Greinar Janúar 2015
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04.01.15.
... Þeim okkar sem hafa fulla vinnu og búa við sæmileg
launakjör væri hollt að hugleiða hvað okkur finnist um þá tilhugsun
að búa við 178 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og þurfa síðan að
sæta skerðingu eins og gerðist um þessi áramót hjá allstórum hópi
fólks. Ekki nógu stórum til að ógna einni ríkisstjórn nema að við
verðum nógu mörg sem sættum okkur ekki við tíðaranda þröngrar
eigngirni og svörum herhvöt Þorleifs Gunnlaugssonar til varnar
tekjulægsta fólkinu á Íslandi. ...
Lesa meira

Ég minnist þess að sem ungum dreng þótti mér áramótin í bland
vera þrungin trega. Nú árið er liðið í aldanna skaut, var sungið og
barnið sat eftir með þá hugsun að hið liðna væri okkur á einhvern
hátt gengið úr greipum, glatað - kæmi aldrei til baka. Þessu fylgdi
óútskýrð eftirsjá. En um leið var nýr forvitnilegur tími að
hefjast. Áramót voru því í senn tími eftirsjár og eftirvæntingar.
KK sagði einhverju sinni í áramótaspjalli um nýliðið ár, að það
hefði verið gott ár. Verst hve illa hefði verið talað um það! Eftir
því sem árin líða finnst mér það ...
Lesa meira

Ég sendi landsmönnum öllum kveðju á nýbyrjuðu ári um leið og ég
þakka kynni og samstarf á því ári sem nú er liðið. Megi árið
2015 færa ykkur öllum gleði og gæfu!
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum