Fara í efni

DENIS HEALEY KVEÐUR

Denid heaely
Denid heaely

Denis Healey er látinn 98 ára að aldri.
Í fjörutíu ár sat Healey á breska þinginu, gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Bretlands 1964-70 og fjármálaráðherra landsins var hann1974-79. Hann var kenndur við hægri arm Verkamannaflokksins þótt hann þætti fyrr á tíð róttækur og til þess tekið af hve mikilli einurð hann framfylgdi sem fjármálaráðherra jöfnunarstefnu í skattamálum: „Ég vara ykkur við að þau sem hafa efni á að borga 75% auðlegðarskatt munu emja þegar hann verður lagður á."
Alla tíð naut Denis Healey mikillar virðingar í Verkamannaflokknum og í Bretlandi almennt enda án vafa einn af öflugustu stjórnmálamönnum þar í landi á síðari helmingi 20. aldar.
„The best Prime Minister we never had" ( Besti forsætisráðherrann sem aldrei varð), er heiti á bók um Denis Healey og segir sína sögu um viðhorfin til hans.
Sjálfur kynntist ég Denis Healey úr fjarlægð á námsárum mínum í Bretlandi. Í október 2011, gafst mér síðan færi á að eiga við hann samtal á heimili hans á Suður-Englandi. Þessi stund með þessum síunga öldungi, sem hafði frá mörgu skemmtilegu og fræðandi að segja af langri og litríkri ævi, er mér eftirminnileg. Sjá hér : https://www.ogmundur.is/is/greinar/siungur-denis-healey