Fara í efni

HÁRRÉTT HJÁ ÞRESTI

Skógarþrösturinn 2
Skógarþrösturinn 2
Ekki er myndin hér til hliðar af sama þresti og skrifar lesendabréf á síðuna í dag, stútfullt af hárréttum söguskýringum - eftir því ég fæ best séð.
Auðvitað á maður ekki að vera að ergja sig yfir því að hægri sinnaða stjórnmálafólkið sem nú stýrir Íslandi skuli greiða götu allra þeirra sem leita ofan í vasa okkar í gróðaskyni. Þetta er jú boðuð stefna þessa fólks; að ganga erinda fjármagnsins.
Þannig er ekki við öðru að búast en að reynt sé að þrengja almannarýmið, opna á einkavæðingu og hvers kyns gjaldtöku, nú síðast við ferðamannastaði. Gildir þá einu þótt þetta sé þvert á landslög.
Allt er þetta fullkomlega rökrétt og deginum ljósara að rökræður duga ekki varðandi gjaldtökuna. Nú gildir ekki annað en að safna liði og stöðva ránið.
Okkur til upphitunar er ágætt að lesa pistil Þrastar sem ástæða er að þakka sérstaklega fyrir.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/threngja-ad-almannaryminu