Greinar Ágúst 2015
Helgi H. Jónsson, fyrrum fréttamaður er látinn. Við vorum
þremennigar að frændsemi þar sem afi minn og amma hans voru
systkini, ættuð norðan frá Torfalæk í Húnavatnssýslu. Það voru þó
ekki ættartengslin sem leiddu til kynna okkar heldur Ríkisútvarpið,
sem um árabil var sameiginlegur samstarfsvettvangur okkar. Á
síðustu árum höfum við haft nokkur samskipti þar sem ég
kynntist vel hjálpseminni og velviljanum sem bjó með þessum
frænda mínum. Eftirfarandi minningarorð birtust í Morgunblaðinu í
dag ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
22/23.08.15.
... Það fór nefnilega svo - eða þannig heyrði
ég söguna-, að svo kyngimögnuð hafi frásögn leiðsögukonunnar verið,
að ferðalangarnir urðu hreinlega uppnumdir og kváðust
aldrei hafa komið til eins heillandi og spennandi lands og
Íslands. Höfðu þeir þó ekkert séð! ...
Það fylgdi sögunni að minningin lifi enn í huga hinna
ítölsku ferðalanga. Aðra litla sögu kann ég um mikilvægi
leiðsögumannsins. Hún er frá í sumar. Við erum stödd í
Víkingasafninu í Reykjanesbæ. Þar er að finna
skipið sem hagleikssmiðurinn Gunnar Marel smíðaði
og sigldi, ásamt áhöfn sinni, þöndum seglum alla leið til
Vesturheims ... Leiðsögumaður kemur í safnið með hóp
bandarískra ferðamanna. Þar eru á ferð verkfræðimenntaðir
...
Lesa meira

Altaristafla listmálarans Baltasars í kirkjunni á Ólafsvöllum á
Skeiðum er mögnuð. Myndin sýnir síðustu kvöldmáltíð Krists með
lærisveinum - og fleirum. Tuttugustu-aldar manninum Baltasar hefur
greinilega fundist ófært að hafa ekki konur með á myndinni ...
En það magnaða við töfluna er hvernig samtíminn, og þar með
kirkjugesturinn á Ólafsvöllum, rennur inn í heim Biblíunnar ... Við
vorum komin að Ólafsvöllum til að sjá eigin augum Prestsskurðinn,
sem svo er nefndur, en það er rúmlega kílómeters langur
handgrafinn(!) áveituskurður sem séra Stefán Stephensen, prestur á
Ólafsvöllum, 1864 til 1885, lét grafa. Sjálfur mun hann reyndar
hafa gengið harðast fram í greftrinum. Enginn, sem sér þennan
...
Lesa meira

...Í febrúar 2014 var lýðræðislega kjörinn forseti í Úkraínu
settur af með valdi. Hann þótti andsnúinn ESB og hallur undir
Rússa.Bandarísk yfirvöld voru staðin að verki um bein afskipti,
m.aað vilja handvelja leiðitaman eftirmann ...Fasísk öfl voru
gerendur í valdaráninu og eru enn.Eftir hrun Sovétkerfisins var
Krím-búum hótað valdbeitingu ...Um er fyrst og fremst að
ræða hagsmuni hernaðar og fjármagns.En hvað skyldu
þessihagsmunaöfl þurfa að gera til að fylgjendum NATÓ og ESB þætti
ástæða fyrir Ísland að rjúfa samstöðuna;"rjúfa samstöðu
lýðræðisþjóðanna"?... Við þessu kann ég ekki svar. En
það er þetta sem ég á við þegar ég segist sakna Palme-tímans þegar
Svíar rufu slíka samstöðu með því að tala máli mannréttinda
...
Lesa meira
Birtist í DV 14.08.15.
... Er það vegna þess að rússnesk stjórnvöld virða ekki
lýðréttindi í Rússlandi, til dæmis réttindi
samkynhneigðra? Nei, sú er ekki ástæðan. Er það vegna þess
að Rússar eru almennt ógnun við grannríki sín? Nei, sú er
ekki ástæðan ... Er það þá vegna þess að Rússar hafi haft
forgöngu um að steypa lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af
stóli þar í landi? Nei, það voru Bandaríkin, Evrópusambandið og
NATÓ ... Er það ef til vill vegna uppreisnar
aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu ...Já,
nú við erum að hitna ... Og kannski fyrst og
fremst vegna þess að Pútín og félagar innlimuðu í Krímskagann í
Rússland? Bingó, rétt svar! Rússland virðir með
öðrum orðum ekki rétt landamæri Úkraínu... en vilji íbúanna
skiptir engu máli ...
Lesa meira
...Í vikunni sótti ég tvo mjög áhugaverða fundi annars vegar um
Kúrda á mánudag á vegum Róttæka sumarháskólans og
hins vegar á vegum Félagsins Ísland-Palestínaá
miðvikudagskvöld þar sem þýskur þingmaður sem var um borð í
hjálparskipinu Mavi Marmara, sem Ísraelar hertóku
þegar reynt var að sigla því til Gaza með nauðsynjar og
hjálparstarfsmenn fyrir réttum fimm árum. Þessi för endaði með
ósköpum.
Lesa meira

...Þingmaður og fréttamaður hafa gefið upp boltann.Þetta eru þeir
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og Þorbjörn Þórðarson,
fréttamaður ... Nú er það svo að í flestum löndum - og öllum löndum
sem við helst viljum bera okkur saman við - er reynt að stuðla að
því að fólk, sérstaklega ungviði í uppvexti - neyti heilnæmrar
fæðu, drekki t.d. mjólk frekar en kók. Þess vegna styrkjum
við neytendur með því að hafa verð á heilnæmri
matvöru ekki hærra en svo að þeir geti ráðið við að hafa
hana á borðum til daglegrar neyslu ... Og ég mótmæli málflutningi
af því tagi sem hér hefur verið vísað til og gengur út á
það að koma inn sektarkennd hjá íslenskum bændum ...
Lesa meira

Félagið Ísland-Palestína
stendur fyrir áhugaverðum fundi í Friðarhúsinu Njálsgötu 87
(horni Njálsgötu og Snorrabrautar) í Reykjavík, miðvikudaginn 12.
ágúst klukkan 20 með þýsku þingkonuninni Annette
Groth um stöðu mála í Palestínu og Ísrael. Í
fréttatilkynningu frá félaginu segir m.a.: "Fimm ár voru liðin
í maí s.l. frá því ísraelskar sérsveitir réðust á friðarskipið Mavi
Marmara á alþjóðlegu hafsvæði og drápu níu sjálfboðaliða. Skipið
var á leið til Gaza með með hjálpargögn og átti um leið að rjúfa
herkvína. Annette Groth var meðal sjálfboðaliðanna
um borð. Hún hefur ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 10.08.15.
Óli Björn Kárason' varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins
, hefur tekið að sér að skýra og eftir atvikum verja stefnu
flokks síns í heilbrigðismálum. Það er krefjandi viðfangsefni og
greinilega ekki alltaf auðvelt. ... Gríðarlega mikilvægt
era ð taka þessa umræðu nú áður en fjárfestar taka til sín
stefnumótunarvaldið. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma
til að brjóta til mergjar reynslu annarra þjóða. Hvað það varðar að
fjármagn fylgi sjúklingi, þá mun það til dæmis vera reynsla margra
nágrannaþjóða eða svæða innan þeirra, að slík kerfi krefjist
mikillar yfirbyggingar ef ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 08.08.15.
... Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum
sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir
létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir
vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað
ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski
herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli
Tyrklands og NATÓ heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum
sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum