Fara í efni

FJALLAÐ UM KÚRDA OG PALESTÍNUMENN

Annette Groth - skip
Annette Groth - skip

Í vikunni sótti ég tvo mjög áhugaverða fundi annars vegar um Kúrda á mánudag á vegum Róttæka sumarháskólans og hins vegar á vegum Félagsins Ísland-Palestínaá miðvikudagskvöld þar sem þýskur þingmaður sem var um borð í hjálparskipinu Mavi Marmara, sem Ísraelar hertóku þegar reynt var að sigla því til Gaza með nauðsynjar og hjálparstarfsmenn fyrir réttum fimmárum. Þessi för endaði með ósköpum.

Fyrirlestur þeirra Unnar Eddu Garðarsdóttur og Eyrúnar Ólafar Sigurðardóttur um Kúrda og Kúrdistanhjá Róttæka Sumarháskólanumvar áhugaverður en þess má geta að Róttæki sumarháskólinn efnir þessa dagana til umræðu um ýmis áhugaverð efni sem að ósekju meira mætti fara fyrir í fjölmiðlum.
Að Róttæka Sumarháskólanum standa sjálfboðaliðar sem starfa í framkvæmdahóp sem skipaður er á hverju hausti. Hópurinn starfar samkvæmt stefnu og viðmiðum Róttæka sumarháskólans, sem lesa má um á heimasíðu skólans.
Markmiðið er að skapa vettvang sem styrkir róttækt pólitískt umbreytingarstarf.
Upplýsingar er að finna á www.sumarhaskolinn.org og á Facebook síðu RóSu
https://www.facebook.com/rottaeki.sumarhaskolinn?fref=ts
Frá því er skemmst að segja að fyrirlestur þeirra Unnar Eddu og Eyrúnar Ólafar á Múltíkúltí  var mjög vel sóttur - hátt í hundrað manns -  og kveikti hann áhuga á málefninu auk þess sem áhugasamir fengu margvíslegan fróðleik fram borinn. Sjálfur varð ég margs vísari.
Ástæða er til að þakka þetta framtak sem vissulega vekur von um að pólitíkin sé ekki alveg jafn dauð og hún virðist þessa dagana. Þarna vantaði alla vega ekki áhuga og góðan baráttuanda!
Róttæki sumarskólinn
Ekki verður sagt að baráttuandann vanti í hjarta Annette Groth, þingkonu á Sambandsþingi Þýskalands en hún var í hópi þeirra sem reyndu að brjótast í gegnum hafnbann Ísraela gagnvart Gaza fyrir fimm árum en hún var um borð  í hjálparskipinu Mavi Marmara sem var á leið með nauðsynjar og hjálparstarfsmenn til Gaza. Á vel sóttum fundi í Friðarhúsi á miðvikudagskvöld sagði Annette frá reynslu sinni þegar Ísraelar hertóku skipið og myrtu níu manns. 
Á fundinum var einnig eiginmaður Annette, Günther Rath sem hefur tekið þátt í alþjóðlegri mannréttindabaráttuum áratugaskeið. Fyrirlesturinn og umræður í kjölfarið voru góðar og upplýsandi. Annette ræddi mikilvægi þess að láta mannréttindabrot aldrei liggja í þagnargildi og vísaði í markmið Russel stríðsglæpadómstólsins - Russeltribunal - um að uppræta verðiþann glæp sem fólginn er í þögninni, thecrime of silence!

Fréttablaðið birti áhugavert viðtal við Annette Groth um þá atburði sem hún varð vitni að fyrir fimm árum: http://vefblod.visir.is/index.php?s=9310&p=197686

 http://www.visir.is/gleymir-aldrei-theim-niu-sem-voru-myrtir/article/2015708139965