Greinar September 2015

Þessa viku sit ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg ... Mál
málanna hefur verið flóttamannastraumurinn til Evrópu.
Thorbjörn Jagland, aðalritari Evrópuráðsins,
opnaði umræðuna ásamt Lauru Boldrini, forseta
fulltrúadeildar ítalska þingsins. Boldrini kallaði á
endurmat á öllu regluverki Evrópuríkja hvað varðar
flóttamenn og Jagland hvatti til samstöðu um lausn
vandans. Hann minnti á að árið 1956 hefðu á örskömmum
tíma 200 þúsund flóttamenn komið til Austurríkis frá
Ungverjalandi og á jafnskömmum tíma hefði verið hægt að greiða götu
þeirra til annarra ríkja þar sem ... Niðurstaðan var
sú að hvetja til skuldbindandi kvótaskiptingar og jafnframt að til
yrði ný skilgreining: "evrópskur flóttamaður", sem nyti
réttinda sem slíkur þótt hann flytti á milli landa
...
Lesa meira

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís
Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa lagt fram þingmál sem
hefur það markmið að veikja réttarstöðu opinberra starfsmanna
þannig að auðveldara verði að ráða og reka. Segjast þau vilja
komast með opinbera vinnumarkaðinn nær því sem tíðkast hjá
einkafyrirtækjum. Til að gera málstað sinn trúverðugri hafa þau
sagt í fréttum að þau séu að svara ákalli Ríkisendurskoðnar ...
Lesa meira

Hin umdeilda ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að falla frá
fyrri samþykkt um sniðgöngu á vörum frá Ísrael var til umræðu í
þættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gær en ég tók ég þátt í
þessum umæðrum.Í þættinum var rætt um áhrifamátt
viðskiptabanns sem baráttutækis og vorum við minnt á hliðstæður frá
fyrri tíð, og þá helst viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku
á sínum tíma.
Umræðan er hér
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 22.09.15.
Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti
Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm.
Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og
Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga
sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu
banka- og peningakerfi ... Svo er Frosti sjálfur reynslumikill
bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var
gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti
Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur
hann ...
Lesa meira

... Ekki ætla ég að tíunda hér í þaula umræðuefni fundarins en
nefna umhugsunarvert atriði sem fram kom hjá umboðsmanni, nefnilega
að stjórnsýslan sé, að hans mati, verr í stakk búin en fyrr á tíð
að taka þátt í norrænu samstarfi; tengslin við hinn "norræna
menningarheim" væru að rofna með yngstu kynslóð starfsmanna
Stjórnarráðsins. Þetta væri bagalegt, sagði umboðsmaður, m.a. vegna
þess að ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.09.15.
Það er gott kaffið á Segafredo í Leifsstöð og starfsfólkið
hjálplegt og þægilegt. Svipað viðmót og á Kaffitári, fyrirtækinu
frá Reykjanesbæ, sem áður þjónustaði kaffiþyrsta í Leifsstöð. Það
var áður en þjónustustarfsemin var öll stokkuð upp, að sögn af
erlendu ráðgjafafyrirtæki, sem hafði fengið það verkefni að gera
Leifsstöð nútímalega íslenska flugstöð, með áherslu á íslenska.
Leifsstöð átti að verða íslenskari en nokkru sinni. Ef ég man rétt
þá voru þessi ...
Lesa meira

Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi
vörur frá Ísrael " meðan hernám Ísraelsríkis á
landsvæði Palestínumanna varir" er mjög vel heppnuð
að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki
búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.
Viðbrögðin í Ísrael og víða erlendis veru ágætur mælikvarði
á mikilvægi þessarar samþykktar. Fyrir Ísrael skiptir
sniðganga Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum engu máli ein og
sér. En samþykktin gæti orðið smitandi ... Borgarstjóri
segist vilja endurskpoða afstöðu sína og hverfa frá stuðningi við
tillögu Bjarkar. Ég skora á hann að endurkoða hug sinn
enn!
Lesa meira
Birtist í DV 19.09.15.
Langt er síðan annar eins hófsemdarmaður hefur komist í fremstu
víglínu breskra stjórnmála og nýkjörinn formaður
Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn. Hann hefur verið sjálfum sér
samkvæmur þótt flokkur hans hafi á síðasta hálfum öðrum áratug
hneigst til stefnu bæði í innanríkismálum og utanríkismálum
sem að mínu mati er mjög öfgafull ... Ég hef hlustað á menn sem
koma fram í nafni "stjórnmálafræðinnar" í fjölmiðlum og útmála
Corbyn sem öfgamann án þess að þurfa að færa rök fyrir því í hverju
meintar öfgar felist. Í þá veru talaði til dæmis einn slíkur
fræðingur, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í hádegisfréttum
Ríkisútvarpsins fyrir fáeinum dögum og bætti því við að í ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.09.15.
Margir fara mikinn í réttlætingu á refsiðagerðum gagnvart
Rússum. Sitthvað er tínt til. Talað er um
"grundvallarsiðgæði" sem aldrei skuli hvikað frá - og alls
ekki undir nokkrum kringumstæðum megi láta veraldlega hagsmuni
villa sér sýn, til dæmis þegar í húfi sé að koma afurðum á markað.
Gott og vel. Erum við tilbúin að gera það? ... Á
fjósbitanum fitna nú ýmsir. Harðlínuöfl styrkjast og
hergagnaiðnaðurinn fagnar hátíð í bæ. Allt þetta er í góðu samræmi
við áherslur ríkisstjórnar Íslands því í skýrslu
utanríkisráðherrans um utanríkismál sem rædd var á Alþingi í
mars sl., kemur fram ...
Lesa meira

... Ekki var ég sáttur við yfirlýsingar Bjarkar Vilhelmsdóttur,
fráfarandi borgarfulltrúa, um nauðsynlegt "spark í rassinn" á
mörgum þeim sem leita til félagsþjónustunnar. En þeim mun ánægðari
var ég með svohljóðandi tillögu hennar í borgarstjórn Reykjavíkur
um Palestínu: "Borgarstjórn samþykkir að fela
skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við Innkaupadeild
Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar
á ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði
Palestínumanna varir."Tillagan var samþykkt og er hún
...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum