Fara í efni

STEINGRÍMUR OG SÖGIN

Geysir - Steingrímur með sög
Geysir - Steingrímur með sög


Hér má sjá Steingrím Gunnarsson, leiðsögumann, ásamt Stefáni  Þorvaldi Þórssyni, landfræðingi, mér og Þóri Garðarsyni, framkvæmdastjóra Allrahanda við Geysi í Haukadal í gær eftir að Þórir hafði opnað efra hliðið með því að saga í sundur  keðju eina mikla, sem þar hafði verið sett, til að ferðafólk ætti ekki annarra kosta völ en fara um neðra hliðið þar sem rukkararnar stilltu sér upp. Ástþór Magnússon var einnig mættur með gjallarhorn til að minna á að staðurinn væri gjaldfrjáls. Fjöldi einstaklinga var mættur á vettvang til að standa á almannaréttinum. Það gerði Steingrímur Gunnarsson  á afdráttarlausan hátt með sög sína að vopni. Þökk sé honum!
Ef gjaldtökunni linnir ekki munu mótmælin halda áfram að breiðast út. Á því er enginn vafi. Enginn.
(Magnús Hlynur tók myndina og fyrirgefur mér voandi afnotin.)
Sjá frétt RÚV.
Á leðinni heim var komið við í Kerinu. Þar var frítt inn í dag! (Eins og reyndar alla daga ef menn standa á rétti sínum!)
Frítt inn í dag - 12.04.14
Geysir - fólk kemur 12.04.14