BARÁTTUKONUR FYRIR EINKAVÆÐINGU HEILBRIGIÐSÞJÓNUSTUNNAR FENGNAR TIL EFTIRLITS OG LEIÐSAGNAR!

Ýmsum - þar á meðal mér- þótti ekki boða gott þegar
heilbrigðisráðherra þjóðarinnar, Kristján Þór
Júlíusson, mætti við kynningu þeirra Ásdísar
Höllu Bragadóttur og viðskiptafélaga hennar á nýjum
bisnissáformum "á velferðarsviði" fyrir rétt rúmu
ári
Á mbl.is hinn 7. desember 2013 segir m.a.:
"Broadway verður breytt í lækna- og heilsumiðstöð og Park Inn
hótel þróast í heilsuhótel. Þetta er meðal þess sem verður kynnt á
blaðamannafundi síðar í dag. Um rúmlega tveggja milljarða króna
fjárfestingu er að ræða. Á fundinum verða
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður EVA
consortium ehf. og heilbrigðisráðherra Kristján Þór
Júlíusson en þau munu kynna breytingarnar sem gerðar verða
á húsnæðinu .... Sinnum, sem er í eigu EVA consortium, rekur
sjúkrahótel á Park Inn en fyrirtækið fékk verkefnið eftir útboð.
Samningur var gerður til tveggja ára sem unnt er að framlengja í
eitt ár í senn. Sinnum sér um rekstur hótelsins, m.a. matargerð og
þrif, en Landspítalinn sér um hjúkrunarþjónustuna.
Hluthafar í EVU ehf. eru Gekka ehf. sem er í eigu
Ásdísar Höllu Bragadóttur og Aðalsteins
Jónassonar og Flösin ehf. sem er í eigu Ástu
Þórarinsdóttur og Gunnars Viðar." Sjá
nánar: http://ogmundur.is/stjornmal/nr/6935/
Fyrr á árinu, í júní 2013, höfðu þær Ásdís Halla Bragadóttir
og Ásta Þórarinsdóttir, sem Bjarni
Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur nú skipað nýjan formann
Fjármálaeftirlitsins, birst gaðhlakkalegar eftir að lífeyrissjóðir
höfðu gengið til liðs við þær í viðleitni til að taka yfir
heilbrigðiskerfið: sjá m.a. http://ogmundur.is/samfelagsmal/nr/6734/
.
Rikisútvarpið kynnti Ástu Þórarinsdóttur, sem
fjárfesti á velferðarsviði. Henni verður nú
í ofanálag ætlað að hafa eftirlit með heilbrigði
fjármálakerfis landsins. Með fullri virðingu fyrir Ástu
þórarinsdóttir leyfi ég mér að spyrja hvort virkilega ekki sé hægt
að finna einstakling til þessara starfa sem sjálfur er ekki á kafi
í fjármálabraski. Þá hef ég stundum trúað lesendum þessarar síðu
fyrir því að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á kvenlega
mýkt vekja orðið hjá mér ugg því þau hafa reynst harðdrægust við að
koma velferðarþjónustinni í hendur fjárgróðafólks - hönd í hönd með
mildri Evu. Nánast þannig hefur það verið orðað. http://ogmundur.is/annad/nr/3535/
Nú rær fyrrum bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Garðabæ, Ásdís Halla
Bragadóttir, lífróður undan yfirlýsingum sínum hjá Samtökum
atvinnuífsins frá því í apríl í vor þar sem hún sagði Albaníu
mörgum ljósárum á undan Íslendingum í þróun
heilbrigðisþjónustunnar. Og þegar Egill Helgason benti henni á að í
því landi væri barnadauði mikill - en fæðingarhjálpin í
Albaníu var einmitt útgangspunktur Höllu Bragadóttur í messu
sinni hjá SA, þá sagði hún að það væri valfrelsið sem hún dáðist að
því að þar gætu mæður valið á milli almennrar þjónustu og
gullpakkaþjónustu. Þetta væri ekki hægt hér á landi og reyndar svo
fjarri lagi að aðeins verði mælt í ljósárum.
http://www.visir.is/-ekki-hvarflar-ad-mer-ad-gera-albaniu-ad-fyrirmyndarlandi-vardandi-heilbrigdisthjonustu-/article/2015150109563
Er þetta leiðsögukona Íslendinga inn í nýja heilbrigðisþjónustu? Eða hvað voru þau að kynna hún og heilbrigðisráðherrann í desember 2013?
Fyrir Íslendinga er gott
að eiga að góða fræðimenn á borð við Rúnar Vilhjálmsson,
prófessor við Háskóla Íslands en í umræðu um
heilbrigðiskerfið hefur hann margoft haldið staðreyndum til
haga.
RUV greindi í fyrrdag frá könnun sem Rúnar Vilhjálmsson gerði ( sjá: http://www.ruv.is/frett/felagsleg-heilbrigdiskerfi-komi-best-ut ) en hann fór yfir fjölmargar rannsóknir "sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og Evrópu um árangur ólíks reksturs heilbrigðisþjónustu. Niðurstöðurnar sýna að þegar mat er lagt á aðgengi að þjónustu þá koma félagsleg kerfi, eins og hér hefur verið, best út. Blönduð kerfi, eins og eru í Vestur-Evrópu, næst best en lakast er aðgengi að þjónustunni í kerfum sem eru í einkarekstri. Kostnaður er lægstur í félagslega kerfinu og lýðheilsa best. "Þannig að eftir því sem bæði fjármögnun og rekstur fer frá því opinbera og til einkaaðila þá verður stýring eða stjórnun þjónustnnar eða kerfisins erfiðari," segir Rúnar."
"Heilbrigðisþjónusta verður brotakenndari og skilar minni árangri þegar einkarekstur breiðist út í félagslegu heilbrigðiskerfi eins og er hér á landi. Þetta er niðurstaða úttektar á rekstri heilbrigðisþjónustu í Evrópu og vestan hafs. Mikil samstaða er meðal Íslendinga um að hið opinbera eigi fyrst og fremst að fjármagna heilbrigðisþjónustuna. Þetta hefur komið fram í könnunum hér á landi. Meiri ágreiningur hefur hins vegar verið um hvernig eigi að reka þjónustuna"