Fara í efni

ORÐUVEITINGAR OG NIÐURSKURÐUR

Bylgjan - í bítið 989
Bylgjan - í bítið 989

Í Bylgjuspjalli okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í morgun bar margt á dóma, þar á meðal orðuveitingar og síðan furðulegar yfirlýsingar formanns og varaformanns fjárlaganefndar Alþingis um niðurskurð og kröfur um hagræðingu hjá hinu opinbera. Ég er fyrir mitt leyti búinn að fá mig fullsaddan á alhæfingum um hið opinbera og meinta möguleika á hagræðingu þar. Útgjöld heilbrigðiskerfisins, skólakerfisins og löggæslunnar eru  að uppistöðu til launakostnaður og niðurskurður á þessum sviðum verður fyrst og fremst til þess að draga úr mannafla og veikja starfsemina. Það hefur gerst í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og löggæslunni á undanförnum árum og er ekki til eftirbreytni.
Umræðan er hér:http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP32319