Greinar Apríl 2015
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.04.15.
Í ár minnumst við þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því
konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við ættum að
minnast þess líka að fátækt fólk fékk þá einnig atkvæðisrétt - með
skilyrðum þó. Vinnuhjú sem nú máttu kjósa áttu ekki að njóta þess
réttar ef þau voru í skuld við sveitarfélagið! Þegar
mannréttindasigrum er fagnað er jafnframt hollt að minnast þeirra
sem mannréttindi voru brotin á. Þegar litið er um öxl á
lýðræðisvegferðinni sjáum við brotalamir sem voru ekki alltaf
augljósar í samtímanum. Við undrumst nú þröngsýnina og íhaldssemina
sem hafði mannréttindin af konum og eignalausu fólki fyrr á
tíð. En getur verið að við þurfum að bíða enn í
hundrað ár eftir því að Háskóli Íslands stígi út úr forneskjunni
...
Lesa meira

... Fulltrúar ríkja sem nýlega eru komin undan
Sovéthælnum eru reiðir og jafnvel, í sumum tilvikum, hatursfullir
og eru það vissulega skiljanleg mannleg viðbrögð þótt menn geti
ekki leyft sér annað en að taka yfirvegaðar ákvarðanir þegar stigið
er inn fyrir dyr Evrópuráðsins. Það hefur ekki öllum auðnast að
gera og væri illt ef þetta leiddi til þess að gagnrýnis raddir á
þeirra eigin gjörðir ... verði kæfðar með þöggun í
einhvers konar allsherjar tilinningaofsa ...Ég ... gerði grein
fyrir þessum sjónarmiðum og varaði við því að Evrópuráðið sem væri
hugsað sem mannréttindstofnun almennings - oft í átökum við
ríkisvald - yrði þróað yfir í einhvers konar mini-NATÓ eða
Evrópusamband ... Ég tók einnig þátt í umæðu um
njósnir og eftirlit í símkerfum og á netinu,
"Mass-Surveillance", einsog það hét á
ensku.Fram hafði verið lögð sérdeilis góð skýrsla um efnið ...
Breskir íhaldsmenn gerðu sitt til að reyna að vatna skýrsluna út
... en höfðu ekki árangur sem erfiði....
Lesa meira

...Aðuvitað má til sanns vegar færa að allt þetta mætti gera þótt
vali á stjórnarmönnum væri öðru vísi háttað. Ég er
einvörðungu að benda á að með kerfislægri nánd er ábyrgðin færð nær
verkalýðshreyfingunni annars vegar og atvinnurekendum hins vegar,
en báðir aðilar tel ég að eigi áfram að eiga aðild að stjórnum
lífeyrissjóðanna. Ekki aðeins verkalýðshreyfingin heldur
einnig atvinnurekendur verða að finna til sinnar ábyrgðar.
Síðan er það annað mál hvernig við viljum haga
lífeyrisfyrirkomulaginu til framtíðar; hvort þar sé þörf á
breytingum. Ég tel tvímælalaust svo vera ... Einnig hef ég lýst
áhyggjum yfir því hvernig lífeyrissjóðirnir fara með vald sitt í
atvinnulífinu. Þar höfum við nýleg
dæmi ...
Lesa meira

Kristján Loftsson,
stjórnarformaður Granda, hefur birst okkur í fréttum á
undanförnum dögum í sérkennilegu hlutverki. ... Kristján hefur
hagað máli sínu á þann veg að fólk flykkist á kjörstað að greiða
verkfalli atkvæði sitt ... Fyrir daga uppeldisfræðinnar hefði
einhver sagt að svona menn ætti að rassskella. Bót í máli að þeir
gera það sjálfir; segja sjálfir allt sem segja þarf ... Einn
stjórnarmaður í Granda hefur neitað að taka við hækkuninni. Það er
Rannveig Rist, álforstjóri ... ákvörðun Rannveigar
Rist gengur þvert á ókurteisi stjórnarformanns Granda; yfirlýsing
hennar slær mig sem eins konar afsökunarbeiðni fyrir hönd
stjórnenda Granda! Þess vegna skiptir hún máli. Nú þarf að
fylgja þeirri afsökunarbeiðni eftir með því að samþykkja hófsamar
og sjálfsagðar kröfur Starfsgreinasambandsins ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.04.15
... Auðkenni hefur verið starfandi um nokkurra ára bil og haft
undarlega greiðan aðgang að Fjármálaráðuneytinu. Fyrir því fann ég
þegar ég gegndi embætti ráðherra í Innanríkisráðuneytinu, sem
hefur með málefni rafrænnar þjónustu að gera. Setti ég niður hælana
enda leit ég á rafræn skilríki sem hluta af innviðum samfélagsins
sem mættu undir engum kringumstæðum ganga kaupum og sölum eða eru
menn nokkuð búnir að gleyma áhuga Kínverja á að kaupa íslenskan
banka? Skyldi þá ekki skipta máli hvað fylgdi með í kaupunum?
Ég beindi ég sjónum þess vegna að Þjóðskrá sem ætti að hafa
með hendi það hlutverk að byggja upp og treysta þessa innviði.
Vinna þar á bæ lofaði góðu - og gerir enn. Þessu kunnu
Auðkennismenn og hjálparhellur þeirra innan Stjórnarráðsins illa.
Eftir stjórnarskiptin gátu þeir hins vegar ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 14.04.15.
... Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum
almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum
þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu
ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk
samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar
þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál
og blöndu af þessu tvennu. Þegar fjölmiðlar ráðast til
atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið
kemur til með að beinast að þeim sjálfum ... Ég tek undir með
Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð
persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður
staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna
... Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum
leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa
herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365
fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem
undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að
...
Lesa meira
Yfirlýsing fyrirtækisins Auðkennis um gjaldtöku af
viðskiptavinum sínum um næstu áramót varð aðstandendum
Samfélagsins í nærmynd á Ríkisútvarpinu
tilefni til að ræða við mig um rafræna þjónustu í þættinum í
dag.
Ég hef verið mjög gagnrýninn á ríkisstjórnina og stjórnsýslunna
innan Stjórnarráðsins og þá Fjármálaráðuneytisins sérstaklega,
fyrir að draga taum þessa fyrirtækis. Steininn tók úr þegar
stjórnvöld gerðu það að skilyrði fyrir skuldaleiðréttinginni
svokölluðu að umsækjendur gerðust áður viðskiptamenn þessa
einkafyrirtækis. Hér er ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12.04.15.
...
Allt þetta hefur farið í gegnum huga mér eftir að ég las grein
eftir Hjörleif Guttormsson, náttúrufræðing og fyrrum
stjórnmálamann, um Skógafoss og fyrirhugaða hótelbyggingu
þar. Hjörleifur hvetur okkur til að hugsa langt fram í tímann og
bendir á að með útsjónarsemi megi reisa fyrirhugað hótel í grennd
við Skógafoss þannig að hótelgestir megi sem best njóta fossins án
þess þó að eyðileggja áhrifin sem frá honum stafa. Ekki er ég
þaulkunnugur þessu máli. En hitt veit ég, hve varasamt það er að
hlusta ekki á þá sem taka upp hanskann fyrir móður jörð, okkur
öllum til farsældar þegar til langs tíma er litið. Þess vegna segi
ég, enga Potsdam blokk á Skógasandi. Hlustum á Hjörleif ...
Lesa meira

Stöðugt fáum við fréttir af björgunarafrekum hjálparsveitanna.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur löngu unnið sér
sess í hjarta þjóðarinnar enda eigum við því óeigingjarna fólki sem
þar starfar mikla skuld að gjalda. Sjálfum finnst mér það skipta
gríðarlegu máli að viðhalda því fyrirkomulagi sem mér finnst
reyndar vera aðalsmerki íslensku hjálaparsveitanna að
krefja aldrei um gjald fyrir útköll sín. Hugmyndum um
slíka gjaldtöku er annað veifið hreyft, sérstaklega eftir að fólk
sem hundsað hefur viðvaranir lendir í hrakningum. Um leið og byrjað
yrði að rukka þá óttast ég að illa verði aftur snúið og hvar ætti
síðan að draga mörkin? Við læknum fólk án gjaldtöku þótt vitað sé
að það hafi í neysluvenjum sínum stefnt líkama og sál hraðbyri að
sjúkrabeðinu.Tilefni hugleiðinga minna nú eru fréttir vikunnar af
ófærð á heiðavegum ...
Lesa meira
Birtist í DV 10.04.15.
... En það
samkomulag var skilyrt og horfðu starfsmenn til loforða
...skyldu menn ekki missa vinnu sína ... Formaður,
SFR, Árni Stefán Jónsson, lýsir vinnubrögðunum á eftirfarandi
hátt: "Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf
önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma
áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á
starfsmannafundi .... var starfsfólk beðið um að fara á
starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið
varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan,
sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og
ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu
uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks
enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna ...".
Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð. En hitt er víst að
þessu máli er ekki lokið ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum