GOTT AÐ RÆÐA ÞAÐ SEM BRENNUR Á ALLRA VÖRUM

Á laugardag kl. 13 verður haldið málþing í Iðnó í Reykjavík
undir yfirskriftinni, Stafar hætta af múslimum á Íslandi?
Fundarstjóri verður Markús Þórhallson frá
Djúpalæk, sagnfræðingur og þáttagerðarmaður á Útvarpi
Sögu. Í upphafi fundar flytja eftirtaldir framsögumenn fimm mínútna
innlegg: Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur
og trúarbragðafræðingur, Einar Már Guðmundsson,
rithöfundur, Gústaf Níelsson, sagnfræðingur,
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri
mannréttindaskrifstofu Íslands, Nadia Tamimi,
verslunarstjóri, Salvör Kristjana Gissurardóttir,
háskólakennari, Sólveig Anna Jónsdóttir,
leikskólaliði og aktivisti, Sverrir Agnarsson,
formaður félags múslima á Íslandi. Að framsögum loknum fara fram
umræður og fyrirspurnir úr sal.
Því miður á ég þess ekki kost að sækja þennan umræðufund en
mig langar til að þakka fyrir þetta frumkvæði að umræðu um
málefni sem brennur á allra vörum. Fordómar þrífast vegna
vankunnáttu og misskilnings og stundum blöndu af þessu tvennu. Með
opinni umræðu og skoðanaskiptum má forðast slíkt. Það góða við
samstöðufundina í Frakklandi og víðar í kjölfar hryðjuverkanna í
París, var meðal annars að skapa mörgu velviljuðu fólki af öllum
trúarbrögðum og skoðunum vettvang til að viðra sjónarmið sín og
skiptast á skoðunum við aðra. Fundurinn í Iðnó er tilraun til
slíkra skoðanaskipta.