Fara í efni

ILLUGI Á UPPSKERUHÁTÍÐ

Illugi Gunnarsson 23. mars 2014
Illugi Gunnarsson 23. mars 2014

Í kvöld var sýndur í Sjónvarpinu þáttur frá  Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem haldin var hátíðleg í Hörpu hinn 23. mars síðastliðinn. Fram komu framúrskarandi nemendur tónlistarskólanna. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, flutti ávarp. Honum mæltist vel. Mjög vel.
Í máli sínu lagði hann áherslu á mikilvægi tónlistarinnar fyrir einstaklinginn og fyrir samfélagið. Þegar vel tækist til gagnaðist tónlistarnám  bæði einstaklingnum í hans eða hennar lífi, námi og starfi og samfélaginu væri tónlistin einnig mikilvæg og til góðs.
Þetta skildum við sem sátum í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Þess vegna vildi helst enginn ráðherra láta sig vanta þegar við kynntum á fréttamannafund,i ásamt fulltrúum sveitarfélaga þann ásetning okkar að styrkja sérstaklega tónlistarnám; láta það ekki sæta sambærilegum skerðingum og aðra þætti velferðarþjónustunnar í kreppuniðurskurðinum í kjölfar efnahagshrunsins.
Hvers vegna? Illugi sagði það allt í máli sínu , sem áður er vísað til.
Vonandi verður þverpólitísk samstaða um að standa vörð um tónlistarlifið í landinu - enn betur en þegar hefur verið gert. Það kæmi Íslandi öllu til góða. Ekki bara framúrskarandi nemendum sem heiðruð vori í Hörpu í mars. Líka okkur hinum sem ekki skörum fram úr.