Fara í efni

ÓMÆLT TJÓN VEGNA ANDVARALEYSIS !

Geysir - ómælt tjón
Geysir - ómælt tjón


Loksins kom úrskurðurinn í dag um að gilda lögbannskröfu ríkisins á löglausa og siðlausa gjaldtöku við Geysi. Nú þarf að fara fram á lögbann við Kerið og stöðva áform um gjaldtöku við Dettifoss.
Gjaldtakan við Geysi, sem ekki aðeins stríðir gegn landslögum heldur einnig aldagamalli hefð um aðgengi að náttúrperlum Íslands, hefur þegar valdið miklu tjóni.
Þetta hefur vakið reiðiöldu í landinu og þjónustuaðilum í ferðaiðnaði ber nánast öllum saman um að þetta hafi skaðað atvinnugreinina. Hvers vegna gjaldtakan var látin líðast er með öllu óskiljanlegt.
En úrskurðurinn í dag var góður.
Í fjölmiðlum hafa landeigendur sýnt okkur eina ferðina enn að þeim er ekki treystandi og nefni ég þar sérstaklega hótanir um að loka Geysissvæðinu fyrir ferðamönnum. Að sinni ætla ég ekki að hafa um slíka firru mörg orð en ég leyfi mér að fullyrða að landsmenn munu aldei láta slíkt viðgangast. Þarf ekki annað en nefna til sögunnar Steingrím Gunnarsson og sögina góðu.
Þá hafa komið fram aðilar í fjölmiðlum og sagt að Geysissvæðið og fleiri svæði liggi undir stórkostlegum skemmdum. Allt er þetta orðum aukið, enda sett fram til að skapa vanhugsuð viðbrögð. Sjálfum finnst mér Kerið síður áhugavert með ný-uppsettum  girðingum. Undrunin að koma að gígnum án skúra og girðinga er einfaldlega áhrifaríkari!
Þetta er vandmeðfarið. Margt hefur vel verið listavel gert víða um land í þessum efnum. Við skulum ekki vanmeta það. En vissulega þarf meira til. Til  að byrja með þarf fleiri salerni og laga þarf stíga. En til þess að kippa þessu í liðinn þarf ekki að rukka hvern gestkomanda um sex hundruð krónur eins og gert var við Geysi.
Lausnin er einföld. Gjald á komu til Íslands. Um þetta er þorri manna sammála. Láta síðan andvirðið renna til náttúruverndar. Látum ekki hræðsuláróðurinn hræða okkur. Viðfangsefnið er ekki flókið.
Sjá m.a. :
http://www.dv.is/frettir/2014/4/14/ogmundur-um-logbannid-kemur-mer-ekki-ovart/

http://www.ruv.is/frett/ihuga-ad-loka-a-umferd-vid-geysi

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/14/bannad_ad_rukka_ferdamenn_vid_geysi/

http://www.ruv.is/frett/logbann-a-gjaldheimtu-vid-geysi

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/14/vid_erum_ekki_haett/