Fara í efni

HEILBRIGÐISKERFIÐ TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI

Bylgjan - í bítið 989
Bylgjan - í bítið 989

Í morgun ræddum við Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um stefnumarkmið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Mér þykir augljóst að þar eru að verða straumhvörf en eins og fyrri daginn þegar óvinsæl einkavæðingaráform eru á vinnsluborði Sjálfstæðisflokksins vilja talsmenn hans ekki kannast við eigin stefnu.
Guðlaugur Þór segir af og frá að nokkuð róttækt sé á döfinni þótt fyrirtækin spretti nú upp hvert á fætur öðru sem fagna nýjum tímum, Sinnum, Evar Consortium, Klíníkin og svo framvegis.
Þátturinn er hér: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP38160