GUÐBJARTUR HANNESSON

Guðbjartur Hannesson okt 2015

Aldrei hef ég hitt mann sem ekki talaði af hlýju um Guðbjart Hannesson.
Ekki svo að skilja að skoðanir hans hafi verið óumdeildar. Það voru þær ekki - sem betur fer! En maðurinn sem bar þær fram var hins vegar hvers manns huglúfi. Þess vegna syrgja allir fráfall þess góða drengs eftir stutta en erfiða glímu hans við óvæginn sjúkdóm.
Alltaf gátu menn vitað hvar þeir höfðu Guðbjart og þeir voru ófáir sem fengu að reyna góðvilja hans, ekki síst úr röðum þeirra sem á einhvern hátt áttu við erfiðleika að stríða.  Í mínum huga veitir slíkt ágætiseinkunn!
Það er missir fyrir íslenska jafnaðarmenn  að missa Guðbjart Hannesson úr sinni framvarðarsveit. En miklu meiri er missir fjölskyldu hans og ástvina. Hugur okkar er nú með þeim.

Fréttabréf