RAFRÆN SKILRÍKI TIL UMRÆÐU Á RÚV

RÚV - smallYfirlýsing fyrirtækisins Auðkennis um gjaldtöku af viðskiptavinum sínum um næstu áramót varð aðstandendum Samfélagsins í nærmynd á Ríkisútvarpinu tilefni til að ræða við mig um rafræna þjónustu í þættinum í dag.
Ég hef verið mjög gagnrýninn á ríkisstjórnina og stjórnsýslunna innan Stjórnarráðsins og þá Fjármálaráðuneytisins sérstaklega, fyrir að draga taum þessa fyrirtækis.
Steininn tók úr þegar stjórnvöld gerðu það að skilyrði fyrir skuldaleiðréttinginni svokölluðu að umsækjendur gerðust áður viðskiptamenn þessa einkafyrirtækis.

Hér er um umfjöllun um þáttinn á vefsíðu RÚV í dag og jafnframt slóð inn á Samfélagið í nærmynd:  http://www.ruv.is/frett/audkenni-og-leidrettingin-forkastanlegt

Fréttabréf