ÉG-LEYSINU HAFNAÐ Í BRAUTARHOLTI

Brautarholtskirkja 2014

Séra Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, predikaði í Brautarholtskirkju í dag og var messunni útvarpað. Yfirskrift predikunar sinnar kallar séra Gunnar, Vígi mennskunnar.
Séra Gunnar fer víða í vangaveltum sínum, staðnæmist frammi fyrir krossinum á Golgata, virðir fyrir sér fólkið sem lætur ofbeldið viðangast í múgsefjun sinni - ég leysinu (eins og þýska skáldið Martin Walser hafi kallað það þegar fólk láti berast með straumnum) - og spyr hvort áhættan og fyrirhöfnin sem er í því fólgin að axla ábyrgð, sýna í verki "mennsku sem hleypur ekki af hólmi þegar móti blæs, sem missir aldrei móðinn, sem horfir ekki framhjá þeim sem liggja við veginn." Með lífi sínu og breytni hafi Jesús Kristur vísað veginn og orðið sú fyrirmynd sem kristnir menn vilji "að móti þennan heim".
Séra Gunnar vill að við spyrjum stöðugt um  það hvert sé okkar framlag: "Á það reynir daglega. Erum við ekki sífellt minnt á það fólk sem hér leitar skjóls frá fjarlægum löndum, fólk sem glímir við að tala tungumál okkar og laga sig að nýju samfélagi svo langt frá heimsins vígaslóð. Mætir það samfélagi sem er stílað inn á baráttuna eða samvinnuna, mætir það samfélagi sem bíður þess með opinn faðminn? Rætist draumur þess um mannúðarsamfélag? Er okkar samfélag mannúðarsamfélag?"
Séra Gunnar Kristjánsson bregst ekki fremur en fyrri daginn að koma huga okkar á hreyfingu með ágengum heimspekilegum og siðferðilegum spurningum.
Predikun hans er að finna hér.

Fréttabréf