FARIÐ AÐ SKAÐA FERÐAÞJÓNUSTUNA!

Skaðar ferðaþjónustu - gjaldtaka

Fjöldi fólks lagði í dag leið sína á Geysissvæðið til að mótmæla ólöglegri gjaldtöku þar aðra helgina í röð. Sætir furðu að löggæslan skuli ekki grípa í taumana og komi í veg fyrir að fé sé haft af ferðamönnum eins og nú er gert við Geysi. Í rauninni er þar nú daglega framið rán fyrir allra augum.
Er það virkilega svo á Íslandi að hægt sé að vanvirða lög með þessum hætti og féfletta fólk fyrir opnum tjöldum?
Við Geysi hitti ég nokkra ferðamálafrömuði og sögðu þeir tvennt sem varð mér umhugsunarefni. Einn sagði að hann hefði  nýlega átt samtal við þekktan ferðamálasérfræðing sem sagði að þetta kæmi sér mjög á óvart og gengi þvert á tilfinningu sína fyrir Íslandi sem í sínum huga væri opið, óspillt og frjálst! Annar sagði mér að þegar væri gjaldtakan farin að breyta ímynd Íslands og sagði að þegar hefði borist afpöntun á ferð frá ferðaskrifstofu sem hann ætti viðskipti við.
Fréttir m.a. hér:
Frétt Sjónvarpsins: http://www.ruv.is/frett/ogmundur-komst-fritt-inn-a-geysissvaedid
http://www.ruv.is/frett/ogmundur-komst-fritt-inn-a-geysissvaedid
  
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/05/island_krepptur_hnefi_um_posa/ 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/05/vildi_ekki_raeda_vid_talsmanninn/

http://www.visir.is/ogmundur-motmaelir-i-annad-sinn/article/2014140409440

Fréttabréf