GERÐI GREIN FYRIR AFSTÖÐU MINNI

Ömmi - atkvæðaskýring

Ég þarf sennilega að koma mér á feisbók þó ekki væri nema til þess að fá nasjón af þeirri miklu umræðu sem þar fer fram en ef maður er ekki skráður á bókina kemst maður ekki þangað inn. Nú er mér sagt að þar sé gagnrýnt að ég hafi ekki gert grein fyrir afstöðu minni til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lífeyrissparnað annars vegar og skuldaniðurfærslu hins vegar og þá sérstaklega að ég hefði ekki verið með atkvæðaskýringar.
Þetta vil ég leiðrétta. Í fyrsta lagi þá flutti ég all ítarlegar ræður um þessi mál bæði þar sem ég reifaði sjónarmið mín. Síðan var ég með atkvæða skýringar, nú síðast við lokaafgreiðslu skuldaleiðréttingarinnar, sjá í gærkvöldi:

Fyrri atkvæðaskýring um sama mál
 
Hér er atkvæðaskýring við lífeyrissparnaðarfrumvarpið.

Hér eru ræður um bæði málin: Um séreignasparnaðinn.

Um skuldaniðurfærslu.
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140515T155742

Hér er síðan umfjöllun hér á síðunni:  http://ogmundur.is/stjornmal/nr/7114/   og http://ogmundur.is/stjornmal/nr/7113/

Fréttabréf