Greinar Mars 2015

Bandalag hinna viljugu, Coalition of the
willing sem George Bush.
Bandarikjaforseti, skipulagði ásamt vafasömum félögum sínum í
stjórn Bandaríkjanna í aðdraganda innrásarinnar í Írak vorið 2003
líður fáum úr minni, alla vega ekki Íslendingum sem urðu vitni að
því að Íslandi var skipað í þennan hóp að Alþingi forspurðu. Þetta
stríddi gegn íslenskum þingskaparlögum því samkvæmt þeim bar að
hafa samráð við utanríkismálanefnd Alþingis. Í síðustu viku kom til
umræðu á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum sem varða
þetta mál ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28./29.03.15.
Ekki er langt síðan að hrollur fór um Parísarbúa. Þetta var
skömmu eftir að blaðamenn á franska blaðinu Charlie Hebdo,
sem birtu skopmyndir um Múhameðstrú, voru myrtir í París og öll
Evrópa hafði risið upp til að segja hátt og skýrt til að árétta
samstöðuna, Je suis Charlie, við erum öll Charlie. Þannig mótmæltum
við grimmdarverkunum og sýndum samstöðu með frjálsri fjömiðlun.
Líka fjölmiðlun sem við berum ekkert sérstaklega mikla virðingu
fyrir. En nú skalf París vegna frétta af mannlausum loftförum,
drónum, sem enginn kunni deili á. Drónar höfðu sést sveima við
Eiffelturninn og aðrar byggingar í París sem Frakkar líta á sem
þjóðargersemar. Sú tilhugsun að ...
Lesa meira
Birtist í DV 27.03.15.
... En þótt við værum ósammála vil ég engu að síður þakka
Guðlaugi Þór fyrir málefnalegt framlag hans til umræðu um
gerðardóma ( Investor-State Dispute Settlement, ISDS) í
alþjóðlegum viðskiptasamningum ... Því miður fer lítil
opinber umræða fram um þetta efni og þykir mér þakkarvert
þegar það er tekið upp af þeim sem hafa lagt sig eftir að kynna sér
málavöxtu. Eins og ég skil þá þróun sem orðið hefur í gerð
fjölþjóðlegra viðskiptasamninga þá taka þeir grunvallarbreytingum
um miðjan tíunda áratug síðustu aldar ... Athyglisvert er hvað
segir um gerðsardómafyrirkomulagið í skýrslu utanríkisráðherra en
tilefnið eru nýgerðir viðskiptasamningar milli ESB og
Kanada sem utanríkisráðuneytið segir hinn
"metnaaðrfyllsta" sinnar tegundar þótt
...
Lesa meira
... Kostirnir við þessa nefndarfundi ... er að menn gefa
sér betur tíma til að kafa í einstök málefni, kalla til fræðimenn
og fulltrúa frjálsra félagasamataka og byggja síðan skoðanaskipti á
framlagi þessara gesta, auk þess að koma eigin viðhorfum til skila
... Kynnt var bréf á fundinum frá Pushkov,
formanni rússnesku sendinefndarinnar hjá Evrópuráðinu, um að
Rússar vildu nú engin samskipti við Evrópuráðið út þetta ár,
greinilega þreyttir á heiftúðugri umræðu um sjálfa sig - um þá en
án þeirra .... Áhugaverður þáttur sem kom til umræðu á
þessum fundi sneri að hryðjuverkaárásunum í París,
"Saman um lýðræðislegar lausnir."
...Áhyggjur komu fram í þessari umræðu um að
sveiflurnar í evrópsku efnahagslífi, sem sums staðar hefðu orðið að
alvarlegri efnahags- og félagskreppu, gætu hæglega þróast í
stjórnmálakreppu þar sem sjálft lýðræðið væri í
húfi. ...
Lesa meira

Skýrsla utanríkisráðherra um utnaríkismál kom til umræðu á
Alþingi fimmtudaginn 19. mars. Í skýrslunni kennir ýmissa grasa.
þar kemur til dæmis fram mikill fögnuður yfir því að NATÓ skuli
hafa komið sér upp sérstöku "hraðliði" og að bandalgasríkin hafi
skuldbundið sig til að leggjast í frekari hernaðaruppbyggingu. Fram
kemur að allt þetta styðja íslensk stjórnvöld. Tekist hafi
"að stöðva niðurskurð til varnarmála
...og stefna að auknum fjárfestingum á þessu sviði næsta
áratuginn." ... Í umræðu um skýrsluna ítrekaði ég
það sem ég hef stundum sagt áður að aumasta hlutskipti
nokkurrar þjóðar hljóti að vera að slá sér á brjóst fyrir að vera
herlaus en halda sig þó innan hernaðarbandalags og
samþykkja þar ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 25.03.15.
Það mun hafa verið undir aldarlokin að kunningi minn lá
banaleguna á Borgarspítalanum í Reykjavík með óviðráðanlegt
krabbamein. Á sjúkrahúsinu fékk hann þá umönnun og þjónustu sem völ
var á. Þó ekki alveg. Þegar gera þurfti tilteknar röntgenrannsóknir
var ekið með hann í sjúkrabíl á Dómus Medica þar sem var að finna
enn betri tæki en á sjúkrahúsinu. Hvernig gat þetta verið? Hver
hafði greitt fyrir þessi tæki? Greiðslurnar höfðu að sjálfsögðu ...
Nú er hættan sú að skrif mín verði skilgreind sem níð og
rógburður um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Vísa ég þar í grein
eftir Birgi Guðjónsson, lækni, sem ...
Lesa meira

Í marsútgáfu Stundarinnar, nýs blaðs sem er að
hasla sér völl sem prentmiðill og vefmiðill, skrifar Jóhann
Páll Jóhannsson, blaðamaur mjög góða og upplýsandi grein
um dróna - mannlaus sprengjuloftför Bandaríkjahers. Ástæða er til
að þakka sérstaklega fyrir þessa umfjöllun. Dróna árásunum er stýrt
af bandarísku leyniþjónustinni,CIA, sem nýtur þeirra vafasömu
forréttinda að vera undanþegin öllu sem kenna má við lög og rétt
.... Um leið og fagna ber því að Stundin beini sjónum að þessu máli
hvet ég lesendur til að kynna sér grein Jóhanns
Páls. Myndin hér á ofan sýnir suma helstu ábyrgðaraðila
drone árásanna fylgjast með afreksverkum sínum úr fjarlægð. Í
greininni er vísað sérstaklega í nýlegt morð á 13 ára dreng í
Jemen, Jahmi að nafni. Hann var ...
Lesa meira

Í ávarpsorðum Dags Kára, kvikmyndaleikstjóra
við frumsýningu Fúsa, nýrrar kvikmyndar
eftir hann, sem frumsýnd var í dag, sagði hann að hugmyndin
hefði kviknað í Leifsstöð fyrir nokkrum árum þegar hann einhverju
sinni var þar að bíða eftir flugi. Út um gluggann hefði hann fylgst
með öllum þeim sem voru að sýsla í kringum vélarnar, hlaða þær og
afferma og svo einnig litlu dráttarbílunum, sem drógu
hleðsluvagnana og minntu svo á leikföng. "Mikið rétt" hugsaði
áhorfandinn, sem kannaðist við þessa líkingu. "Svo smellti
ég í huganum honum Gussa undir stýri í einum slíkum bíl",
bætti leikstjórinn við, " og það var upphafið
að ...
Lesa meira

Samtökin ATTAC voru stofnuð árið 1998 til að standa
vaktina gegn ásælni alþjóðafjármagnsins ... Hér á landi hafa ATTAC
samtökin staðið að því að vekja fólk til vitundar um ágengni hins
alþjóðlega auðvalds, meðal annars með upplýsingafundum um
fjölþjóðlega viðskiptasamninga á borð við TiSA samningana
... Mér var boðið að halda erindi á einum slíkum fundi í
vikunni ... Á fundinum vakti forrmaður ATTAC
samtakanna hér á landi, Sólveig Jónsdóttir, máls á
ýmsum hliðum TiSA samninganna og benti m.a. á hve varasamt væri að
leggja að jöfnu hagsmuni einstakra fyrirtækja, annars vegar
og almannahag, hins vegar. Gunnar Skúli
Ármannsson, læknir flutti inngangstölu um efnið en
hann hefur skrifað afbragðsgóðar greinar um þetta málefni og annað
skylt í blöð, meðal annars ...
Lesa meira

Í sölum Alþingis og í ræðu og riti í fjölmiðlum ... hef ég
gagnrýnt hvernig ríkið hefur reynt að þvinga einstaklinga til þess
að gerast viðskiptavinir fyrirtækisins Auðkennis sem er í eigu
bankanna, til að fá svokallaða rafræna aðkomu í því skyni að
staðfesta leiðréttingu lána sinna hjá embætti Ríkisskattstjóra ...
er mikilvægt að fólk láti ekki andúð sína á þessum
makalausu vinnubrögðum ríkisins verða til þess að missa af því að
staðfesta endurútreikninga lána sinna. Ég hvet alla sem eru svipaðs
sinnis og ég að leiða þessa deilu hjá sér um sinn því á mánudag,
23. mars, rennur frestur út til staðfestingar á
endurútreikningi . Það verður að hafa forgang að ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum