagt var í hástöfum á forsíðu að Heilsugæslan ætti að lúta
Samkeppniseftirlitinu og forstjórinn þar, Páll Gunnar Pálsson,
kvaðst spenntur að sjá "samkeppnishvatana" að verki í
...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum