Greinar Júní 2015

... Ég borga tekjuskatt, útsvar og fasteignagjöld. Þetta
geri ég möglunarlaust og með ánægju svo lengi sem ég trúi því að
skattarnir fari til góðra málefna. Kylfan er látin duga á mig en
ekki gulrótin. Mér er ekki boðið upp á neinar samningaviðræður um
þessar greiðslur. Þar eru skýrar reglur sem eiga að taka til allra.
Ég fæ ekki skilið hvers vegna hið sama á ekki að gilda um
kröfuhafa í slitabúin, þ.e. vogunarsjóðina og áhættufjárfestana,
ómóralskasta fjárfestnigarfjármagn sem til er.
Auðvitað eiga hrægammarnir að greiða skatt samkvæmt sömu
lögunum. Allir sem einn. Og gleymum því ekki að 39% skattur
er ekki hár skattur við þessar aðstæður. Þegar það síðan
bætist við að ívilnunarviðræðurnar virðast hafa í för með sér að
koma eignarhaldi á bönkunum út fyrir landsteinana og skapa óvissu
um stórfellt gjaldeyrisútstreymi ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
27/28.06.15.
Það mun hafa verið fáeinum árum eftir að tvíburaturnarnir í New
York voru sprengdir að til Íslands komu fulltrúar frá
Evrópulögreglunni að fræða þingmenn um öryggi í flugi. Þeir gáfu
lítið fyrir öryggisleit á flugvöllum, sögðu að með einni
undantekningu hefði hún, að því best væri vitað, aldrei komið í veg
fyrir hryðjuverk. Eina undantekningin, flugfarþegi með sprengju í
skósóla hefði verið stoppaður á flugvellinum í Los Angeles en það
hafi verið vegna þess að bandarísku lögreglunni hefði verið kunnugt
um áform hans og varað við. Það þarf varla að taka fram að hinir
evrópsku lögreglumenn voru komnir til Íslands að tala máli
forvirkra rannsóknarheimilda. Ef valið stendur á milli þess
að ...
Lesa meira

Fyrirsögnin er yfirskrift ráðstefnu sem ég sótti í Ottawa í
Kanada þriðjudaginn 16. og miðvikudaginn 17. júní. Ég flutti þar
fyrirlestur um Hrunið íslenska og afleiðingar
þess. Þar var ég í hópi ræðumanna sem ég þekkti suma hverja vel af
afspurn, svo sem Robert Reich, fyrrum
vinnumálaráðherra og kopp innarlega í búri hjá Clinton og síðar
Obama. Þó ekki nógu innarlega til að hafa eins merkjanleg áhrif í
gjörðum þessara forseta og mér býður í grun að hann hefði viljað,
því Reich talar langt langt til vinstri við þessa tvo forseta
Bandaríkjanna. Annars talaði Reich fyrst og fremst ...
Lesa meira

Ríkisstjórnin setti sem kunnugt er lög á verkföll BHM og
hjúkrunarfræðinga. Í kjölfarið fréttum við af tíðum uppsögnum. Þær
eiga ekki að koma á óvart. Hvorki sjúkrahúsin né aðra starfsemi sem
verkfallsfólkið starfar við er hægt að starfrækja án þess. Og án
starfseminnar getur samfélagið ekki verið. Fyrst svo er þá taka við
önnur lögmál: Lögmál framboðs og eftirspurnar. Þau eru
mörgum hægri manninum hugleikin. Eru stjórnvöld ef til vill að
sækjast eftir því að virkja lögmál framboðs og eftirspurnar á
vinnustöðum? Það væri illa ráðið fyrir alla: Stjórnvöldin
og reksturinn, starfsandann og starfsfólkið. Hvað er þá til
ráða?....
Lesa meira

Fyrir réttum hundrað árum, 18. júní árið 1915, var íslenskum
konum tryggt kjörgengi til Alþingis svo og kosningaréttur í
þingkosningum. Áður var hann kominn til sögunnar í bæjarstjórnum.
Að fullu var kosningaréttur kvenna þó ekki tryggður til jafns við
karla fyrr en árið 1920. Á þessum sömu tímamótum hlaut
fátækasti hluti þjóðarinnar einnig kosningarétt en með þeim
skilmálum þó, að viðkomandi væri ekki í skuld við sveitarfélag
sitt! Fátæktin bitnaði á báðum kynjum en konur einar voru
látnar gjalda kynferðis síns. Sú tilhugsun að konur skuli ekki hafa
búið við áþekkan rétt og karlar hvað varðar þessi
grundvallamannréttindi krefst þess beinlínis að staldrað sé við.
Einmitt það hefur verið gert í dag og er það vel ...
Kosningaréttur kvenna kom ekki átakalaust. Það kostaði
mikla baráttu
Lesa meira
Birtist í DV 16.06.15.
... En andstæðingar þessarar hugsunar munu ekki hafa árangur sem
erfiði ef við aðeins höfum þolinmæði til að setja tímabundið
andstreymi í sögulegt samhengi. Ég er nefnilega sannfærður um að
samstaða og barátta ber alltaf ávöxt. Hún geri það á endanum.
Samfélaginu er nú öllu ljóst orðið að gegn kröfum launafólks sem
lagði niður vinnu á þriðja mánuð verður ekki staðið til lengdar.
Það er aðeins tímaspursmál hvenær orðið verður við kröfum þess
...
Lesa meira

Ágætlega mæltist Þeim sem töluðu við opnun "Fundar
fólksins" í Norræna húsinu í dag, kynninum,
forstöðumanni Norræna hússins og ráðherra norrænnar samvinnu.
Lestina rak Kristján Kristjánsson, KK, söngvarinn og
trúbadorinn ágæti og það liggur við að ég bæti við,
heimspekingurinn. KK þekkjum við fyrst og fremst með gítarinn og
röddina sem hefur fylgt okkur i gegnum tíðina. Á opnunarhátíðinni
"fílósóferaði" hann á áhrifamikinn hátt um fordóma og fordómaleysi
og hve mikilvægt það væri að fólk reyndi að ná saman í samræðu og
rækta hið góða með sér. Þetta, sagði KK. væri inntakið í
hugmundinni að baki "Fundar fólksins" sem efnt er til í Norræna
húsinu ...
Lesa meira
Birtist í DV 09.06.15.
Þingmenn, einkum úr stjórnarflokkunum, þótt ekki sé það
einhlítt, hafa að undanförnu látið þau orð falla að opinberi
geirinn eigi að fylgja samningum sem gerðir eru á almennum
vinnumarkaði. Verkfallsréttur til að knýja fram aðrar lausnir eigi
varla rétt á sér ... Lítum á þrjár fullyrðingar
sem jafnframt er ætlað að vera röksemdir fyrir þessum staðhæfingum
... Mín niðurstaða er sú að það eigi
ekki að vera í hendi sjálftökumanna í atvinnurekstri , sem
jafnframt eru ósvífnustu nirflar landsins þegar kemur að kjörum
annarra, að ákvarða launakjör á íslenskum sjúkrahúsum.
Vissulega er hægt að ofgera vanmáttugum markaðsfyrirtækjum en mér
þykja dæmin sanna að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 08.06.15.
... Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að
staldra við og ... spyrja hvert stefni þegar allt er lagt saman. Ég
fæ ekki betur séð við slíka skoðun, að þegar á heildina er liitið
stefni í aukið ráðherraræði og aukna miðstýringu á kostnað
löggjafans ... Á síðasta kjörtímabili var sett á laggirnar
nefnd til að gera tillögur um umbætur ... Árið 2011 leit síðan
dagsins ljós stjórnarfrumvarp ... Þar kom í ljós á hvern hátt
stuðla mætti að samhæfingu og "samheldni" innan
ríkisstjórna. Gleymum því ekki að þetta gerist á sama tíma
og vinsælt var að tala um ketti og kattasmölun svo vísað sé í
orðfæri þáverandi forsætisráðherra ... Nú á því
herrans ári, 2015 er þáverandi stjórnarandstaða, núverandi
stjórnarmeirihluti að leggja til svipaða hugsun ...
Lesa meira

Allt er á sínum stað í gamalkunnri tilveru.
Viðskiptaráð býsnast yfir skattahækkunum í tíð
síðustu ríkisstjórnar og Staksteinar
Morgunblaðsins taka undir og kalla þetta heimsmet í
skattahækkunum. Það er vissulega rétt að umtalsverðar breytingar
voru gerðar á skattkerfinu í tíð síðustu ríkisstjórnar og eru þær á
meðal verka þeirrar stjórnar sem við getum verið einna stoltust af.
Markmiðið var þetta: Grípa til ráðstafana sem hlutfallslega
léttu skattabyrðum af lágtekjufólki en þyngdu þær á hinum
aflögufæru. Auðlegðarskatturinn var dæmi þar um.
Núverandi ríkisstjórn hefur gagnstæð markmið og enda hefur hún sett
í forgang að létta sköttum af hátekjufólki. Afnám auðlegðarskatts
er dæmi þar um. Margoft hefur komið fram að Viðskiptaráði
og Staksteinum þykir núverandi ríkisstjórnin hafa
sett sér góð markmið en vera of sein til verka. En væri ef
til vill ráð að ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum