Greinar 2013
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 10.02.12.
Faðir
minn var sjálfstæðismaður allt frá þroskaárum og allan sinn feril
sem gerandi á vinnumarkaði. Hann var með öðrum orðum blár á litinn
í pólitíkinni. Móðurvængurinn var á hinn bóginn vel rauður þótt hún
móðir mín væri til alls vís í kosningum, ánægð með Eystein og síðan
Kvennaframboðið sem vildi velta valdastólunum. Ég varð mömmustrákur
í pólitík.
En þegar ég hugsa til baka þá sannfærist ég alltaf betur og betur
um það að...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 01.02.12.
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara
Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem
ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera
með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og
er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir
að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt
sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt
illu heilli árið 1998 þar sem ...
Lesa meira
Birtist í Fréttabaðinu 31.01.12.
...Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður
Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um
málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig
knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra
Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli
forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri
vernd, eða hæli.
Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um
þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og
yfirvegunar, svo að skilja mátti að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.01.12.
...Um þetta kunna að vera skiptar
skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til
yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar
að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það
pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem að
koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og
sér í lagi börn...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 27.01.12.
...Sigríður í Brattholti sem kom í veg fyrir virkjun
Gullfoss á sínum tíma bjó í námunda við fossinn. Hún var kannski
ekki fagmaður í nútímaskilningi þess orðs, en þekkti fossinn
eflaust betur en flestir. Sennilega var það þó ekki af faglegum
ástæðum sem Sigríður í Brattholti hótaði að fyrirfara
sér ...
Lesa meira
Fróðlegt var að hlýða á Eirík S. Svavarsson, hæstaréttarlögmann
á Bylgjunni í morgun fjalla um Icesave og væntanlegan úrskurð EFTA
dómstólsins. Hann greindi vel á hverju úrskurðurinn tekur, það er
hvort Ísland hafi virt eða brotið tilskipun ESB um tryggingasjóð
innistæðueigenda. Hann sagði réttilega að EFTA dómstóllinn væri
ekki að kveða upp úr um greiðsluskyldu Íslands, gagnstætt því sem
ýmsir virðast halda. Það sem mestu máli skiptir nú er að beina
allri umræðu upp úr skotgröfum og inn í yfirvegaðan...
Lesa meira

Ef saga Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs yrði skrifuð af
einhverjum sem þekkti til allra innstu innviða kæmu þar við sögu
fundargerðir undir vinnuheitinu þrír á
báti. Fundarritari og fundarboðandi var Hjörleifur
Guttormsson en aðrir bátsverjar voru Steingrímur J. Sigfússon og
Ögmundur Jónasson. Fundarstaður var skrifstofa Hjörleifs í
Vonarstræti 12; á borðum jafnan kaffi og sætabrauð í boði
fundaritara. Þetta var sumarið 1998. Á sama tíma var Samfylkingin í
burðarliðnum og við þremeningar á leið út úr þingflokki
Alþýðubandalagsins og óháðra.Annars
staðar hafði nýr félagsskpur litið dagsins ljós og farið
sístækkandi, málfundafélagið Stefna - félag vinstri
manna. Þar voru auk mín, margt fólk sem síðar gerðust
stofnfélagar í Vinstrihrefyfingunni grænu framboði, að uppistöðu,
þó ekki allt, fólk sem komið hafði að framboði Alþýðubandalgsis og
óháðra í þingkosningunum 1995, óháði hlutinn og konur úr
baráttuhreyfingu kvenna...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 24.01.12.
...Á vinnsluborði Alþingis liggur
nefnilega frumvarp með heildstæðri endurkoðun á málefnum útlendinga
utan EES svæðisins, meðal annars um skilyrði og verklag við komu
fólks til landsins undir mismunandi formerkjum. Ný
útlendingalöggjöf er bráðnauðsynleg því núverandi lög eru um margt
óskýr og óaðgengileg auk þess að margt þarf að færa í réttlætisátt.
Það er reynt að gera í nýju frumvarpi til útlendingalaga sem sumir
fréttamenn á Fréttablaðinu hafa sýnt verðskuldaðan áhuga. ...
Lesa meira

Málefni hælisleitenda hafa verið til umræðu að undanförnu.
Margoft hefur komið fram að of langur tími líður frá því
hælisleitendur koma til landsins og þar til niðurstaða fæst
varðandi umsókn þeirra. Þessi mál voru í brennidepli í
fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku en í dag átti ég fund með forstjóra
Útlendingastofnunar þar sem við m.a. ræddum umdeild ummæli
forstjórans. Fundurinn var gagnlegur. Á honum lýsti ég þeim
ásetningi mínum að yfirfara alla málsmeðferð við hælisleit. Þannig
er það ásetningur minn að eftirmál þessarar umræðu verði ...
Lesa meira

Stórgóð ljósmyndasýning Einars Ólasonar ljósmyndara stendur nú
yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og lýkur henni á morgun,
sunnudaginn 20. janúar. Enda þótt Einar hafi langa reynslu að baki
í ljósmyndun þá er þetta fyrsta einkasýning hans. Yfirskriftin er
Eldur - Ís en viðfangsefnið er háhitasvæði Íslands. Sjónarhornin
eru fundin af miklu listfengi og unun á að horfa. Hér að ofan má
sjá mynd sem tekin er í Bláa lóninu - ekki augljóst við fyrstu sýn!
Á þessari skemmtilegu sýningu opnast nýjar víddir. Hvet ég fólk að
skoða þessa sýningu áður en hún verður tekin niður!
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum