ÁFANGASIGUR Í GJALDTÖKUMÁLI

Geysir - okt 2015
Hæstiréttur hefur nú - góðu heilli - komist að sömu niðurstöðu og flestir læsir Íslendingar höfðu áður gert: Að samkvæmt íslenskum lögum var landeigendum óheimilt að rukka ferðamenn - hafa af þeim fé - við Geysi í Haukadal. http://www.visir.is/gjaldtaka-vid-geysi-var-oheimil/article/2015151008779 

Hið sama á við um Kerið í Grímsnesi leyfi ég mér að fullyrða. Þar er stunduð gjaldtaka sem er bullandi ólögleg. Ekkert mál hefur hins vegar verið höfðað vegna Kersins enda Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ferðamálaráðherra, greinilega meira annt um hag fjárheimtumanna en almannahagsmuni. Það er afstaða sem er ekki með öllu óþekkt í þeim stjórnmálaflokki sem hún heyrir til.

Meginmáli skiptir að almenningur reyni að stöðva gjaldheimtuæði Sjálfsæðisflokksins. Handlangarar flokksins á Alþingi vinna að því hörðum höndum að gera þennan fallega hólma okkar hér norður í hafi að að ófýsilegri féþúfu.

Dapurlegt er að forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu málsvarar þessar stefnu. Hafði vonast til að þeir gætu skriðið upp úr eigin peningabuddu og hugsað stórt en ekki smátt í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar. Við stöndum nefnilega á tímamótum. Á að láta einkaeignarrétt gilda um réttinn til að njóta náttúru þess lands sem við byggjum. Megum við aðeins skoða Kerið í Grímsnesi ef við greiðum fyrir það gjald? Og er það virkilega svo að okkur eigi því aðeins að vera heimilt að stíga inn á Þingvelli að við áður hofum borgað í gjaldmæli?

http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/storyimage/XZ/20151008/FRETTIR01/151008779/AR/0/AR-151008779.jpg?NoBorder http://www.visir.is/ottast-ad-yfirbragd-landsins-breytist-med-gjaldtokunni/article/2015150719788
http://www.visir.is/ottast-ekki-ad-gjaldtaka-faeli-ferdamenn-fra-landinu/article/2015150719147    

Fréttabréf