Greinar Október 2015
Aldrei hef ég hitt mann sem ekki talaði af hlýju um Guðbjart
Hannesson. Ekki svo að skilja að skoðanir hans hafi verið
óumdeildar. Það voru þær ekki - sem betur fer! En maðurinn sem bar
þær fram var hins vegar hvers manns huglúfi. Þess vegna syrgja
allir fráfall þess góða drengs eftir stutta en erfiða glímu hans
við óvæginn sjúkdóm. Alltaf gátu menn vitað hvar þeir höfðu
Guðbjart og þeir voru ófáir sem fengu að reyna góðvilja hans, ekki
síst úr röðum þeirra sem á einhvern hátt áttu við erfiðleika að
stríða ...
Lesa meira

...
Ég hvet fólk til að leggja það á sig að kynna sér umræðuna. RÚV
sagði ágætlega frá þessu í fréttum 22. október... Það breytir því
þó ekki að umræðan um einkavæðingu nátturunnar er álíka fjörug í
íslenskum fjölmiðlum og hún var þegar Alþingi samþykkti kvótalögin
á sínum tíma. Í niðurlgasorðum mínum óskaði ég rukkurunum
til hamingju með fótgönguliða sína á Alþingi en
hvatti almenning til að rísa upp og koma í veg fyrir að
náttúrudjásnum Íslands yrði stolið! ...
Lesa meira

Undanfarnar tvær vikur, eftir að frumvarp um að færa
áfengisverslun inn á almennar matvöruverslanir kom til umræðu á
Alþingi, hefur þráfaldlega, verið óskað eftir því að
heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór Júlíusson,
mæti í þingsal til að skýra adstöðu sína til málsins ...Nú hefur
Jón Snorri Ásgeirsson skrifað beinskeytta grein
hér á síðuna þar sem heilbrigðisráðherra er harðlega gagnrýndur:
"Hvernig sem þetta mál er vaxið hljóta menn að velta
því fyrir sér hvort er framar í forgangsröðinni hjá ráðherranum,
hollustan við Sjálfstæðisflokkinn eða skyldutilfinningin gagnvart
embættinu sem hann gegnir." ... Ég fæ ekki
annað séð en heilbrigðisráðherra verði að svara þessari gagnrýni á
opinberum vettvangi ...
Lesa meira

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á lof skilið fyrir
Arctic Circle ráðstefnuna um málefni norðurslóða sem nú er orðin
árlegur viðburður. Stjórnmálamenn og vísindamenn líta orðið á þessa
ráðstefnu hér á landi sem eins konar kjölfestuviðburð í umræðu um
málefnið. Þegar ég ræddi við ráðstefnugesti gladdi það mig að heyra
tóninn í fulltrúum sem sjálfir raunverulega koma frá norðurslóðum.
Þeim finnst sér sómi sýndur á ráðstefnunni og hafa sérstaklega haft
á því orð. Með þessu ráðstefnuhaldi minnir Ólafur Ragnar
Grímsson á hvers hann er megnugur á umræðutorgi alþjóðastjórnmála
...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðisins 17/18.10.16.
Í bók sinni, Leiðin til ánauðar, Der Weg zur
Knechtschaft, gerði höfundurinn Friedrich Hayek tilraun til að
skilgreina hvers vegna frjálsmarkaðshugsun öndverðrar 19. aldar
hefði smám saman hneigst til ríkisafskipta....Mörgum þykir þessi
dómur sanngjarn og réttmætur. Ég tel hann boða ill tíðindi enda
áfangi á framangreindri braut. Hann færir náttúruna og nýtingu
hennar fastar en áður undir einkaeignarrétt og ekki nóg með það,
geirnegld verður nú inn í þankagang allra hlutaðeigandi,
ábatahugsun. Því meira sem verður virkjað þeim mun meira hagnast
handhafi eignarréttarins. Þessari arðs- og
rentuhugsun er nú verið að koma fyrir í öllum okkar lögum og ef til
vill í Stjórnarskrá líka. Þar vilja menn krefja
...
Lesa meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsir því yfir
opinberlega að tryggja verði að til verkfalla komi ekki
aftur hjá hinu opinbera! Tryggja verði ferli sem útiloki
verkfallahrinu eins og þá sem nú hefur riðið yfir.
Undarlegt að menn semji ekki um slíkt fyrirkomulag hið fyrsta, sbr.
viðtal á vísi.is.... Síðan kann ég illa við hótunartón
þegar lífeyrismálin eru annars vegar. Hvað á
fjármálaráðherra við þegar hann segir það vera
"skilyrði að ...samtali um endurbætur
á lífeyriskerfinu ljúki"? Skilyrði fyrir hverju? Ég gæti sagt
margar slíkar "hótunarsögur" frá ferli mínum sem
Lesa meira
Birtist í DV
16.1015.
Ekki minnist ég þess að BSRB hafi reynt að leggja stein í götu
þeirra sem heyja verkfallsbaráttu. Ekki á þann hátt sem
forysta Alþýðusambands Íslands gerir nú gagnvart aðildarfélögum
BSRB sem þessa stundina standa í erfiðri baráttu. Á fyrsta
degi verkfalls SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, til að knýja á um
sameiginlegar kröfur félagsmanna sinna og Landssambands
lögreglumanna, er þeim sendur tónninn! Hástöfum kallar
forseti ASÍ úr ræðupúlti að BSRB hafi yfirgefið "samræmda
launastefnu" verkalýðshreyfingarinnar og hagfræðingur
sambandsins segir um aðra opinbera starfsmenn að
"þeir séu algerlega á annarri plánetu í
launaþróun.." Samræmda launaþróunin, sem þarna
er vísað til, lýtur að því að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 12.10.15.
Heldur er ég feimnari við það nú en fyrir hrun, þegar
Íslendingar berja sér á brjóst og miklast af eigin ágæti.
Hins vegar er ástæða til að hafa orð á því þegar aðrir hrósa
okkur fyrir það sem talið er hafa verið vel gert hér á landi og
þeim sjálfum mikilvæg fyrirmynd. Í starfi mínu sem ráðherra og
alþingismaður hef ég ítrekað hlustað á það þegar farið er
lofsamlegum orðum um framlag Íslendinga til réttinda barna. Er þá
einkum horft til starfs Barnaverndarstofu og Barnahússins
sérstaklega.Nú síðast á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg, sem fram
fór um síðustu mánaðamót var framlag Íslands gert að umræðuefni á
fundi félagsmálanefndar Evrópuráðsins. Þingkona frá Kýpur sagði
...
Lesa meira
...Ekki vekur það furðu mína að
Sjálfstæðisflokkurinn standi vörð um verslunarhagsmuni framar
þjóðarhag.
Undarlegt þykir mér hins vegar að fylgjast með
Pírötum og sumum (sem betur fer ekki öllum)
þingmönnum Bjartrar framtíðar tala máli
viðskiptafrelsis á kostnað samfélagsins, nú þegar til stendur að
banna samfélaginu með lögum að hafa þann hátt á
dreifingarmáta áfengis, sem best þjónar lýðheilsu,
neytendahagsmunum og hagsmunum ríkissjóðs.
Frjálshyggjukredda úr þessari átt er þeim mun undarlegri þegar haft
er í huga að ...
Lesa meira

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með fréttum af fjöldamorðunum í
Ankara í gær þegar að minnsta kosti 95 létu lífið og mörg hundruð
særðust í sprengjuárásum... Ekki veit ég hversu sanngjarnt það er
að áfellast íslenska fjölmiðla sem byggja fréttir sínar á
fréttaskeytum stóru alþjóðlegu fréttastofanna sem hafa sitt fólk á
vettvangi. En einhvers staðar kemur ótrúleg hlutdrægni inn
í flestar frásagnir frá Tyrklandi þessa dagana ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum