BSRB: LÍFEYRIRSJÓÐIR EKKI Í EINKAVÆDDRI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU!

bsrb - lógó 1"Lífeyrissjóðirnir, sem eru eign almennings, ættu ekki að fjárfesta í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Við erum alfarið á móti því og tala ég þá fyrir hönd BSRB. Í öllum okkar ályktunum og samþykktum er lýst þeirri skoðun að almannaþjónustan eigi að vera rekin fyrir skattfé en ekki í einkarekstri."

Þetta eru orð Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB og er þetta eftir henni haft í DV. Þar kemur fram að minnsta kosti tveir af þremur lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi hlut bæði í fasteignafélaginu Reitum hf, og Kjölfestu slhf. Bæði þessi félög hafa hagsmuna að gæta í Hótel Íslands-húsinu, en þar er meðal annars ætlunin að reka læknamiðstöðina Klíníkin Ármúla.

Ég vil taka undir þessi orð formanns BSRB. Það er lofsvert að samtökin andmæli hlutdeild lífeyrissjóða opnberra starfsmanna í einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar og hljóta viðkomandi lífeyrissjóðir að draga fjárfestingar sínar til baka. Þá á DV lof skilið fyrir að fylgja þessum málum eftir í fréttaflutningi að undanförnu.
http://www.dv.is/frettir/2015/5/16/bsrb-motfallid-einkarekinni-heilbrigdisthjonustu/

Hér má sjá nokkrar greinar um umfjöllun um þetta efni á þessari síðu:
http://ogmundur.is/samfelagsmal/nr/3458/

http://ogmundur.is/annad/nr/7260/

http://ogmundur.is/annad/nr/7324/

http://ogmundur.is/annad/nr/7285/

http://ogmundur.is/annad/nr/3535/

Fréttabréf