Greinar Nóvember 2015

... Áhyggjuefni þykir mér vera framkoman gagnvart Landspítalnum
sem birtist í orðum formanns fjárlaganefndar. Ég þekki allvel til á
Landspítalanum og veit hversu ómakleg ummæli formannsins eru, svo
ekki sé dýpra í árinni tekið. Áhyggjuefni þykir mér líka vera
einkavæðingaráform Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra,
í heilbrigðiskerfinu, sem hann greinilega vill að fari fram í
kyrrþey. Kristján mætti í fréttir í gær til að játa því aðspurður
(að sjálfsögðu), að nú ætti að fara að bjóða út heilsugæslu.
Fréttakona spurði hvort slík áform þyrfti ekki að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28/29.11.15.
Í samfélaginu er nú að myndast stemning fyrir því að hægt sé
að útrýma flestum vandamálum með verkfræðilegum
lausnum. Svokallað höfrungaghlaup á vinnumarkaði
verði liðin tíð með nýrri tækni við kjarasamninga
þar sem allir fallast á það á þjóðarsáttarvísu að launahækkanir
verði aldrei meiri en útflutningsgreinar telja sér fært að greiða.
Hlegið er að okkur sem fannst höfrungahlaupið á liðnu ári hafi
verið til góðs, hrist upp í þjóðfélaginu og lækkað rostann í
atvinnurekendum sem aðeins kunna að hugsa stórt fyrir sjálfa sig.
Og nú eru það ríkisfjármálin. Frumvarp um Opinber fjármál
nýtur mikillar hylli á Alþingi. Það er klæðskerasaumað af
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bindur í lög að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.11.15.
... Þegar hins vegar allt þetta lagðist
saman - niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta
í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og
síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og
jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að
vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem
sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur
hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það
öryggi sem við sækjumst eftir ...
Lesa meira

Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum
og fyrrverandi alþingismaður, birtir í dag áhrifaríka grein um
hryðjuverk og viðbrögð við þeim. Greinin birtist í Fréttablaðinu og
heitir Hefndin. Ég leyfi mér að birta
greinina hér að neðan og hvetja til að hún sé lesin. Óskandi væri
að fleiri hugsuðu á þann veg sem séra Gunnlaugur gerir ...
Lesa meira

Í vikunni sótti ég tvo athyglisverða fundi í París á vegum
Evrópuráðsins. Annars vegar var mér boðið að sitja fund um
lyfjaglæpi - medicrime - og hins vegar sótti ég fund
félagsmálanefndar ráðsins ... Fyrri fundinn sat ég ásamt
Einari Magnússyni, sérfræðingi
heilbrigðisráðuneytisins í lyfjamálum, en hann gegnir mikilvægu
hlutverki sem formaður starfsnefndar Evrópuráðsins ... Á fundinum
...kom fjöldi sérfræðinga til að fjalla um glæpi sem eru í því
fólgnir að selja sjúklingum falslyf sem hafa engan lækningamátt en
geta þvert á móti valdið...alvarlegum skaða. Þess eru dæmi að seld
hafa verið sprautulyf sem ...
Lesa meira
Birtist í DV 20.11.15.
... Á þennan veg hafa rök Bjarna Benediktssonar,
fjármálaráðherra legið og þannig munu þau hljóða þegar grynnkar í
gjaldeyrisforðanum. Allt hefði farið vel ef almenningur, og þá
sérstaklega meintur óábyrgur hluti verkalýðshreyfingarinnar, hefði
ekki klúðrað málum. Minnumst þessara yfirlýsinga þegar höftin verða
framlengd, að gömmunum löngu flognum úr laupum sínum ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 19.11.15.
Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir
alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar
ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á
meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins
opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber ...
Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni
varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir
ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi ...
Lesa meira
Ég var gestur
í morgunútvarpsþætti Óðins Jónssonar á RÚV í morgun. Til
umræðu voru hryðjuverkin í París og viðbrögð við þeim
bæði erlendis og hér heima. Við enduðum samræðu okkar á því að
fjalla um óskir sem fram hefðu komið frá íslensku lögreglunni um að
fá stðuðning til að vígbúast langt umfram það sem nú er. Varaði ég
eindregið við því að verða við slíkum óskum. Yfirlit yfir
umræðurnar er að finna hér ...
Lesa meira

Augljós hrossakaup eiga sér nú stað á Alþingi. Utanríkisráðherra
keyrir fram af miklu kappi umdeilt frumvarp um
Þróunarsamvinnustofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn er frumvarpinu andvígur og hefur hann sterk
rök fyrir andstöðu sinni, sem hann deilir með allri
stjórnarandstöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar
ákveðið að láta utanríkisráðherrann fá sínu framgengt í skiptum
fyrir stuðning við frumvarp sem Sjálfstæðisflokknum er hugleikið,
en það er frumvarp um Opinber fjármál.
Frumvarp um Opinber fjármál er upphaflega runnið undan rifjum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er ...
Lesa meira

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, talaði í dag
fyrir nýrri öryggisstefnu Íslands. þar er gert ráð fyrir því
að grundvöllur slíkrar stefnu verði áframhaldandi NATÓ aðild og
"varnarsamningurinn" við Bandaríkin.
Dapurlegt er til þess að hugsa að enn skuli horft til fortíðar til
að tryggja öryggishagsmuni Íslands; að við skulum enn vilja bindast
tryggðarböndum, á grundvelli hernaðarhagsmuna, ríkjum heims sem
reynst hafa drottnunargjörn á heimsvísu með afbrigðum og svo ásælin
í auðlindir annarra ríkja að ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum