Fara í efni

BÚIÐ AÐ FINNA ÓPÓLITÍSKA GRILLARANN?

Grilla á kvöldin
Grilla á kvöldin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og einn  helsti talsmaður harðlínu frjálshyggju á Íslandi síðustu þrjátíu og fimm árin, er nú orðinn handhafi  tíu milljón króna samnings við íslenska skattgreiðendur til að rannsaka hrun eigin kreddu haustið 2008.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirritaði samninginn fyrir okkar hönd.

Ég leit á dagatalið við lestur þessarar fréttar.

1. apríl er löngu liðinn. Þetta er því ekki svo gott að vera bara grín. Ég held að ekki sé of djúpt í árInni tekið að flestum finnist hér gengið þvert á góða dómgreind. Viðfangsefni rannsakandans Hannesar Hólmsteins  verður  jú að rýna í eigin ráðgjöf sem við erum búin að heyra hann hamra á síðan um 1980.
 
Við þurfum hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu,  segir tíumilljón króna handhafinn,  því þetta verði allt skrifað á útlensku og fyrir útlendinga sem þekki hann ekki, með öðrum orðum viti ekkert um vafasama  fortíð hans.

Sjálfur hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson  lýst skoðanasystkinum sínum á þann veg að þau séu „ópólitískir" áhugamenn um að græða pening og hafa það huggulegt yfir grilli á kvöldin.

Muniði: http://www.youtube.com/watch?v=8eM6l9XGKiY

Frekari fréttir: http://www.ruv.is/frett/ogmundur-gagnrynir-skipun-hannesar