Greinar Febrúar 2015
Birtist í DV 27.02.15.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lýst því yfir
að TiSA samningurinn um markaðsvæðingu þjónustuviðskipta verði
"gerður opinber strax og hann verður undirritaður." Væri
ekki ráð að samningurinn eða öllu heldur samningsdrögin verði gerð
opinber áður en þau verða undirrituð af Íslands hálfu? TiSA
samningarnir um markaðsvæðingu þjónustuviðskipta, (Trade in
Services Agreement), hafa verið í burðarliðnum í um þrjú ár eða
eftir að GATS viðræðurnar um sama efni sigldu tímabundið í strand
vegna andstöðu ýmissa þróunarríkja svo og verkalýðshreyfingar sem
andæfðu því að ...
Lesa meira
Í gær fór fram útför Páls Guðmundssonar, kennara og skólastjóra
með meiru. Reyndar miklu meiru. Þannig kynntist ég Páli í hinu
mikla verkfalli BSRB árið 1984 þar sem hann stýrði aðgerðum. Páll
hafði einnig verið í verkfallstjórn í kjaradeilu opinberra
starfsmanna árið 1977 en þá var ég ekki til staðar og beið það
haustsins 1984 að leiðir okkar lægju saman. Aðgerðum í verkfallinu,
sem stóð í næstum heilan mánuð, var stýrt úr höfuðstöðvum BSRB en í
nábýli við aðgerðastjórnina var síðan hin fámenna ritstjórn BSRB
tíðinda ... Ekki verður sagt að ritstjórn BSRB tíðinda
hafi verið sérlega undanlátssöm þessa októberdaga. Þvert á móti
vildi hún að gengið yrði fram af sem mestri hörku. Ekki brást okkar
góði foringi, Páll Guðmundsson, í því efni. það gerði hann þó
...
Lesa meira

Í niðurlagi fréttafrásagnar vefmiðilsins Lifðu
núna (lifdununa.is) um ný-framkomið frumvarp sem borið er
fram af fulltrúum allra flokka á Alþingi og opnar á sanngirnisbætur
til þolenda ofbeldis í Landakotsskóla á sinni tíð, segir
m.a.: "Landakotsbörnin hafa reynt að ná fram
réttlæti í sínu máli og hafa leitað leiða til að fá fulltrúa
Vatikansins til að rannsaka mál þeirra. Þau telja að málið
snúist ekki eingöngu um sanngirnisbætur heldur að kirkjan
viðurkenni þessi brot og biðjist opinberlega
afsökunar.... Þetta er mergurinn málsins. Viljaleysi
Kaþólsku kirkjunnar að leysa málið með sóma veldur því að umrætt
frumvarp er lagt fram. Þegar allt kemur til alls var og er
Landakotsskóli hluti af íslenska skólakerfinu ... Sjá frétt ... af
viðbrögðum þolenda ...
Lesa meira
Í gær sótti ég athyglisverðan og vekjandi fyrirlestur
Sveins Mána Jóhannessonar, sagnfræðings, um
ríki og þekkingu í Bandaríkjunum á 19. öld. Sveinn Máni
leggur stund á sagnfræðirannsóknir í Cambridge í Englandi.og
fjallar doktorsritgerð hans um þetta efni ... Í rauninni er það
mjög merkilegt að í Bandaríkjunum, landi einkaeignarréttarins,
hefur fram á þennan dag verið ríkjandi það viðhorf að aðgangur að
rannsóknum og þekkingu eigi að vera frjáls og óhindraður. Í þessu
hefur reynst vera fólginn gríðarlegur jákvæður sprengikraftur
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 23.02.15.
... Ef ekki hefðu komið til uppljóstranir Wikileaks sl. sumar,
væri fátt vitað um samningsdrögin eins og þau hafa þróast.
Vissulega var vitað um að viðræður færu fram en að mjög takmörkuðu
leyti hafði verið látið uppskátt um tilveru þeirra og er reyndar
enn gengið út frá því að þau gögn sem byggt er á verði ekki opinber
fyrr en fimm árum eftir að samningur er
frágenginn! Í júní í fyrra voru birt á vegum Wikileaks
drögin einsog þau stóðu í apríl og fékk umheimurinn þá fyrst
nákvæmar upplýsingar um hvað var verið að véla á bak við lokuð
tjöld. ...Það gagnrýnisverða við TiSA viðræðurnar er að með þeim
reyna 50 ríki ( af 123 sem upphaflega undirrituðu GATS) að fara á
bak við almenning og einnig ...
Lesa meira

... Þetta eru nokkrar ýkjur en engu að síður er hægt er að taka
undir það sjónarmið að Þjóðarsáttin hafi varað stutt en það var
fyrst og fremst vegna þess að varla hafði blekið þornað á
undirskriftum samninganna þegar atvinnurekendur tóku að knýja á um
margvíslegar kerfisbreytingar, þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu
og einkavæðingu sem átti eftir að ágerst eftir því sem leið á
tíunda áratuginn ...Yfirlýsingar atvinnurekenda og
stjórnvalda nú um að huga beri að þjóðarsáttarlausnum í anda þess
sem gert var 1990 minnir okkur á mikilvægi sagnfræðinnar. Vönduð
sagnfræði kennir að lífið er ekki alltaf alveg eins einfalt og það
virðist við fyrstu sýn. Þannig þýðir lítið fyrir samtök
atvinnurekenda að biðja lægst launaða fólkið að sætta sig við bág
kjör sín á meðan ... ójöfnuður vex í þjóðfélaginu og
pólitískir samherjar þeirra í Stjórnarráðinu boða einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 23.02.15
.
... Ekki svo að slkilja að ég vilji gera
lítið úr formi og formgöllum. Réttarkerfið er eðli máls samkvæmt
grundvallað á formi. Form og formfesta er andstæðan við duttlunga
og geðþótta. En form getur líka verið uppspretta mistaka ef
ekki er nægur mannskapur og fjármunir fyrir hendi. Þess vegna leita
efnamenn jafnan varna í forminu en síður í efnisatriðum. Og þeir,
og stðuningsmenn þeirra, vita sem er, að öruggasta leiðin til að
vernda efnaða lögbrjóta er að skera niður hjá ákæruvaldinu. Í
Kastljósi Sjónvarps var fyrir nokkrum dögum mætt til leiks Eva
Joly, ráðgjafi Sérstaks saksóknara í kjölfar hrunsins. Í
viðtalinu ...
Lesa meira

... Við skulum ekki gleyma hver pólitískur litur er á valdaöflum
ESB. Merkel hin þýska er sama Merkel og orðaði þá snjöllu
hugmynd á sínum tíma að Grikkir seldu eyjarnar sínar til að grynnka
á skuldum - af sama toga og það væri að ráðleggja okkur að selja
Gullfoss - og Cameron hinn breski hefur litla samúð með
vinstrisinnuðum félagshyggjuöflum. Hollande hinn franski virðist
aðallega vera áhugamaður um Hollande hinn franska. Verkefnið hjá
þessum aðilum verður nú að grafa undan grísku
félagshyggjustjórninni, neyða hana til að gefa loforð sín og áform
upp á bátinn þannig að enginn fái þá grillu í höfuðið að
mannréttindi en ekki einka-eignarréttindi geti orðið vegvísir út úr
kreppum kapítalismans - kerfis misskiptingar og sérhyggju. Fróðleg
grein í ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 20.02.15.
... Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að
hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa
réttindi af hinum almenna starfsmanni ... En jafnframt var
takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu
frjálsari að hygla toppunum ... Ég er þeirrar skoðunar að
biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins
starfsmanna ríkisins. ... Stundum er því haldið fram að
"mannauðsmál" einsog í tísku er í seinni tíð að kalla
starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár
... Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir
vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð
mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að
ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með
aðkomu trúnaðarmanna ... þar sem jafningjar leysa málin
...
Lesa meira
... Starfslokasamningar tíðkast enn þrátt fyrir þetta
fyrirkomulag og eru iðulega gerðir himinháir samningar við toppana
hjá stofnunum og sveitarfélögum, jafnvel þegar þeir taka sjálfir
ákvörðun um að víkja úr starfi. Iðulega er þessum samningum haldið
leyndum enda þola þeir margir illa dagsljósið. Þessir samningar
byggja á geðþótta og samkennd valdafólks sem vill hugsa vel hvert
um annað. Hver veit hver næst þarf á góðri umbun að halda? Þetta er
kerfi mismununar. Eitt gildir um þá sem standa hátt. Annað um þá
sem standa lágt. Þannig á þetta ekki að vera. Þess vegna hef ég
lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunarétt fyrir almenna
starfsmenn ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum