Fara í efni

KJARASAMNINGAR OG GJALDSKRÁRHÆKKANIR

Bylgjan - í bítið 989
Bylgjan - í bítið 989


Nýgerða kjarasamninga bar hæst í morgunspjalli okkar Níelsar Brynjarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ljóst er að takmörkuð ánægja er með samninga ASÍ og SA og að þeir verða ekki fyrirmynd hjá hinu opinbera fái samtök lanafólks á þeim vettvangi einhverju þar um ráðið.

Í þættinum vék ég að tali um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum hjá opinberum aðilum. Þar skyldu menn fara varlega í allar alhæfingar. Starfsemi sem er fjármögnuð með álögðum gjöldum en er meinað að fylgja verðlagsrþóoun á það á hættu að þurfa að draga úr þjónustru og segja upp starfsfólki eða skuldsetja sig. Þetta hefur mér löngum þótt vanta inn í umræðuna. Það breytir því ekki að koma á í veg fyrir ónauðsynlgar hækkanir og vera stöðugt á tánum í því efni.

Spjallið má nálgast hér: http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP23342